Mottur ársins Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2021 12:30 Á myndinni má sjá Guðmund bakara með fegurstu mottu ársins 2021, þá Stefán Þór Sigurðsson og Sigurð Svansson frá HS Orku, og loks Sigurþór Jónsson, réttnefnda mottu ársins 2021. Motta ársins, fallegasta mottan, og mottulið ársins eru ekki orð eða hugtök sem heyrast oft. En hjá Krabbameinsfélaginu voru þau í hávegum höfð þegar sigurvegarar í Mottukeppninni árið 2021 voru krýndir. Mottukeppnin var hluti árveknisátaks Krabbameinsfélagsins, Mottumars, þar sem þátttakendur söfnuðu yfirvaraskeggi, eða mottu, og um leið áheitum, til stuðnings starfi í þágu krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Sigurvegarar í áheitakeppninni voru ótvíræðir. Í einstaklingsflokki var það Sigurþór Jónsson, eða Sissó, sem var hlutskarpastur og safnaði hann alls 545.000 krónum. Sigurþór á sér sögu þegar kemur að krabbameinum. Hann missti föður sinn fyrir tíu árum þegar hann lést eftir langvarandi veikindi. Sigurþór ætlar því miður ekki að halda áfram að skarta yfirvaraskeggi, eða að minnsta kosti ekki fyrr en Mottumars 2022 hefst. Í liðaflokki voru það starfsmenn HS Orku sem náðu í flest áheit. Söfnuðu þeir alls fyrir 1.239.000 krónur, sem verður að teljast afar frábær árangur. Hjá HS Orku voru þátttakendur í átakinu, eða þeir sem söfnuðu yfirvaraskeggi, alls 13 talsins og fengu þeir allir gjafapoka að launum. Miðað við myndirnar litu þeir líka allir einstaklega vel út með yfirvaraskegg og samkvæmt heimildum Krabbameinsfélagsins ætla einhverjir að taka það upp sem varanlegt „lúkk“. Rétt er að taka fram að HS Orka tvöfaldaði framlag síns hóps í áheitum. Rakarastofan Herramenn í Kópavogi sá síðan um að velja „fegurstu mottuna“, það yfirvaraskegg sem skaraði fram úr á fagurfræðilegan hátt. Þar var það Guðmundur bakari frá Selfossi sem var ósnertanlegur. Hann sagði við tilefnið að það hafi verið bandaríski kvikmyndaleikarinn Val Kilmer, þá sérstaklega í vestranum Tombstone eða Legsteinn, sem hafi verið honum innblástur. Alls söfnuðust 12.210.726 krónur í áheitakeppni Mottumars í ár og voru þátttakendur á sjöunda hundraðið. Áheitavefurinn verður þá enn opinn út marsmánuð, vilji fólk enn styðja sinn mann, og verður hægt að kaupa Mottumarssokka í verslunum um allt land, sem og í vefverslun Krabbameinsfélagsins. Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
Mottukeppnin var hluti árveknisátaks Krabbameinsfélagsins, Mottumars, þar sem þátttakendur söfnuðu yfirvaraskeggi, eða mottu, og um leið áheitum, til stuðnings starfi í þágu krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Sigurvegarar í áheitakeppninni voru ótvíræðir. Í einstaklingsflokki var það Sigurþór Jónsson, eða Sissó, sem var hlutskarpastur og safnaði hann alls 545.000 krónum. Sigurþór á sér sögu þegar kemur að krabbameinum. Hann missti föður sinn fyrir tíu árum þegar hann lést eftir langvarandi veikindi. Sigurþór ætlar því miður ekki að halda áfram að skarta yfirvaraskeggi, eða að minnsta kosti ekki fyrr en Mottumars 2022 hefst. Í liðaflokki voru það starfsmenn HS Orku sem náðu í flest áheit. Söfnuðu þeir alls fyrir 1.239.000 krónur, sem verður að teljast afar frábær árangur. Hjá HS Orku voru þátttakendur í átakinu, eða þeir sem söfnuðu yfirvaraskeggi, alls 13 talsins og fengu þeir allir gjafapoka að launum. Miðað við myndirnar litu þeir líka allir einstaklega vel út með yfirvaraskegg og samkvæmt heimildum Krabbameinsfélagsins ætla einhverjir að taka það upp sem varanlegt „lúkk“. Rétt er að taka fram að HS Orka tvöfaldaði framlag síns hóps í áheitum. Rakarastofan Herramenn í Kópavogi sá síðan um að velja „fegurstu mottuna“, það yfirvaraskegg sem skaraði fram úr á fagurfræðilegan hátt. Þar var það Guðmundur bakari frá Selfossi sem var ósnertanlegur. Hann sagði við tilefnið að það hafi verið bandaríski kvikmyndaleikarinn Val Kilmer, þá sérstaklega í vestranum Tombstone eða Legsteinn, sem hafi verið honum innblástur. Alls söfnuðust 12.210.726 krónur í áheitakeppni Mottumars í ár og voru þátttakendur á sjöunda hundraðið. Áheitavefurinn verður þá enn opinn út marsmánuð, vilji fólk enn styðja sinn mann, og verður hægt að kaupa Mottumarssokka í verslunum um allt land, sem og í vefverslun Krabbameinsfélagsins.
Skimun fyrir krabbameini Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Tíska og hönnun Hafa aldrei rifist Lífið Fleiri fréttir Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið