Þakklátur Kári segir hvorki þurfa að óttast bóluefni AstraZeneca né Sputnik V Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. mars 2021 15:19 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var kátur í Laugardalshöll í dag. Eftir margra mánaða fræðilega stúdíu á bóluefnum gegn Covid-19 var komið að verklega hlutanum. Vísir/Sigurjón Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, var meðal þeirra sem fengu bólusetningu við Covid-19 nú síðdegis. Um fjögur þúsund manns var boðið í Laugardalshöllina í dag þar sem notast var við bóluefni AstraZeneca. Kári sagðist vera mjög þakklátur fyrir að hafa fengið bóluefni og hvetur alla til að þiggja slíkt boð. Ekki sé ástæða til að óttast öryggi bóluefnisins frá AstraZenca. „Ég held að þetta bóluefni frá AstraZeneca sé að öllum líkindum svipað bóluefnunum frá Pfizer og Moderna. Það er bara óheppilegt að sagan í kringum AstraZeneca bóluefnið varð dálítið klaufaleg en þegar maður skoðar gögnin þá er þetta afskaplega gott bóluefni og líkur á aukaverkunum næstum því engar,“ sagði hann í samtali við fréttastofu skömmu eftir bólusetningu í Laugardalshöll. Mikill fjöldi lagði leið sína í Laugardalshöll í dag.Vísir/Sigurjón Bóluefnið í boði fyrir 70 ára og eldri Hlé var um tíma gert á notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi á meðan athugun fór fram á tilfellum blóðtappa. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í gær að rannsóknir hafi nú sýnt að blóðsega- og blæðingavandamál kæmu nær eingöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um hefja notkun efnisins aftur og verður það fyrst um sinn gefið 70 ára og eldri. Sömuleiðis benda nýleg gögn til þess að bóluefnið sé jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá þeim yngri og fækki tilfellum Covid-19 um 85 prósent. Er það svipað hlutfall og hjá bóluefni Pfizer/BioNTech og Moderna. „Það má ekki gleyma því að það er verið að bólusetja tugi milljóna með þessum bóluefnum. Tölfræðin segir okkur að eitthvað af þessu fólki sem er bólusett hlýtur að fá alvarlega sjúkdóma vegna þess að þetta bóluefni ver mann bara fyrir Covid en engu öðru,“ sagði Kári. Svo það hefur aldrei verið efi í þínum huga, jafnvel á meðan það voru fréttir um að það væri verið að skoða þetta? „Nei. Mjög lítill efi.“ Kári fylgdi ekki tilmælum heilsugæslunnar um að mæta í stuttermabol innst klæða.Vísir/Sigurjón Til í Sputnik V Kári segir það bagalegt að Íslendingar séu að fá færri skammta af bóluefni en vonast var til og að það hefði verið mjög gott ef hægt yrði að bólusetja meirihluta landsmanna fyrir sumarið. Nú sé þó ekki útlit fyrir að svo verði. Aðspurður um hvort hann telji að stjórnvöld eigi að leggja aukna áherslu á að fá skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V segir Kári mikilvægt að koma meira bóluefni tiltölulega hratt til landsins. „Hvort það bóluefni heitir Sputnik eða eitthvað annað skiptir mig ekki máli. Öll bóluefni sem eru í notkun núna viðrast vera afskaplega góð.“ Ríkisstjórnin hefur gefið út að stjórnvöld hafi sett sig í samband við framleiðanda bóluefnisins og skoði nú mögulegan flöt á samstarfi en Sputnik V er nú í mati hjá Lyfjastofnun Evrópu. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36 „Nei, nú ætla ég að segja stopp“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi ástæðu til að lesa yfir Frosta Logasyni á öldum ljósvakans í morgun. 25. mars 2021 13:03 Starfsfólk hjúkrunarheimila hálfbólusett: Herða reglur til að standa vörð um þjónustuna Ástæða þess að reglur hafa verið hertar á hjúkrunar- og dvalarheimilum, meðal annars hvað varðar heimsóknir, er sú að starfsmenn hafa almennt ekki fengið nema einn bóluefnaskammt. 26. mars 2021 10:24 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Kári sagðist vera mjög þakklátur fyrir að hafa fengið bóluefni og hvetur alla til að þiggja slíkt boð. Ekki sé ástæða til að óttast öryggi bóluefnisins frá AstraZenca. „Ég held að þetta bóluefni frá AstraZeneca sé að öllum líkindum svipað bóluefnunum frá Pfizer og Moderna. Það er bara óheppilegt að sagan í kringum AstraZeneca bóluefnið varð dálítið klaufaleg en þegar maður skoðar gögnin þá er þetta afskaplega gott bóluefni og líkur á aukaverkunum næstum því engar,“ sagði hann í samtali við fréttastofu skömmu eftir bólusetningu í Laugardalshöll. Mikill fjöldi lagði leið sína í Laugardalshöll í dag.Vísir/Sigurjón Bóluefnið í boði fyrir 70 ára og eldri Hlé var um tíma gert á notkun bóluefnis AstraZeneca hér á landi á meðan athugun fór fram á tilfellum blóðtappa. Fram kom í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis í gær að rannsóknir hafi nú sýnt að blóðsega- og blæðingavandamál kæmu nær eingöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára. Í kjölfarið var tekin ákvörðun um hefja notkun efnisins aftur og verður það fyrst um sinn gefið 70 ára og eldri. Sömuleiðis benda nýleg gögn til þess að bóluefnið sé jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá þeim yngri og fækki tilfellum Covid-19 um 85 prósent. Er það svipað hlutfall og hjá bóluefni Pfizer/BioNTech og Moderna. „Það má ekki gleyma því að það er verið að bólusetja tugi milljóna með þessum bóluefnum. Tölfræðin segir okkur að eitthvað af þessu fólki sem er bólusett hlýtur að fá alvarlega sjúkdóma vegna þess að þetta bóluefni ver mann bara fyrir Covid en engu öðru,“ sagði Kári. Svo það hefur aldrei verið efi í þínum huga, jafnvel á meðan það voru fréttir um að það væri verið að skoða þetta? „Nei. Mjög lítill efi.“ Kári fylgdi ekki tilmælum heilsugæslunnar um að mæta í stuttermabol innst klæða.Vísir/Sigurjón Til í Sputnik V Kári segir það bagalegt að Íslendingar séu að fá færri skammta af bóluefni en vonast var til og að það hefði verið mjög gott ef hægt yrði að bólusetja meirihluta landsmanna fyrir sumarið. Nú sé þó ekki útlit fyrir að svo verði. Aðspurður um hvort hann telji að stjórnvöld eigi að leggja aukna áherslu á að fá skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V segir Kári mikilvægt að koma meira bóluefni tiltölulega hratt til landsins. „Hvort það bóluefni heitir Sputnik eða eitthvað annað skiptir mig ekki máli. Öll bóluefni sem eru í notkun núna viðrast vera afskaplega góð.“ Ríkisstjórnin hefur gefið út að stjórnvöld hafi sett sig í samband við framleiðanda bóluefnisins og skoði nú mögulegan flöt á samstarfi en Sputnik V er nú í mati hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36 „Nei, nú ætla ég að segja stopp“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi ástæðu til að lesa yfir Frosta Logasyni á öldum ljósvakans í morgun. 25. mars 2021 13:03 Starfsfólk hjúkrunarheimila hálfbólusett: Herða reglur til að standa vörð um þjónustuna Ástæða þess að reglur hafa verið hertar á hjúkrunar- og dvalarheimilum, meðal annars hvað varðar heimsóknir, er sú að starfsmenn hafa almennt ekki fengið nema einn bóluefnaskammt. 26. mars 2021 10:24 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Fólki fætt 1948 og fyrr boðið í bólusetningu á morgun Á morgun, föstudaginn 26. mars mun heilsugæslan bjóða öllum íbúum á höfuðborgarsvæðinu sem eru fæddir 1948 eða fyrr að koma í Covid-19 bólusetningu í Laugardalshöll. 25. mars 2021 15:36
„Nei, nú ætla ég að segja stopp“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra taldi ástæðu til að lesa yfir Frosta Logasyni á öldum ljósvakans í morgun. 25. mars 2021 13:03
Starfsfólk hjúkrunarheimila hálfbólusett: Herða reglur til að standa vörð um þjónustuna Ástæða þess að reglur hafa verið hertar á hjúkrunar- og dvalarheimilum, meðal annars hvað varðar heimsóknir, er sú að starfsmenn hafa almennt ekki fengið nema einn bóluefnaskammt. 26. mars 2021 10:24