Umfjöllun: Ísland - Rússland 1-4 | Niðurlæging í Györ Anton Ingi Leifsson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 25. mars 2021 18:50 Willum Þór Willumsson í baráttunni í Györ í kvöld. Hann lagði upp eina mark Íslands í leiknum. epa/Tamas Vasvari Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. Rússarnir yfirspiluðu íslenska liðið í fyrri hálfleik, sér í lagi síðara hluta fyrri hálfleiks og leiknum var í raun lokið í hálfleik. Það sem kom helst á óvart við uppstillingu Íslands Það nokkuð á óvart að Kolbeinn Þórðarson var hægri bakvörður íslenska liðsins í dag og Hörður Ingi Gunnarsson var því í þeim vinstri. Kolbeinn hefur leikið þá stöðu með Lommel í belgísku B-deildinni og fékk því traustið. Alfons Sampsted var aðal hægri bakvörður Íslands í undankeppninni en hann í byrjunarliði íslenska A-landsliðsins sem mætir Þýskalandi í kvöld. Þá voru Ari Leifsson og Róbert Orri Þorkelsson miðverðir en Ísak Óli Ólafsson mátti gera sér það að góðu að sitja á bekknum. Alex Þór Hauksson, Willum Willumsson og Stefán Teitur Þórðarson vor á miðjunni og þrír fremstu voru þeir Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson. Mikael Anderson glímdi við meiðsli og var á meðal varamanna. Hann kom inn af bekknum í síðari hálfleik. Byrjunarlið U21 karla gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á EM 2021!Leikurinn er í beinni útsendingu á @ruvithrottir kl. 17:00!Our starting lineup for our first game at EURO 2021!#fyririsland pic.twitter.com/j147qtKWWo— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 25, 2021 Róleg byrjun Rússarnir byrjuðu betur. Þeir stýrðu ferðinni og íslenska liðinu gekk illa að halda í boltann. Þeir fóru mikið upp vængina, í átt að Herði Inga og Kolbeini, og voru duglegir að tvöfalda á þá. Þeir sköpuðu þó ekki nein opin marktækifæri til að byrja með. Íslenska liðið náði ekki að tengja saman margar sendingar í upphafi leiksins og treysti á föst leikatriði, ekki að það sé eitthvað nýtt að íslenska landsliðið treysti á föst leikatriði á stórmóti. Hægt og rólega virtust svo íslensku strákarnir vera vinna sig betur inn í leikinn og besta sókn liðsins í fyrir hálfleik kom eftir um stundarfjórðung en jafnræðið var ansi mikið með liðunum fyrri hlutann. Upphafið að endinum Rússarnir komust yfir á 30. mínútu leiksins. Íslenska liðið reyndi að pressa hátt á vellinum en Rússarnir komust í gegnum þá pressu. Þeir fóru upp hægri vænginn og náðu að komast á bak við íslensku vörnina sem endaði með því að Róbert Orri Þorkelsson braut klaufalega af sér. Fedor Chalov fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Rússar komnir yfir 1-0. Róbert Orri brýtur óheppilega á Arsen Zakharyan inni í teig og vítaspyrna dæmd. Fedor Chalov skorar örugglega út vítinu. pic.twitter.com/9utwxWmNFc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 25, 2021 Sundurspilaðir undir lok fyrri hálfleiks Ekki skánaði staðan fyrir íslenska liðið skömmu fyrir hálfleik er Rússarnir tvöfölduðu forystuna. Enn á ný komust Rússarnir á bak við bakverði íslenska liðsins og Fedor Chalov gaf frábæra sendingu inn fyrir á Nayair Tiknizyan sem vippaði boltann skemmtilega yfir varnarlausan Patrik Gunnarsson í markinu. Algjörlega frábær sókn Rússa og íslenska liðið leit út eins og keilur er Rússarnir stungu sér fram hjá þeim. Rússland er komið 2-0 yfir. Fedor Chalov á stoðsendingu á Nayair Tiknizyan sem tvöfaldar forystu Rússa. pic.twitter.com/SShQvrN1SL— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 25, 2021 Leiknum var svo í raun lokið í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þá fóru Rússarnir í gegnum miðja vörn íslenska liðsins, sem var algjörlega varnarlaus. Ari Leifsson leit ansi illa út er Arsen Zakharyan rölti fram hjá honum og kom boltanum í netið. Myndavélin sýndi Patrik Sigurð Gunnarsson, markvörð, vægast sagt svekktan og í raun reiðan enda varnarleikur Íslands ekki til útflutnings. Staðan því 3-0 í hálfleik þar sem tvö markanna komu á síðustu þremur mínútum hálfleiksins. Aðeins meira líf eftir að Rússarnir gerðu skiptingar Áfram hélt veisla Rússlands í upphafi síðari hálfleik. Aftur var varnarleikur Íslands ekki upp á marga fiska. Denis Makarov fékk þá boltann í teignum, lék sér að bæði Herði Inga og Willum Þór áður en hann hamraði boltanum í fjærhornið. Þó Makarov hafi gert vel þá var þetta alltof einfalt mark. Hægt væri að líja þessu við að hann væri einfaldlega út á sparkvelli að leika sér! Rússar gera fjórða markið. Íslenska liðið virðist alls ekki tilbúið í þetta verkefni. Denis Makarov gerði markið. pic.twitter.com/Yme80Ltgh3— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 25, 2021 Íslenska liðið náði þó að klóra í bakkann þegar klukkutími var liðinn af leiknum. Willum Þór átti frábæra fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem maðurinn með markanefið, Sveinn Aron Guðjohnsen, var einn á auðum sjó og skallaði boltann í netið. Besta sókn Íslands síðan á fimmtándu mínútu leiksins. Eftir þetta fjaraði leikurinn svo í raun út. Rússarnir gerðu fjölda skiptinga sem riðluðu þeirra leik á meðan íslenska liðið beið með sínar en þjálfarateymið nýtti þær á endanum. Mörkin urðu þar af leiðandi ekki fleiri og Ísland byrjar Evrópumótið á 4-1 tapi gegn Rússlandi. Lykilmenn áttu erfitt uppdráttar Það þarf ekki að fara í kringum hlutina þegar það er sagt að lykilmenn íslenska lðiðsins áttu erfitt uppdráttar. Fyrir leik var mikil spenna í kringum Róberti Orra í vörninni sem og auðvitað Ísak Bergmann. Sá síðarnefndi lék í stöðu hægri vængmanns í dag og kom varla við boltann í leiknum áður en hann var tekinn af velli. Þá voru margir aðrir leikmenn íslenska liðsins ekki að eiga sinn besta dag. Jón Dagur var manna sprækastur framan af án þess þó að ná að skapa opin marktækifæri enda var reglulega brotið á honum. Willum Þór gerði vel í marki Íslands sem og Sveinn Aron. MARK! Sveinn Aron Guðjohnsen með frábæran skalla og minnkar muninn fyrir Ísland í 4-1! pic.twitter.com/bFUbblQShM— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 25, 2021 Hvað næst? Íslenska liðið þarf að rífa sig upp sem fyrst og gera betur, mun betur, enda enginn tími til að svekkja sig þar sem liðið mætir Dönum strax á sunudaginn. Danir eru að öllum líkindum með betra lið en Rússarnir eru með. Þeir spila síðar í kvöld gegn einkar sterku liði Frakklands. EM U21 í fótbolta 2021
Íslenska U-21 árs landslið fékk enga draumabyrjun á Evrópumótinu í Györ í Ungverjalandi því liðið tapaði 4-1 gegn Rússlandi í fyrsta leik. Rússarnir yfirspiluðu íslenska liðið í fyrri hálfleik, sér í lagi síðara hluta fyrri hálfleiks og leiknum var í raun lokið í hálfleik. Það sem kom helst á óvart við uppstillingu Íslands Það nokkuð á óvart að Kolbeinn Þórðarson var hægri bakvörður íslenska liðsins í dag og Hörður Ingi Gunnarsson var því í þeim vinstri. Kolbeinn hefur leikið þá stöðu með Lommel í belgísku B-deildinni og fékk því traustið. Alfons Sampsted var aðal hægri bakvörður Íslands í undankeppninni en hann í byrjunarliði íslenska A-landsliðsins sem mætir Þýskalandi í kvöld. Þá voru Ari Leifsson og Róbert Orri Þorkelsson miðverðir en Ísak Óli Ólafsson mátti gera sér það að góðu að sitja á bekknum. Alex Þór Hauksson, Willum Willumsson og Stefán Teitur Þórðarson vor á miðjunni og þrír fremstu voru þeir Jón Dagur Þorsteinsson, Sveinn Aron Guðjohnsen og Ísak Bergmann Jóhannesson. Mikael Anderson glímdi við meiðsli og var á meðal varamanna. Hann kom inn af bekknum í síðari hálfleik. Byrjunarlið U21 karla gegn Rússlandi í fyrsta leik liðsins á EM 2021!Leikurinn er í beinni útsendingu á @ruvithrottir kl. 17:00!Our starting lineup for our first game at EURO 2021!#fyririsland pic.twitter.com/j147qtKWWo— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 25, 2021 Róleg byrjun Rússarnir byrjuðu betur. Þeir stýrðu ferðinni og íslenska liðinu gekk illa að halda í boltann. Þeir fóru mikið upp vængina, í átt að Herði Inga og Kolbeini, og voru duglegir að tvöfalda á þá. Þeir sköpuðu þó ekki nein opin marktækifæri til að byrja með. Íslenska liðið náði ekki að tengja saman margar sendingar í upphafi leiksins og treysti á föst leikatriði, ekki að það sé eitthvað nýtt að íslenska landsliðið treysti á föst leikatriði á stórmóti. Hægt og rólega virtust svo íslensku strákarnir vera vinna sig betur inn í leikinn og besta sókn liðsins í fyrir hálfleik kom eftir um stundarfjórðung en jafnræðið var ansi mikið með liðunum fyrri hlutann. Upphafið að endinum Rússarnir komust yfir á 30. mínútu leiksins. Íslenska liðið reyndi að pressa hátt á vellinum en Rússarnir komust í gegnum þá pressu. Þeir fóru upp hægri vænginn og náðu að komast á bak við íslensku vörnina sem endaði með því að Róbert Orri Þorkelsson braut klaufalega af sér. Fedor Chalov fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Rússar komnir yfir 1-0. Róbert Orri brýtur óheppilega á Arsen Zakharyan inni í teig og vítaspyrna dæmd. Fedor Chalov skorar örugglega út vítinu. pic.twitter.com/9utwxWmNFc— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 25, 2021 Sundurspilaðir undir lok fyrri hálfleiks Ekki skánaði staðan fyrir íslenska liðið skömmu fyrir hálfleik er Rússarnir tvöfölduðu forystuna. Enn á ný komust Rússarnir á bak við bakverði íslenska liðsins og Fedor Chalov gaf frábæra sendingu inn fyrir á Nayair Tiknizyan sem vippaði boltann skemmtilega yfir varnarlausan Patrik Gunnarsson í markinu. Algjörlega frábær sókn Rússa og íslenska liðið leit út eins og keilur er Rússarnir stungu sér fram hjá þeim. Rússland er komið 2-0 yfir. Fedor Chalov á stoðsendingu á Nayair Tiknizyan sem tvöfaldar forystu Rússa. pic.twitter.com/SShQvrN1SL— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 25, 2021 Leiknum var svo í raun lokið í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Þá fóru Rússarnir í gegnum miðja vörn íslenska liðsins, sem var algjörlega varnarlaus. Ari Leifsson leit ansi illa út er Arsen Zakharyan rölti fram hjá honum og kom boltanum í netið. Myndavélin sýndi Patrik Sigurð Gunnarsson, markvörð, vægast sagt svekktan og í raun reiðan enda varnarleikur Íslands ekki til útflutnings. Staðan því 3-0 í hálfleik þar sem tvö markanna komu á síðustu þremur mínútum hálfleiksins. Aðeins meira líf eftir að Rússarnir gerðu skiptingar Áfram hélt veisla Rússlands í upphafi síðari hálfleik. Aftur var varnarleikur Íslands ekki upp á marga fiska. Denis Makarov fékk þá boltann í teignum, lék sér að bæði Herði Inga og Willum Þór áður en hann hamraði boltanum í fjærhornið. Þó Makarov hafi gert vel þá var þetta alltof einfalt mark. Hægt væri að líja þessu við að hann væri einfaldlega út á sparkvelli að leika sér! Rússar gera fjórða markið. Íslenska liðið virðist alls ekki tilbúið í þetta verkefni. Denis Makarov gerði markið. pic.twitter.com/Yme80Ltgh3— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 25, 2021 Íslenska liðið náði þó að klóra í bakkann þegar klukkutími var liðinn af leiknum. Willum Þór átti frábæra fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem maðurinn með markanefið, Sveinn Aron Guðjohnsen, var einn á auðum sjó og skallaði boltann í netið. Besta sókn Íslands síðan á fimmtándu mínútu leiksins. Eftir þetta fjaraði leikurinn svo í raun út. Rússarnir gerðu fjölda skiptinga sem riðluðu þeirra leik á meðan íslenska liðið beið með sínar en þjálfarateymið nýtti þær á endanum. Mörkin urðu þar af leiðandi ekki fleiri og Ísland byrjar Evrópumótið á 4-1 tapi gegn Rússlandi. Lykilmenn áttu erfitt uppdráttar Það þarf ekki að fara í kringum hlutina þegar það er sagt að lykilmenn íslenska lðiðsins áttu erfitt uppdráttar. Fyrir leik var mikil spenna í kringum Róberti Orra í vörninni sem og auðvitað Ísak Bergmann. Sá síðarnefndi lék í stöðu hægri vængmanns í dag og kom varla við boltann í leiknum áður en hann var tekinn af velli. Þá voru margir aðrir leikmenn íslenska liðsins ekki að eiga sinn besta dag. Jón Dagur var manna sprækastur framan af án þess þó að ná að skapa opin marktækifæri enda var reglulega brotið á honum. Willum Þór gerði vel í marki Íslands sem og Sveinn Aron. MARK! Sveinn Aron Guðjohnsen með frábæran skalla og minnkar muninn fyrir Ísland í 4-1! pic.twitter.com/bFUbblQShM— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) March 25, 2021 Hvað næst? Íslenska liðið þarf að rífa sig upp sem fyrst og gera betur, mun betur, enda enginn tími til að svekkja sig þar sem liðið mætir Dönum strax á sunudaginn. Danir eru að öllum líkindum með betra lið en Rússarnir eru með. Þeir spila síðar í kvöld gegn einkar sterku liði Frakklands.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti