Laugarnesskólasmitið komið í Hafnarfjörð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2021 10:40 Um sex hundruð nemendur eru í Öldutúnsskóla. Allir 180 nemendur á unglingastigi Öldutúnsskóla og tuttugu kennarar eru komnir í úrvinnslusóttkví eftir að í ljós kom í gærkvöldi að nemandi á unglingastigi væri smitaður af Covid-19. Valdimar Víðisson skólastjóri segir nemandann hafa verið í samneyti við nemendur í Laugarnesskóla þar sem tólf höfðu í gær greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar. Ellefu í fyrradag og einn um síðustu helgi. Mbl.is greindi fyrst frá. Valdimar skólastjóri segir að nemandinn hafi verið í skólanum á þriðjudaginn og svo farið í sóttkví á þriðjudagskvöld. Lítið samneyti þeirra yngri og eldri „Við erum að rekja ferðir hans innan skólans og samneyti við nemendur og starfsmenn. Það er alveg ljóst að það verður töluvert stór hópur sem þarf að halda áfram í sóttkví, ef ekki allir.“ Um sex hundruð krakkar nema við Öldutúnsskóla í fyrsta til tíunda bekk. Valdimar segir að yngra stigið sé ekki í annarri byggingu en samneyti við unglingastigið mjög takmarkað. Nemendur geti mæst á göngum en noti aðskilin salerni og samneyti sé lítið. „Núna klukkan hálf ellefu er ekki talið að fyrsti til sjöundi bekkur sé útsettur fyrir smiti.“ Hann segir vinnu standa yfir innan skólans í samvinnu við smitrakningateymið. Leiðindaafbrigðið sem það breska sé „Þetta er rakið til samneytis nemenda við börn í Laugarnesskóla. Þetta er orðið svo skuggalegt á milli barnanna, þetta nýja leiðindaafbrigði sem breska afbrigðið er.“ Fram hefur komið að breska afbrigðið er meira smitandi og veldur frekar veikindum en þau afbrigði sem hafi verið ríkjandi undanfarið ár á Íslandi. Þá smitast börn frekar af því. Í ljósi þess var skólum utan leikskóla lokað í gær og gilda samkomutakmarkarnir einnig um börn á grunnskólaaldri. Sex greindust innanlands með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. Nánar hér. Hafnarfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Ekki stendur til að byrja að bólusetja börn Ekki stendur til að breyta forgangsröðun í bólusetningu við Covid-19 hér á landi eða hefja bólusetningar á börnum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. 25. mars 2021 12:00 Uppfært: Enginn úr Laugarnesskóla greindist með veiruna í gær Skólastjórnendur í Laugarnesskóla hafa fengið þær upplýsingar að enginn nemandi hafi greinst í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær. Áður töldu þeir sig vita að einhverjir hefðu greinst. 25. mars 2021 10:22 Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Valdimar Víðisson skólastjóri segir nemandann hafa verið í samneyti við nemendur í Laugarnesskóla þar sem tólf höfðu í gær greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar. Ellefu í fyrradag og einn um síðustu helgi. Mbl.is greindi fyrst frá. Valdimar skólastjóri segir að nemandinn hafi verið í skólanum á þriðjudaginn og svo farið í sóttkví á þriðjudagskvöld. Lítið samneyti þeirra yngri og eldri „Við erum að rekja ferðir hans innan skólans og samneyti við nemendur og starfsmenn. Það er alveg ljóst að það verður töluvert stór hópur sem þarf að halda áfram í sóttkví, ef ekki allir.“ Um sex hundruð krakkar nema við Öldutúnsskóla í fyrsta til tíunda bekk. Valdimar segir að yngra stigið sé ekki í annarri byggingu en samneyti við unglingastigið mjög takmarkað. Nemendur geti mæst á göngum en noti aðskilin salerni og samneyti sé lítið. „Núna klukkan hálf ellefu er ekki talið að fyrsti til sjöundi bekkur sé útsettur fyrir smiti.“ Hann segir vinnu standa yfir innan skólans í samvinnu við smitrakningateymið. Leiðindaafbrigðið sem það breska sé „Þetta er rakið til samneytis nemenda við börn í Laugarnesskóla. Þetta er orðið svo skuggalegt á milli barnanna, þetta nýja leiðindaafbrigði sem breska afbrigðið er.“ Fram hefur komið að breska afbrigðið er meira smitandi og veldur frekar veikindum en þau afbrigði sem hafi verið ríkjandi undanfarið ár á Íslandi. Þá smitast börn frekar af því. Í ljósi þess var skólum utan leikskóla lokað í gær og gilda samkomutakmarkarnir einnig um börn á grunnskólaaldri. Sex greindust innanlands með Covid-19 í gær og var einn utan sóttkvíar. Nánar hér.
Hafnarfjörður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Ekki stendur til að byrja að bólusetja börn Ekki stendur til að breyta forgangsröðun í bólusetningu við Covid-19 hér á landi eða hefja bólusetningar á börnum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. 25. mars 2021 12:00 Uppfært: Enginn úr Laugarnesskóla greindist með veiruna í gær Skólastjórnendur í Laugarnesskóla hafa fengið þær upplýsingar að enginn nemandi hafi greinst í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær. Áður töldu þeir sig vita að einhverjir hefðu greinst. 25. mars 2021 10:22 Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32 Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Ekki stendur til að byrja að bólusetja börn Ekki stendur til að breyta forgangsröðun í bólusetningu við Covid-19 hér á landi eða hefja bólusetningar á börnum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. 25. mars 2021 12:00
Uppfært: Enginn úr Laugarnesskóla greindist með veiruna í gær Skólastjórnendur í Laugarnesskóla hafa fengið þær upplýsingar að enginn nemandi hafi greinst í sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær. Áður töldu þeir sig vita að einhverjir hefðu greinst. 25. mars 2021 10:22
Leikskólabörn í Laugarnesi í úrvinnslusóttkví Leikskólabörn og starfsfólk leikskólanna Laugasólar og Hofs í Laugarneshverfi í Reykjavík eru komin í úrvinnslusóttkví. 25. mars 2021 08:32