Innlent

Engar upp­lýsingar um fleiri smit í Hlíða­skóla

Atli Ísleifsson skrifar
Nemendur í unglingadeild Hlíðaskóla eru nú í sóttkví.
Nemendur í unglingadeild Hlíðaskóla eru nú í sóttkví. Hlíðaskóli

Skólastjórnendum í Hlíðaskóla í Reykjavík hafa ekki borist upplýsingar um að fleiri nemendur eða starfsmenn hafi smitast af kórónuveirunni.

Þetta staðfesti Berglind Stefánsdóttir skólastjóri í samtali við Vísi um klukkan 11 í morgun.

Greint var frá því í gær að nemandi í unglingadeild Hlíðaskóla hafi greinst með kórónuveiruna á þriðjudag og var því ákveðið að senda alla nemendur skólans í 8., 9. og 10. bekk í sóttkví. Þetta kom fram í bréfi skólastjórnenda til foreldra í gærkvöldi.

Í heildina eru 152 nemendur og átta starfsmenn skólans nú í sóttkví.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×