Viðbrögð í Verzló: „Hendum í eitt hópsmit seinasta daginn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2021 16:24 Símarnir voru á lofti í stuttum gjörningi stúdentaefnanna í Verzló. Nemendur á þriðja ári í Verzló brugðust við þeim tíðindum að staðnám yrði óheimilt fram yfir páska frá og með morgundeginum með því að stíga trylltan dans með símana á lofti í skólanum. Skólastjóri segir uppákomuna hafa varað stutt yfir en útskriftarhópurinn óttist að um síðasta dag þeirra í skólanum sé að ræða. Meðal hertra aðgerða vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag voru hömlur á skólastarf. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi verður óheimilt frá og með morgundeginum og fram til 1. apríl. Fréttastofu bárust myndbönd sem sýndu viðbrögð þriðja árs nema í Verzló við tíðindunum. Brot úr einu slíku má sjá að neðan. Þar er skrifað „Hendum í eitt hópsmit síðasta daginn“, væntanlega meira í gríni en alvöru. „Þetta voru nokkrir krakkar sem eru að útskrifast,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri í Verzló. „Þau reiknuðu með að þetta væri jafnvel síðasti dagurinn sem þau myndu hittast í skólanum.“ Hann segir lætin hafa verið stöðvuð um leið. „Nemendur sem áttu að fara í tíma voru reknir inn í stofur. Þau sem voru búin í skólanum fóru heim. Þetta var ekkert stórvægilegt.“ Ingi segir að nemendur hafi í raun litið á þetta sem mögulega kveðjustund. Hann er á leið til fundar með menntamálaráðherra og skólastjórnendum og í framhaldinu muni stjórnendur í Verzló funda. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði á blaðamannafundinum í dag að skólum væri í sjálfsvald sett hvort þeir hefðu fjarkennslu á morgun og hinn eða sendu nemendur í snemmbúið páskafrí. „Ég reikna með því að það verði kennsla bara á netinu á morgun og hinn. Og svo páskafrí. Svo vona ég innilega allra vegna að við getum byrjað með eðlilegu fyrirkomulagi eftir páska.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Skólastjóri segir uppákomuna hafa varað stutt yfir en útskriftarhópurinn óttist að um síðasta dag þeirra í skólanum sé að ræða. Meðal hertra aðgerða vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag voru hömlur á skólastarf. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi verður óheimilt frá og með morgundeginum og fram til 1. apríl. Fréttastofu bárust myndbönd sem sýndu viðbrögð þriðja árs nema í Verzló við tíðindunum. Brot úr einu slíku má sjá að neðan. Þar er skrifað „Hendum í eitt hópsmit síðasta daginn“, væntanlega meira í gríni en alvöru. „Þetta voru nokkrir krakkar sem eru að útskrifast,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri í Verzló. „Þau reiknuðu með að þetta væri jafnvel síðasti dagurinn sem þau myndu hittast í skólanum.“ Hann segir lætin hafa verið stöðvuð um leið. „Nemendur sem áttu að fara í tíma voru reknir inn í stofur. Þau sem voru búin í skólanum fóru heim. Þetta var ekkert stórvægilegt.“ Ingi segir að nemendur hafi í raun litið á þetta sem mögulega kveðjustund. Hann er á leið til fundar með menntamálaráðherra og skólastjórnendum og í framhaldinu muni stjórnendur í Verzló funda. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði á blaðamannafundinum í dag að skólum væri í sjálfsvald sett hvort þeir hefðu fjarkennslu á morgun og hinn eða sendu nemendur í snemmbúið páskafrí. „Ég reikna með því að það verði kennsla bara á netinu á morgun og hinn. Og svo páskafrí. Svo vona ég innilega allra vegna að við getum byrjað með eðlilegu fyrirkomulagi eftir páska.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira