Ekki stendur til að byrja að bólusetja börn Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2021 12:00 Grunnskólum hefur verið lokað til að hefta útbreiðslu breska afbrigðisins. Vísir/Vilhelm Ekki stendur til að breyta forgangsröðun í bólusetningu við Covid-19 hér á landi eða hefja bólusetningar á börnum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Greint hefur verið frá því að nýlegar hópsýkingar séu drifnar áfram af hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar en rannsóknir benda til að afbrigðið sé meira smitandi og leggist frekar á börn og ungmenni en önnur afbrigði. Sautján börn eru nú í einangrun með virkt smit og hafa smit komið upp í fjórum grunnskólum í Reykjavík. Grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum var lokað í dag þegar hertar sóttvarnatakmarkanir tóku gildi og verður staðarnám óheimilt fram til 1. apríl hið minnsta. Rannsóknir á breska afbrigðinu benda til að það geti valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og fólki undir fjörutíu ára aldri, sem er sá aldurshópur sem hingað til hefur sloppið hvað best við alvarleg einkenni. Bíða eftir niðurstöðum rannsókna Í núverandi bólusetningaáætlun stjórnvalda er einungis gert ráð fyrir því að bólusetja fullorðna einstaklinga gegn Covid-19. Byggðist þessi ákvörðun á gögnum sem sýndu að börn væru ólíklegri til að smitast af kórónuveirunni og veikjast alvarlega en aðrir aldurshópar. Þá hafa rannsóknir á bóluefnum síður náð til barna. „Erlendis er verið að gera rannsóknir á því hvernig bólusetning virkar hjá börnum og við bíðum eftir þeim niðurstöðum áður en við förum að ráðleggja bólusetningar hjá börnum,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundinum. Kúlurnar eigi líka við um börn Fram kom í máli sóttvarnalæknis að síðustu daga hafi flest hinna nýju smita greinst hjá grunnskólabörnum. Aðspurður um það hvort sérstaklega ætti að takmarka blöndun milli ólíkra hópa barna áréttaði hann að núgildandi tíu manna fjöldatakmörk ná sömuleiðis til barna fædd 2014 eða fyrr. Kúlurnar margumtöluðu eigi ekki síður við um þennan hóp. „Ef við hugsum um hver grunnhugmyndin er í sýkingavörnum gegn þessari veiru þá er það að koma í veg fyrir blöndun,samskipti og stóra hópamyndun eins og mögulegt er. Ég held að það ætti auðvitað að reyna að halda því í lágmarki. Við erum ekki með neinar sérstakar leiðbeiningar um hverjir mega hittast, börn sama bekkjar eða milli bekkja eða eitthvað slíkt en ég held að menn eigi að hafa þessar grunnreglur í huga og reyna að fara eftir þeim eins vel eins og mögulegt er.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34 Tuttugu greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33 Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30 Breska afbrigðið auki líkur á innlögn Ný norsk rannsókn sýnir að fólk er 2,6 sinnum líklegra til þess að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda ef það smitast af breska afbrigðinu samanborið við upprunalega afbrigðið. Breska afbrigðið hefur verið í mikilli útbreiðslu í Noregi. 22. mars 2021 22:38 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Sjá meira
Greint hefur verið frá því að nýlegar hópsýkingar séu drifnar áfram af hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar en rannsóknir benda til að afbrigðið sé meira smitandi og leggist frekar á börn og ungmenni en önnur afbrigði. Sautján börn eru nú í einangrun með virkt smit og hafa smit komið upp í fjórum grunnskólum í Reykjavík. Grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum var lokað í dag þegar hertar sóttvarnatakmarkanir tóku gildi og verður staðarnám óheimilt fram til 1. apríl hið minnsta. Rannsóknir á breska afbrigðinu benda til að það geti valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og fólki undir fjörutíu ára aldri, sem er sá aldurshópur sem hingað til hefur sloppið hvað best við alvarleg einkenni. Bíða eftir niðurstöðum rannsókna Í núverandi bólusetningaáætlun stjórnvalda er einungis gert ráð fyrir því að bólusetja fullorðna einstaklinga gegn Covid-19. Byggðist þessi ákvörðun á gögnum sem sýndu að börn væru ólíklegri til að smitast af kórónuveirunni og veikjast alvarlega en aðrir aldurshópar. Þá hafa rannsóknir á bóluefnum síður náð til barna. „Erlendis er verið að gera rannsóknir á því hvernig bólusetning virkar hjá börnum og við bíðum eftir þeim niðurstöðum áður en við förum að ráðleggja bólusetningar hjá börnum,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundinum. Kúlurnar eigi líka við um börn Fram kom í máli sóttvarnalæknis að síðustu daga hafi flest hinna nýju smita greinst hjá grunnskólabörnum. Aðspurður um það hvort sérstaklega ætti að takmarka blöndun milli ólíkra hópa barna áréttaði hann að núgildandi tíu manna fjöldatakmörk ná sömuleiðis til barna fædd 2014 eða fyrr. Kúlurnar margumtöluðu eigi ekki síður við um þennan hóp. „Ef við hugsum um hver grunnhugmyndin er í sýkingavörnum gegn þessari veiru þá er það að koma í veg fyrir blöndun,samskipti og stóra hópamyndun eins og mögulegt er. Ég held að það ætti auðvitað að reyna að halda því í lágmarki. Við erum ekki með neinar sérstakar leiðbeiningar um hverjir mega hittast, börn sama bekkjar eða milli bekkja eða eitthvað slíkt en ég held að menn eigi að hafa þessar grunnreglur í huga og reyna að fara eftir þeim eins vel eins og mögulegt er.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34 Tuttugu greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33 Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30 Breska afbrigðið auki líkur á innlögn Ný norsk rannsókn sýnir að fólk er 2,6 sinnum líklegra til þess að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda ef það smitast af breska afbrigðinu samanborið við upprunalega afbrigðið. Breska afbrigðið hefur verið í mikilli útbreiðslu í Noregi. 22. mars 2021 22:38 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Eldur á Álfhólsvegi Innlent Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Innlent Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Sjá meira
Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34
Tuttugu greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33
Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30
Breska afbrigðið auki líkur á innlögn Ný norsk rannsókn sýnir að fólk er 2,6 sinnum líklegra til þess að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda ef það smitast af breska afbrigðinu samanborið við upprunalega afbrigðið. Breska afbrigðið hefur verið í mikilli útbreiðslu í Noregi. 22. mars 2021 22:38
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent