Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. mars 2021 15:29 Ljósmyndarinn Ari Magg náði þessari flottu mynd af Birni Steinbekk með drónann við gosið. Myndin til hægri er skáskot úr drónamyndbandi Björns. Samsett/Ari Magg-Björn Steinbekk Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. Eitt af myndböndum Björns hefur svo sannarlega vakið heimsathygli en þar flýgur hann drónanum það nálægt gosgígnum að dróninn endar á að fljúga inn í hraunsletturnar. Það má eiginlega segja að drónanum hafi verið flogið inn í eldgos. „Fólk trúir því ekki að dróninn hafi actually lifað þetta af,“ sagði Björn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag. Björn segir að hann hafi sjálfur haldið að hann myndi aldrei sjá þennan dróna aftur. Björn tók tvo dróna með sér að gosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall en umræddur dróni er svokallaður „racer“ dróni og fylgja honum sérstök sýndarveruleikagleraugu. Umrætt myndband má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Flogið yfir gíginn - Drónamyndband eftir Björn Steinbekk Þegar þetta er skrifað hafa yfir tvöhundruð þúsund horft á myndbandið á Youtube rás Björns – Bjorn Steinbekk – A guy with a drone. Myndbandinu hefur einnig verið dreift á samfélagsmiðlum og fréttamiðlum. „Allavega veit ég um 40 eða 50 sjónvarpsstöðvar út um allan heim að sýna þetta í gær,“ segir Björn. Hér fyrir neðan má sjá eitt myndband frá Birni sem birtist hér á Vísi um helgina. Klippa: Eldgosið fangað úr lofti Æfði sig á golfvelli Fyrirtæki í eigu Murdock fjölskyldunnar sér nú um dreyfingu og sölu á myndbandinu fyrir Björn, en hann hafði fengið þúsundir skilaboða og fyrirspurna auk viðtalsbeiðna á samfélagsmiðlum í tengslum við myndefnið hans frá gosstöðvunum. „Ég var löngu búinn að ákveða að gera þetta. Það er langt síðan ég ákvað að ef að það yrði eldgos, þá ætlaði ég að fljúga drónanum eins nálægt og ég gæti og ég var bara heppinn að vera kominn með þennan dróna.“ Hér fyrir neðan má sjá nýtt myndband frá gosinu sem Björn birti fyrr í dag. Björn var búinn að æfa sig stíft með því að fljúga á golfvelli. Hann hafði svo aðstoðarmann með sér við eldgosið sem tryggði að hann færi ekki of nálægt rauðglóandi þegar hann var með VR gleraugun á sér á meðan hann flaug drónanum. „Ég spilaði ótrúlega mikið Playstation, það hjálpar alveg ótrúlega mikið“ segir Björn líka um það hvernig hann varð svona góður í drónaflugi. Hann birtir einnig fjölmörg myndbönd á Instagram-síðu sinni. Viðtalið við Björn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Bítið Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Eitt af myndböndum Björns hefur svo sannarlega vakið heimsathygli en þar flýgur hann drónanum það nálægt gosgígnum að dróninn endar á að fljúga inn í hraunsletturnar. Það má eiginlega segja að drónanum hafi verið flogið inn í eldgos. „Fólk trúir því ekki að dróninn hafi actually lifað þetta af,“ sagði Björn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í dag. Björn segir að hann hafi sjálfur haldið að hann myndi aldrei sjá þennan dróna aftur. Björn tók tvo dróna með sér að gosinu í Geldingadal við Fagradalsfjall en umræddur dróni er svokallaður „racer“ dróni og fylgja honum sérstök sýndarveruleikagleraugu. Umrætt myndband má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Flogið yfir gíginn - Drónamyndband eftir Björn Steinbekk Þegar þetta er skrifað hafa yfir tvöhundruð þúsund horft á myndbandið á Youtube rás Björns – Bjorn Steinbekk – A guy with a drone. Myndbandinu hefur einnig verið dreift á samfélagsmiðlum og fréttamiðlum. „Allavega veit ég um 40 eða 50 sjónvarpsstöðvar út um allan heim að sýna þetta í gær,“ segir Björn. Hér fyrir neðan má sjá eitt myndband frá Birni sem birtist hér á Vísi um helgina. Klippa: Eldgosið fangað úr lofti Æfði sig á golfvelli Fyrirtæki í eigu Murdock fjölskyldunnar sér nú um dreyfingu og sölu á myndbandinu fyrir Björn, en hann hafði fengið þúsundir skilaboða og fyrirspurna auk viðtalsbeiðna á samfélagsmiðlum í tengslum við myndefnið hans frá gosstöðvunum. „Ég var löngu búinn að ákveða að gera þetta. Það er langt síðan ég ákvað að ef að það yrði eldgos, þá ætlaði ég að fljúga drónanum eins nálægt og ég gæti og ég var bara heppinn að vera kominn með þennan dróna.“ Hér fyrir neðan má sjá nýtt myndband frá gosinu sem Björn birti fyrr í dag. Björn var búinn að æfa sig stíft með því að fljúga á golfvelli. Hann hafði svo aðstoðarmann með sér við eldgosið sem tryggði að hann færi ekki of nálægt rauðglóandi þegar hann var með VR gleraugun á sér á meðan hann flaug drónanum. „Ég spilaði ótrúlega mikið Playstation, það hjálpar alveg ótrúlega mikið“ segir Björn líka um það hvernig hann varð svona góður í drónaflugi. Hann birtir einnig fjölmörg myndbönd á Instagram-síðu sinni. Viðtalið við Björn má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Bítið Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira