Of ung til að átta sig á að hún væri í ofbeldissambandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2021 13:08 Kamilla var gestur hlaðvarpsins Eigin konur. Þar ræddi hún ítarlega upplifun sína af grófu ofbeldissambandi sem hófst snemma á unglingsárum hennar. Skjáskot Kamilla Ívarsdóttir þurfti að þola gróft ofbeldi af hendi fyrrverandi kærasta síns. Hún var fyrsti gestur nýs hlaðvarpsþáttar, Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum ræðir Kamilla ítarlega um ofbeldissamband sem hófst snemma á táningsárum hennar. Þegar fram líða stundir vill hún hjálpa konum í sömu sporum. Í hlaðvarpinu ræðir Kamilla aðdragandann að ofbeldissambandinu og hvernig hún kynntist fyrrverandi kærasta sínum í kring um 14 ára aldurinn. Maðurinn sem um ræðir var í mars á síðasta ári dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á Kamillu í október 2019. Kamilla var þá 17 ára, en ofbeldismaðurinn er þremur árum eldri. Kamilla segir að ofbeldið hafi hafist um tveimur mánuðum eftir að þau byrjuðu saman. Hann hafi þá ýtt henni harkalega í jörðina, en í viðtali við Kastljós á síðasta ári greindi Kamilla frá því að atvikið hafi átt sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018. „Við hættum svo saman í einhvern tíma eftir það, tveim vikum eftir það,“ segir Kamilla. Hún segist ekki hafa áttað sig á því að um ofbeldissamband hafi verið að ræða, enda afar ung að árum. Hún segir þá að þau hafi aldrei rætt atvikið sérstaklega. „Við töluðum aldrei um þetta. Ég var ekkert að pæla í þessu og áttaði mig ekki á því að þetta væri eitthvað sem hann ætti ekki að vera að gera,“ segir Kamilla, sem kveðst lítið muna eftir atvikinu. Hún hafi löngu síðar áttað sig á alvarleika atviksins, sem var undanfari mikils ofbeldis í sambandinu, sem hún ræðir ítarlega í hlaðvarpinu. Vill nýta hræðilega reynslu til góðs Kamilla, sem nú er í endurhæfingu og vinnur í að byggja sjálfa sig upp eftir ofbeldið, segist hafa tekið stórt skref í september á síðasta ári, þegar hún ákvað að opna sig um ofbeldið sem hún hafði orðið fyrir. Í kjölfarið fór saga hennar á flug í fjölmiðlum, en Kamilla kveðst hafa verið í samskiptum við manninn eftir það. „Besta lýsingin á því hvernig þetta er með ofbeldismenn, og af hverju ég fór alltaf aftur, er að þetta er eins og alkóhólismi. Þú ert alltaf að fara að falla allavega tvisvar. Þetta er bara fíkn fyrir mér, í rauninni,“ segir Kamilla. Hún segir að það síðasta sem hún vilji gera sé að halda áfram samskiptum við manninn. „Það er það síðasta sem mig langar að gera, því ég veit að ef ég held áfram að gera þetta þá á það eftir að enda þannig að þið eruð að fara að koma í jarðarförina mína,“ segir Kamilla, sem segist alltaf vör um sig. Hún þjáist af áfallastreituröskun eftir allt sem hún hefur upplifað. „Þegar ég er búin að ná góðum bata og er komin á aðeins betri stað ætla ég að nýta mér alla þessa lífsreynslu í allt sem ég get,“ segir Kamilla. Hún vilji hjálpa öðrum konum sem lent hafi í því sama. Viðtalið úr Eigin konum við Kamillu má sjá í spilara hér ofar í fréttinni. Heimilisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Í hlaðvarpinu ræðir Kamilla aðdragandann að ofbeldissambandinu og hvernig hún kynntist fyrrverandi kærasta sínum í kring um 14 ára aldurinn. Maðurinn sem um ræðir var í mars á síðasta ári dæmdur í 12 mánaða fangelsi fyrir fólskulega líkamsárás á Kamillu í október 2019. Kamilla var þá 17 ára, en ofbeldismaðurinn er þremur árum eldri. Kamilla segir að ofbeldið hafi hafist um tveimur mánuðum eftir að þau byrjuðu saman. Hann hafi þá ýtt henni harkalega í jörðina, en í viðtali við Kastljós á síðasta ári greindi Kamilla frá því að atvikið hafi átt sér stað á Ljósanótt í Reykjanesbæ árið 2018. „Við hættum svo saman í einhvern tíma eftir það, tveim vikum eftir það,“ segir Kamilla. Hún segist ekki hafa áttað sig á því að um ofbeldissamband hafi verið að ræða, enda afar ung að árum. Hún segir þá að þau hafi aldrei rætt atvikið sérstaklega. „Við töluðum aldrei um þetta. Ég var ekkert að pæla í þessu og áttaði mig ekki á því að þetta væri eitthvað sem hann ætti ekki að vera að gera,“ segir Kamilla, sem kveðst lítið muna eftir atvikinu. Hún hafi löngu síðar áttað sig á alvarleika atviksins, sem var undanfari mikils ofbeldis í sambandinu, sem hún ræðir ítarlega í hlaðvarpinu. Vill nýta hræðilega reynslu til góðs Kamilla, sem nú er í endurhæfingu og vinnur í að byggja sjálfa sig upp eftir ofbeldið, segist hafa tekið stórt skref í september á síðasta ári, þegar hún ákvað að opna sig um ofbeldið sem hún hafði orðið fyrir. Í kjölfarið fór saga hennar á flug í fjölmiðlum, en Kamilla kveðst hafa verið í samskiptum við manninn eftir það. „Besta lýsingin á því hvernig þetta er með ofbeldismenn, og af hverju ég fór alltaf aftur, er að þetta er eins og alkóhólismi. Þú ert alltaf að fara að falla allavega tvisvar. Þetta er bara fíkn fyrir mér, í rauninni,“ segir Kamilla. Hún segir að það síðasta sem hún vilji gera sé að halda áfram samskiptum við manninn. „Það er það síðasta sem mig langar að gera, því ég veit að ef ég held áfram að gera þetta þá á það eftir að enda þannig að þið eruð að fara að koma í jarðarförina mína,“ segir Kamilla, sem segist alltaf vör um sig. Hún þjáist af áfallastreituröskun eftir allt sem hún hefur upplifað. „Þegar ég er búin að ná góðum bata og er komin á aðeins betri stað ætla ég að nýta mér alla þessa lífsreynslu í allt sem ég get,“ segir Kamilla. Hún vilji hjálpa öðrum konum sem lent hafi í því sama. Viðtalið úr Eigin konum við Kamillu má sjá í spilara hér ofar í fréttinni.
Heimilisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52 Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
Tólf mánaða fangelsi fyrir lífshættulega árás á sautján ára stúlku 21 árs karlmaður hefur verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir hótanir í garð barnsmóður sinnar annars vegar og afar grófar líkamsárásir á fyrrverandi kærustu hins vegar. 14. apríl 2020 16:52