Þrír til að fylgjast með hjá Dönum: Næstum því seldur til Aston Villa og „floppið“ hjá Kompany Anton Ingi Leifsson skrifar 28. mars 2021 07:01 Danirnir áttu ansi góðan leik á fimmtudag. Peter Zador/Getty Íslenska landsliðið skipað leikmönum 21 árs og yngri mætir í dag Dönum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Ungverjalandi. Íslenska liðið fékk gegn Rússum í fyrsta leik riðilsins á fimmtudag á meðan Danir unnu 1-0 sigur á Frökkum. Danir eru í sömu stöðu og Íslendingar. Leikmenn sem gátu tekið þátt í mótinu í Ungverjalandi eru með A-landsliðinu og það eru engar smástjörnur. Jonas Wind [leikmaður FCK], Andreas Skov Olsen [leikmaður Bologna] og Mikkel Damsgaard [leikmaður Sampdoria] eru þar á meðal. Danski hópurinn er þó ansi sterkur og hefur Vísir tekið saman þrjá leikmenn sem vert er að fylgjast með í leik dagsins en flautað verður til leiks klukkan 13.00 í Györ í Ungverjalandi í dag. Leiknum verður að sjálfsögðu lýst beint á Vísi og honum gerð góð skil að leiknum loknum. U21-herrelandsholdet er samlet igen 🙌🇩🇰Torsdag gælder det Frankrig i den første EM-kamp. Se opgøret kl. 21.00 på @dr2tv.#ForDanmark pic.twitter.com/Her5Q21RHW— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 22, 2021 Jacob Bruun Larsen [Anderlecht, á láni frá Hoffenheim] Bruun Larsen í leik með Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar.Herman Dingler/Getty Leikmaður sem ansi miklar væntingar voru bornar til en hann hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir. Gekk í raðir Dortmund einungis sautján ára gamall og lék 29 aðalliðsleiki áður en hann var seldur til Hoffenheim síðasta munar. Hoffenheim menn leist ekki á blikuna og var hann lánaður til Vincent Kompany og lærisveina í Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar. Bruun er vængmaður sem ógnar með krafti en hann er ansi lunkinn með boltann. Hann býr einnig yfir góðum hraða og ekki má gefa honum góð skotfæri því hann er frábær klárari. watch on YouTube Victor Nelsson [FCK] Victor Nelsson og Ragnar Sigurðsson voru saman í miðri vörn FCK í fræknum sigri á Celtic á síðustu leiktíð, sem tryggði FCK sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.Lars Ronbog/Getty Victor er 22 ára gamall varnarmaður danska risans, FCK, en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið meira en hundrað leiki í dönsku úrvalsdeildinni. Hann kom til FCK frá Nordsjælland árið 2019 og hefur verið meira en minna fastamaður í vörn FCK síðan þá. Victor er stór og stæðilegur og dekkar svæðin sín vel. Hann er ekki rosalega fljótur en bætir það upp með góðum leikskilningi. Hann var orðaður við Aston Villa í september mánuði og var enska úrvalsdeildarfélagið talið vera bjóða í hann en ekkert varð úr því. Líkur eru þó að hann fljúgi frá dönsku úrvalsdeildinni fyrr en síðar. watch on YouTube Jesper Lindstrøm [Brøndby] Einn mest spennandi leikmaður danska boltans þetta tímabilið. Hjörtur Hermannsson og félagar í Brøndby geta einna helst þakkað hinum 21 árs gamla Lindstrøm að liðið sé á toppi deildarinnar. Níu mörk og níu stoðsendingar á tímabilinu til þessa en hann hefur brotist almennilega inn í liðið á þessari leiktíð. Ofboðslega orkumikill leikmaður, ansi lunkinn með boltann og rosalega fljótur. Ekki er hann stór, ekki er hann sterkur en hann hefur bara svo ofboðslega margt annað sem getur látið íslensku varnarmennina líta illa út síðar í dag. watch on YouTube Truppen til U21-EM ✅Modstanderne i gruppe C er:Frankrig den 25. martsIsland den 28. martsRusland den 31. marts#ForDanmark pic.twitter.com/TTCFJhgNmf— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 15, 2021 EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira
