Sport

Dag­skráin í dag: Undan­keppni HM, NBA og heims­mótið í holu­keppni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Noregur tekur á móti Tyrklandi í undankeppni HM 2022 í dag.
Noregur tekur á móti Tyrklandi í undankeppni HM 2022 í dag. Ian Martinez/Getty Images

Það er nóg um að vera á þessum líka fína laugardegi á Stöð 2 Sport í dag.

Alls eru þrír leikir í undankeppni HM sem og markaþáttur þar sem farið verður yfir öll mörk dagsins. Þá sýnum við frá heimsmeistaramótinu í holukeppni, Kia Classic-golfmótið ásamt spennandi leik í NBA-deildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 13.50 er leikur Rússlands og Slóveníu á dagskrá. Klukkan 16.50 er komið að leik Noregs og Tyrklands. Síðasti leikur dagsins er svo leikur Tékklands og Belgíu klukkan 19.35.

Að því loknu er Markaþáttur HM 2022 á dagskrá klukkan 21.45.

Við skiptum svo um gír en klukkan 01.00 er leikur New Orleans Pelicans og Dallas Mavericks á dagskrá í NBA-deildinni í körfubolta.

Stöð 2 Sport 4

Kia Classic-golfmótið heldur áfram klukkan 22.00 í kvöld.

Stöð 2 Golf

Klukkan 14.00 heldur heimsmótið í holukeppni áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×