Sakaðir um að myrða almenna borgara sem flýja átökin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2021 21:49 Þúsundir hafa flúið átökin í Venesúela. EPA-EFE/MARIO CAICEDO Flóttamenn í Kólumbíu, sem flúið hafa stríðsátök í Venesúela, hafa sakað stríðandi fylkingar um að hafa misnotað og myrt almenna borgara. Um fjögur þúsund flóttamenn hafa farið yfir landamærin undanfarna viku en á sunnudaginn var hófust átök í La Victoria, stuttu frá landamærunum við Kólumbíu. Her Venesúela gerði árás síðasta sunnudag á ólöglegar vopnaðar sveitir í bænum La Victoria, sem liggur að landamærum Kólumbíu. Að sögn yfirvalda í Venesúela er rannsókn þegar hafin á meintum ofbeldisverkum hersins. Hermenn eru meðal annars sakaðir um að hafa myrt almenna borgarar, sem og að hafa rænt og brennt niður heimili þeirra. „Þeir drepa fólk“ Jose Castillo, sem flúði yfir til Kólumbíu með þungaðri konu sinni og 12 ára gamalli dóttur á föstudag sagði í samtali við fréttastofu Reuters að hermenn hafi brotist inn á heimili þeirra og rænt öllu sem þeir gátu komið höndum á. „Ég gat ekki verið þarna áfram vegna þess að þeir drepa fólk. Þeir myrtu nágranna okkar og klæddu þá í venesúelsk herklæði til þess að láta þau líta út fyrir að hafa verið meðlimir vígasveita,“ sagði Castillo. Fram kemur í frétt Reuters að ekki hafi tekist að sannreyna sögu Castillo, eða annarra flóttamanna sem sýndu fréttamönnum myndir af dánu fólki klætt í herklæði með skotvopn við hönd. Að sögn flóttafólksins er Byltingarher Kólumbíu (FARC) skotspónn Venesúelska hersins. Byltingarherinn neitaði að skrifa undir friðarsamning árið 2016 við kólumbísk yfirvöld og hefur herinn síðan leitað skjóls í nágrannalandinu. Vladimir Padrino Lopez, varnarmálaráðherra Venesúela sagði á blaðamannafundi að tveir venesúelskir hermenn og sex andstæðingar hafi fallið í átökum. Andstæðingana kallaði hann hryðjuverkamenn. Þá sagði hann að 39 vígamenn hafi verið handteknir. Venesúela Kólumbía Flóttamenn Tengdar fréttir Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47 Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. 7. desember 2020 08:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Her Venesúela gerði árás síðasta sunnudag á ólöglegar vopnaðar sveitir í bænum La Victoria, sem liggur að landamærum Kólumbíu. Að sögn yfirvalda í Venesúela er rannsókn þegar hafin á meintum ofbeldisverkum hersins. Hermenn eru meðal annars sakaðir um að hafa myrt almenna borgarar, sem og að hafa rænt og brennt niður heimili þeirra. „Þeir drepa fólk“ Jose Castillo, sem flúði yfir til Kólumbíu með þungaðri konu sinni og 12 ára gamalli dóttur á föstudag sagði í samtali við fréttastofu Reuters að hermenn hafi brotist inn á heimili þeirra og rænt öllu sem þeir gátu komið höndum á. „Ég gat ekki verið þarna áfram vegna þess að þeir drepa fólk. Þeir myrtu nágranna okkar og klæddu þá í venesúelsk herklæði til þess að láta þau líta út fyrir að hafa verið meðlimir vígasveita,“ sagði Castillo. Fram kemur í frétt Reuters að ekki hafi tekist að sannreyna sögu Castillo, eða annarra flóttamanna sem sýndu fréttamönnum myndir af dánu fólki klætt í herklæði með skotvopn við hönd. Að sögn flóttafólksins er Byltingarher Kólumbíu (FARC) skotspónn Venesúelska hersins. Byltingarherinn neitaði að skrifa undir friðarsamning árið 2016 við kólumbísk yfirvöld og hefur herinn síðan leitað skjóls í nágrannalandinu. Vladimir Padrino Lopez, varnarmálaráðherra Venesúela sagði á blaðamannafundi að tveir venesúelskir hermenn og sex andstæðingar hafi fallið í átökum. Andstæðingana kallaði hann hryðjuverkamenn. Þá sagði hann að 39 vígamenn hafi verið handteknir.
Venesúela Kólumbía Flóttamenn Tengdar fréttir Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47 Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. 7. desember 2020 08:18 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Fengu 91 prósent atkvæða í umdeildum kosningum Sósíalistaflokkur Nicolas Maduro, forseta Velesúela, og flokkar hliðhollir forsetanum fengu samtals 91 prósent atkvæða í þingkosningunum sem fram fóru í landinu á sunnudag. Stjórnarandstaðan í landinu sniðgekk kosningarnar og hafa bæði Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sagst virða niðurstöðu þeirra. 10. desember 2020 08:47
Segja Maduro hafa unnið þingmeirihluta í umdeildum kosningum Kjörstjórn í Venesúela segir að frambjóðendur sem styðja Nicolás Maduro, forseta, hafi fengið 67,6% atkvæða í þingkosningum sem voru haldnar í gær. Stærsta kosningabandalag stjórnarandstöðuflokkanna tók ekki þátt í kosningunum þar sem það taldi brögð í tafli. 7. desember 2020 08:18