Danir eru í sömu stöðu og Íslendingar. Leikmenn sem gátu tekið þátt í mótinu í Ungverjalandi eru með A-landsliðinu og það eru engar smástjörnur. Jonas Wind [leikmaður FCK], Andreas Skov Olsen [leikmaður Bologna] og Mikkel Damsgaard [leikmaður Sampdoria] eru þar á meðal. Danski hópurinn er þó ansi sterkur og hefur Vísir tekið saman þrjá leikmenn sem vert er að fylgjast með í leik dagsins en flautað verður til leiks klukkan 13.00 í Györ í Ungverjalandi í dag. Leiknum verður að sjálfsögðu lýst beint á Vísi og honum gerð góð skil að leiknum loknum. U21-herrelandsholdet er samlet igen 🙌🇩🇰Torsdag gælder det Frankrig i den første EM-kamp. Se opgøret kl. 21.00 på @dr2tv.#ForDanmark pic.twitter.com/Her5Q21RHW— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 22, 2021 Jacob Bruun Larsen [Anderlecht, á láni frá Hoffenheim] Bruun Larsen í leik með Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar.Herman Dingler/Getty Leikmaður sem ansi miklar væntingar voru bornar til en hann hefur ekki alveg náð að fylgja því eftir. Gekk í raðir Dortmund einungis sautján ára gamall og lék 29 aðalliðsleiki áður en hann var seldur til Hoffenheim síðasta munar. Hoffenheim menn leist ekki á blikuna og var hann lánaður til Vincent Kompany og lærisveina í Anderlecht þar sem hann hefur átt erfitt uppdráttar. Bruun er vængmaður sem ógnar með krafti en hann er ansi lunkinn með boltann. Hann býr einnig yfir góðum hraða og ekki má gefa honum góð skotfæri því hann er frábær klárari. watch on YouTube Victor Nelsson [FCK] Victor Nelsson og Ragnar Sigurðsson voru saman í miðri vörn FCK í fræknum sigri á Celtic á síðustu leiktíð, sem tryggði FCK sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar.Lars Ronbog/Getty Victor er 22 ára gamall varnarmaður danska risans, FCK, en hann hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið meira en hundrað leiki í dönsku úrvalsdeildinni. Hann kom til FCK frá Nordsjælland árið 2019 og hefur verið meira en minna fastamaður í vörn FCK síðan þá. Victor er stór og stæðilegur og dekkar svæðin sín vel. Hann er ekki rosalega fljótur en bætir það upp með góðum leikskilningi. Hann var orðaður við Aston Villa í september mánuði og var enska úrvalsdeildarfélagið talið vera bjóða í hann en ekkert varð úr því. Líkur eru þó að hann fljúgi frá dönsku úrvalsdeildinni fyrr en síðar. watch on YouTube Jesper Lindstrøm [Brøndby] Einn mest spennandi leikmaður danska boltans þetta tímabilið. Hjörtur Hermannsson og félagar í Brøndby geta einna helst þakkað hinum 21 árs gamla Lindstrøm að liðið sé á toppi deildarinnar. Níu mörk og níu stoðsendingar á tímabilinu til þessa en hann hefur brotist almennilega inn í liðið á þessari leiktíð. Ofboðslega orkumikill leikmaður, ansi lunkinn með boltann og rosalega fljótur. Ekki er hann stór, ekki er hann sterkur en hann hefur bara svo ofboðslega margt annað sem getur látið íslensku varnarmennina líta illa út síðar í dag. watch on YouTube Truppen til U21-EM ✅Modstanderne i gruppe C er:Frankrig den 25. martsIsland den 28. martsRusland den 31. marts#ForDanmark pic.twitter.com/TTCFJhgNmf— Fodboldlandsholdene 🇩🇰 (@dbulandshold) March 15, 2021
EM U21 í fótbolta 2021 Mest lesið Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Körfubolti Fleiri fréttir Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Sjá meira