UEFA hvetur fólk til að fylgjast með Ísak afmælisstrák Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2021 17:01 Ísak Bergmann Jóhannesson lék sinn fyrsta A-landsleik í nóvember. Getty/Ian Walton Ísak Bergmann Jóhannesson er einn þeirra sem fólk ætti að fylgjast sérstaklega með á EM U21-landsliða í fótbolta sem hefst á morgun. Þetta er mat sérfræðinga knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Á vef sambandsins er í dag bent á einn leikmann í hverju af liðunum 16 á EM, sem vert er að fylgjast með. Ísak er þar fulltrúi Íslands. Ísak fagnar 18 ára afmæli í dag. Í umsögn UEFA segir: „Miðjumaðurinn Ísak hefur vakið rosalega athygli með frábærri framgöngu sinni í Svíþjóð. Frammistöður hans hafa verið svo góðar að hann er sagður hafa vakið athygli útsendara frá félögum á borð við Inter, Juventus og Manchester United.“ Ísak Bergmann Jóhannesson er afmælisbarn dagsins, en hann fagnar 18 ára afmæli sínu í dag! Happy 18th birthday to Ísak Bergmann Jóhannesson!#fyririsland pic.twitter.com/G74q8W4ujl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021 Ísak, sem er Skagamaður, lék fjóra leiki með U21-landsliðinu í undankeppni EM. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Englandi á Wembley í nóvember síðastliðnum. Á síðasta ári skoraði hann þrjú mörk og átti níu stoðsendingar fyrir Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Þeir leikmenn sem UEFA mælir með því að fólk fylgist með í riðli Íslands eru annars Frakkinn Amine Gouiri, Daninn Oliver Christensen og Rússinn Fedor Chalov. Ísland mætir Rússlandi á fimmtudaginn, Danmörku næsta sunnudag og loks Frakklandi á miðvikudaginn í næstu viku. Tvö efstu liðin komast áfram í átta liða úrslit. Markakóngur í Rússlandi og Gammurinn frá Kerteminde Chalov er 22 ára en hefur þegar spilað fimm ár með CSKA Moskvu, þar sem hann er liðsfélagi Arnórs Sigurðssonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Hann varð markakóngur rússnesku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018-19 með 15 mörk. Christensen er einnig 22 ára gamall, markvörður OB í Danmörku. „Gammurinn frá Kerteminde,“ eins og hann er kallaður, fyllti í skarðið fyrir Kasper Schmeichel í sínum fyrsta A-landsleik síðasta haust. Hann varði mark U21-landsliðsins í öllum tíu leikjunum í undankeppni EM en Danir unnu átta leikjanna og gerðu tvö jafntefli. Gouiri var keyptur til Nice frá Lyon síðasta sumar. Hann er framherji og hefur skorað reglulega í efstu deild Frakklands og í Evrópudeildinni. „Gouiri er metnaðarfullur og hefur það sem þarf til að ná langt,“ sagði Patrick Vieira, fyrrverandi stjóri Nice. EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Íslenski boltinn Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Sjá meira
Þetta er mat sérfræðinga knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Á vef sambandsins er í dag bent á einn leikmann í hverju af liðunum 16 á EM, sem vert er að fylgjast með. Ísak er þar fulltrúi Íslands. Ísak fagnar 18 ára afmæli í dag. Í umsögn UEFA segir: „Miðjumaðurinn Ísak hefur vakið rosalega athygli með frábærri framgöngu sinni í Svíþjóð. Frammistöður hans hafa verið svo góðar að hann er sagður hafa vakið athygli útsendara frá félögum á borð við Inter, Juventus og Manchester United.“ Ísak Bergmann Jóhannesson er afmælisbarn dagsins, en hann fagnar 18 ára afmæli sínu í dag! Happy 18th birthday to Ísak Bergmann Jóhannesson!#fyririsland pic.twitter.com/G74q8W4ujl— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 23, 2021 Ísak, sem er Skagamaður, lék fjóra leiki með U21-landsliðinu í undankeppni EM. Hann lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Englandi á Wembley í nóvember síðastliðnum. Á síðasta ári skoraði hann þrjú mörk og átti níu stoðsendingar fyrir Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni. Þeir leikmenn sem UEFA mælir með því að fólk fylgist með í riðli Íslands eru annars Frakkinn Amine Gouiri, Daninn Oliver Christensen og Rússinn Fedor Chalov. Ísland mætir Rússlandi á fimmtudaginn, Danmörku næsta sunnudag og loks Frakklandi á miðvikudaginn í næstu viku. Tvö efstu liðin komast áfram í átta liða úrslit. Markakóngur í Rússlandi og Gammurinn frá Kerteminde Chalov er 22 ára en hefur þegar spilað fimm ár með CSKA Moskvu, þar sem hann er liðsfélagi Arnórs Sigurðssonar og Harðar Björgvins Magnússonar. Hann varð markakóngur rússnesku úrvalsdeildarinnar tímabilið 2018-19 með 15 mörk. Christensen er einnig 22 ára gamall, markvörður OB í Danmörku. „Gammurinn frá Kerteminde,“ eins og hann er kallaður, fyllti í skarðið fyrir Kasper Schmeichel í sínum fyrsta A-landsleik síðasta haust. Hann varði mark U21-landsliðsins í öllum tíu leikjunum í undankeppni EM en Danir unnu átta leikjanna og gerðu tvö jafntefli. Gouiri var keyptur til Nice frá Lyon síðasta sumar. Hann er framherji og hefur skorað reglulega í efstu deild Frakklands og í Evrópudeildinni. „Gouiri er metnaðarfullur og hefur það sem þarf til að ná langt,“ sagði Patrick Vieira, fyrrverandi stjóri Nice.
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Íslenski boltinn Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Sjá meira