Innlent

Telja enn ekki ástæðu til að birta Covid tölur um helgar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Viðir Reynisson og Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi fyrir blaðamenn.
Viðir Reynisson og Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi fyrir blaðamenn. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Áfram munu upplýsingar um Covid smittölur ekki vera aðgengilegar á vefnum covid.is um helgar þrátt fyrir að tíu manna samkomubann sé í gildi. 

Það vakti athygli margra í dag að engar upplýsingar um smittölur gærdagsins rötuðu á vefinn covid.is. Hjördís Guðmundsdóttir samskiptastjóri almannavarna sagði í samtali við fréttastofu í dag að ákvörðun hafi verið tekin um að birta áfram ekki tölur um helgar.

Tíu manna samkomubann er í gildi. Landspítalinn er á hættustigi og neyðarstigi almannavarna hefur verið lýst yfir. 

Hjördís segir að mikil vinna fari í að birta tölurnar á vefnum og er það mat almannavarna að það dugi að fjölmiðlar óski eftir upplýsingum um helgar til birtingar. Fjölmiðlar munu því áfram geta óskað eftir lykiltölum.

Hún segir að staðan sé metin frá degi til dags en að svo stöddu standi ekki til að birta tölulegar upplýsingar á vefnum um helgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×