Ekki stendur til að byrja að bólusetja börn Eiður Þór Árnason skrifar 25. mars 2021 12:00 Grunnskólum hefur verið lokað til að hefta útbreiðslu breska afbrigðisins. Vísir/Vilhelm Ekki stendur til að breyta forgangsröðun í bólusetningu við Covid-19 hér á landi eða hefja bólusetningar á börnum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Greint hefur verið frá því að nýlegar hópsýkingar séu drifnar áfram af hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar en rannsóknir benda til að afbrigðið sé meira smitandi og leggist frekar á börn og ungmenni en önnur afbrigði. Sautján börn eru nú í einangrun með virkt smit og hafa smit komið upp í fjórum grunnskólum í Reykjavík. Grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum var lokað í dag þegar hertar sóttvarnatakmarkanir tóku gildi og verður staðarnám óheimilt fram til 1. apríl hið minnsta. Rannsóknir á breska afbrigðinu benda til að það geti valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og fólki undir fjörutíu ára aldri, sem er sá aldurshópur sem hingað til hefur sloppið hvað best við alvarleg einkenni. Bíða eftir niðurstöðum rannsókna Í núverandi bólusetningaáætlun stjórnvalda er einungis gert ráð fyrir því að bólusetja fullorðna einstaklinga gegn Covid-19. Byggðist þessi ákvörðun á gögnum sem sýndu að börn væru ólíklegri til að smitast af kórónuveirunni og veikjast alvarlega en aðrir aldurshópar. Þá hafa rannsóknir á bóluefnum síður náð til barna. „Erlendis er verið að gera rannsóknir á því hvernig bólusetning virkar hjá börnum og við bíðum eftir þeim niðurstöðum áður en við förum að ráðleggja bólusetningar hjá börnum,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundinum. Kúlurnar eigi líka við um börn Fram kom í máli sóttvarnalæknis að síðustu daga hafi flest hinna nýju smita greinst hjá grunnskólabörnum. Aðspurður um það hvort sérstaklega ætti að takmarka blöndun milli ólíkra hópa barna áréttaði hann að núgildandi tíu manna fjöldatakmörk ná sömuleiðis til barna fædd 2014 eða fyrr. Kúlurnar margumtöluðu eigi ekki síður við um þennan hóp. „Ef við hugsum um hver grunnhugmyndin er í sýkingavörnum gegn þessari veiru þá er það að koma í veg fyrir blöndun,samskipti og stóra hópamyndun eins og mögulegt er. Ég held að það ætti auðvitað að reyna að halda því í lágmarki. Við erum ekki með neinar sérstakar leiðbeiningar um hverjir mega hittast, börn sama bekkjar eða milli bekkja eða eitthvað slíkt en ég held að menn eigi að hafa þessar grunnreglur í huga og reyna að fara eftir þeim eins vel eins og mögulegt er.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34 Tuttugu greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33 Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30 Breska afbrigðið auki líkur á innlögn Ný norsk rannsókn sýnir að fólk er 2,6 sinnum líklegra til þess að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda ef það smitast af breska afbrigðinu samanborið við upprunalega afbrigðið. Breska afbrigðið hefur verið í mikilli útbreiðslu í Noregi. 22. mars 2021 22:38 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Greint hefur verið frá því að nýlegar hópsýkingar séu drifnar áfram af hinu svokallaða breska afbrigði kórónuveirunnar en rannsóknir benda til að afbrigðið sé meira smitandi og leggist frekar á börn og ungmenni en önnur afbrigði. Sautján börn eru nú í einangrun með virkt smit og hafa smit komið upp í fjórum grunnskólum í Reykjavík. Grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum var lokað í dag þegar hertar sóttvarnatakmarkanir tóku gildi og verður staðarnám óheimilt fram til 1. apríl hið minnsta. Rannsóknir á breska afbrigðinu benda til að það geti valdið alvarlegum veikindum hjá ungu fólki og fólki undir fjörutíu ára aldri, sem er sá aldurshópur sem hingað til hefur sloppið hvað best við alvarleg einkenni. Bíða eftir niðurstöðum rannsókna Í núverandi bólusetningaáætlun stjórnvalda er einungis gert ráð fyrir því að bólusetja fullorðna einstaklinga gegn Covid-19. Byggðist þessi ákvörðun á gögnum sem sýndu að börn væru ólíklegri til að smitast af kórónuveirunni og veikjast alvarlega en aðrir aldurshópar. Þá hafa rannsóknir á bóluefnum síður náð til barna. „Erlendis er verið að gera rannsóknir á því hvernig bólusetning virkar hjá börnum og við bíðum eftir þeim niðurstöðum áður en við förum að ráðleggja bólusetningar hjá börnum,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundinum. Kúlurnar eigi líka við um börn Fram kom í máli sóttvarnalæknis að síðustu daga hafi flest hinna nýju smita greinst hjá grunnskólabörnum. Aðspurður um það hvort sérstaklega ætti að takmarka blöndun milli ólíkra hópa barna áréttaði hann að núgildandi tíu manna fjöldatakmörk ná sömuleiðis til barna fædd 2014 eða fyrr. Kúlurnar margumtöluðu eigi ekki síður við um þennan hóp. „Ef við hugsum um hver grunnhugmyndin er í sýkingavörnum gegn þessari veiru þá er það að koma í veg fyrir blöndun,samskipti og stóra hópamyndun eins og mögulegt er. Ég held að það ætti auðvitað að reyna að halda því í lágmarki. Við erum ekki með neinar sérstakar leiðbeiningar um hverjir mega hittast, börn sama bekkjar eða milli bekkja eða eitthvað slíkt en ég held að menn eigi að hafa þessar grunnreglur í huga og reyna að fara eftir þeim eins vel eins og mögulegt er.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34 Tuttugu greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33 Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30 Breska afbrigðið auki líkur á innlögn Ný norsk rannsókn sýnir að fólk er 2,6 sinnum líklegra til þess að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda ef það smitast af breska afbrigðinu samanborið við upprunalega afbrigðið. Breska afbrigðið hefur verið í mikilli útbreiðslu í Noregi. 22. mars 2021 22:38 Mest lesið Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Skýtur fast á Kristrúnu: „Þetta heitir að skrópa í vinnunni“ Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Sjá meira
Fjölmargir foreldrar halda börnum sínum heima og hljóðið þungt í leikskólakennurum Hljóðið er þungt í leikskólakennurum að sögn formanns félags leikskólakennara. Hann segir stjórnvöld taka óþarfa áhættu með því að halda leikskólum opnum fram að páskafríi. Formaður skóla- og frístundasviðs segir að fámennt verði á leikskólum í dag og á morgun. Fjölmargir foreldrar hafi ákveðið að halda börnum sínum heima. 25. mars 2021 11:34
Tuttugu greinst smitaðir í tengslum við klasasmit og um 500 í sóttkví Enn hefur ekki tekist að rekja klasasmit í fjölskyldu á höfuðborgarsvæðinu en um 500 manns hafa þurft að fara í sóttkví vegna smitsins og um 20 greinst jákvæðir, þar af voru sex utan sóttkvíar. 25. mars 2021 11:33
Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust í gær Ellefu nemendur Laugarnesskóla greindust með kórónuveiruna í gær. Björn Gunnlaugsson aðstoðarskólastjóri segir að „lokatölur“ hafi borist nú um klukkan 11. 24. mars 2021 11:30
Breska afbrigðið auki líkur á innlögn Ný norsk rannsókn sýnir að fólk er 2,6 sinnum líklegra til þess að þurfa á sjúkrahúsinnlögn að halda ef það smitast af breska afbrigðinu samanborið við upprunalega afbrigðið. Breska afbrigðið hefur verið í mikilli útbreiðslu í Noregi. 22. mars 2021 22:38