Telur hegðun fólks innanlands hafa meiri áhrif en þeir sem koma frá útlöndum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 18:13 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar telur að hegðun fólks innanlands hafi haft meiri áhrif á það hver staðan er orðin vegna heimsfaraldurs covid-19 hér á landi, heldur þeir sem komið hafa til landsins frá útlöndum. Innanlandssmitum hefur farið fjölgandi síðustu daga og kynnti ríkisstjórnin verulega hertar sóttvarnaraðgerðir á blaðamannafundi í dag sem taka gildi á miðnætti. „Ég held að þetta sýni okkur kannski fyrst og fremst, alveg eins og síðastliðið haust, að það sem að skiptir langmestu máli er að við hér innanlands virðum sóttvarnarreglurnar, höldum fjarlægð, notum grímur, hættum að sækja fólkið okkar á flugvöllinn heldur hleypum þeim í sóttkvína og förum eftir reglunum sem okkur eru settar. Það er held ég númer eitt,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þó að einhver smit komi inn í gegnum landamæri þá eru það náttúrlega við hér innanlands sem sjáum um að dreifa þeim með óvarlegum hætti“ sagði Jóhannes. „Þannig að ég held að þetta sé eins og alltaf, í fyrri bylgjum, risastór áminning til okkar um að þetta er ekki búið og við þurfum að passa okkur hér sjálf.“ Hann segir þó eðlilegt að fólk ræði það hvernig fyrirkomulag sé haft uppi við landamærin. Honum þyki þó ekki eðlilegt að setja hertar aðgerðir og þá stöðu sem upp er komin nú í samhengi við þær reglur sem taka eiga að óbreyttu gildi á landamærum 1. maí og áform um að hleypa bólusettum sem koma frá ríkjum utan Schengen til landsins. „Þetta hefur náttúrlega ekkert með það að gera. Þetta er eitthvað sem er komið fyrr inn og er ekki nein bein afleiðing af því enda er það ekki byrjað að hafa áhrif,“ segir Jóhannes Þór. „Bólusettir Bretar eru ekkert minna bólusettir en bólusettir Þjóðverjar,“ segir Jóhannes Þór, spurður hvort hann taki undir hugmyndir sóttvarnalæknis um að allir sem komi til landsins fari í að minnsta kosti eina skimun, jafnvel þótt þeir hafi verið bólusettir eða séu með mótefni. „Ef að það kemur í ljós að það sé einhver stór hætta af fólki sem er þegar orðið bólusett þá verður náttúrlega að skoða það,“ segir Jóhannes Þór. Viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Innanlandssmitum hefur farið fjölgandi síðustu daga og kynnti ríkisstjórnin verulega hertar sóttvarnaraðgerðir á blaðamannafundi í dag sem taka gildi á miðnætti. „Ég held að þetta sýni okkur kannski fyrst og fremst, alveg eins og síðastliðið haust, að það sem að skiptir langmestu máli er að við hér innanlands virðum sóttvarnarreglurnar, höldum fjarlægð, notum grímur, hættum að sækja fólkið okkar á flugvöllinn heldur hleypum þeim í sóttkvína og förum eftir reglunum sem okkur eru settar. Það er held ég númer eitt,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Þó að einhver smit komi inn í gegnum landamæri þá eru það náttúrlega við hér innanlands sem sjáum um að dreifa þeim með óvarlegum hætti“ sagði Jóhannes. „Þannig að ég held að þetta sé eins og alltaf, í fyrri bylgjum, risastór áminning til okkar um að þetta er ekki búið og við þurfum að passa okkur hér sjálf.“ Hann segir þó eðlilegt að fólk ræði það hvernig fyrirkomulag sé haft uppi við landamærin. Honum þyki þó ekki eðlilegt að setja hertar aðgerðir og þá stöðu sem upp er komin nú í samhengi við þær reglur sem taka eiga að óbreyttu gildi á landamærum 1. maí og áform um að hleypa bólusettum sem koma frá ríkjum utan Schengen til landsins. „Þetta hefur náttúrlega ekkert með það að gera. Þetta er eitthvað sem er komið fyrr inn og er ekki nein bein afleiðing af því enda er það ekki byrjað að hafa áhrif,“ segir Jóhannes Þór. „Bólusettir Bretar eru ekkert minna bólusettir en bólusettir Þjóðverjar,“ segir Jóhannes Þór, spurður hvort hann taki undir hugmyndir sóttvarnalæknis um að allir sem komi til landsins fari í að minnsta kosti eina skimun, jafnvel þótt þeir hafi verið bólusettir eða séu með mótefni. „Ef að það kemur í ljós að það sé einhver stór hætta af fólki sem er þegar orðið bólusett þá verður náttúrlega að skoða það,“ segir Jóhannes Þór. Viðtalið við hann í heild sinni má heyra í spilaranum hér að ofan.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira