Fordæma ofbeldið í kjölfar blóðugasta dags mótmælanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2021 13:25 Mótmælendur í Yangon lyfta þremur fingrum, samstöðutákni þeirra sem mótmælt hafa valdaráni hersins í Mjanmar. AP Morð stjórnvalda í Mjanmar á fjölda mótmælenda hafa vakið hörð viðbrögð annarra þjóða, en utanríkisráðherrar tólf þjóða hafa fordæmt athæfi herforingjastjórnarinnar í landinu, sem beitir mótmælendur hörðu ofbeldi í kjölfar valdaránsins sem framið var í landinu í upphafi febrúar. Yfir fjögur hundruð mótmælendur hafa nú verið drepnir í landinu frá því mótmæli gegn valdaráni herforingjastjórnarinnar hófust. Yfir 90 mótmælendur voru drepnir af hersveitum í gær. Breska ríkisútvarpið greinir meðal annars frá því að hersveitir hafi í dag skipt sér af útförum látinna mótmælenda og leyst þær upp með valdi. Þá hafa borist fregnir af því að maðurinn sem leiddi valdaránið gegn Aung San Suu Kyi, Min Aung Hlaing, hafi haldið íburðarmikla veislu í gærkvöldi, að loknum blóðugasta degi mótmælanna til þessa. Suu Kyi hefur verið í haldi hersins frá 1. Febrúar og standa réttarhöld yfir henni nú yfir, þar sem hún hefur meðal annars verið ákærð fyrir að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Þá á hún að hafa brotið lög um náttúruhamfarir og fleira. Utanríkisráðherrar tólf þjóða, Ástralíu, Kanada, Þýskalands, Grikklands, Ítalíu, Japans, Danmerkur, Hollands, Nýja-Sjálands, Suður-Kóreu, Bretlands og Bandaríkjanna, hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem ofbeldi gegn mótmælendum í Mjanmar er harðlega fordæmt. „Herir fylgja alþjóðlegum stöðlum og bera ábyrgð á því að vernda, ekki skaða, fólkið sem þeir þjóna. Við hvetjum herlið í Mjanmar til þess að láta af ofbeldinu og vinna að því að koma aftur á virðingu og trúverðugleika gagnvart fólkinu í landinu, sem það hefur tapað með gjörðum sínum,“ segir í yfirlýsingunni. Mjanmar Tengdar fréttir Blóðugasti dagurinn eftir valdaránið í Mjanmar Tugir hafa verið drepnir í átökum öryggissveita og almennings í Mjanmar í dag. Dagurinn er talinn sá mannskæðasti frá því að herinn tók völd þann 1. febrúar síðastliðinn. 27. mars 2021 18:08 Skutu sjö ára barn til bana í Búrma Lögreglumenn herforingjastjórnarinnar í Búrma (Mjanmar) eru sagðir hafa skotið sjö ára gamla stúlku til bana við húsleit á heimili hennar í borginni Mandalay. Stúlkan er talin yngsta fórnarlamb blóðugrar herferðar stjórnarinnar gegn öllu andófi í landinu. 24. mars 2021 12:14 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Yfir fjögur hundruð mótmælendur hafa nú verið drepnir í landinu frá því mótmæli gegn valdaráni herforingjastjórnarinnar hófust. Yfir 90 mótmælendur voru drepnir af hersveitum í gær. Breska ríkisútvarpið greinir meðal annars frá því að hersveitir hafi í dag skipt sér af útförum látinna mótmælenda og leyst þær upp með valdi. Þá hafa borist fregnir af því að maðurinn sem leiddi valdaránið gegn Aung San Suu Kyi, Min Aung Hlaing, hafi haldið íburðarmikla veislu í gærkvöldi, að loknum blóðugasta degi mótmælanna til þessa. Suu Kyi hefur verið í haldi hersins frá 1. Febrúar og standa réttarhöld yfir henni nú yfir, þar sem hún hefur meðal annars verið ákærð fyrir að hafa þegið jafnvirði meira en 77 milljóna íslenskra króna og gull í mútur. Þá á hún að hafa brotið lög um náttúruhamfarir og fleira. Utanríkisráðherrar tólf þjóða, Ástralíu, Kanada, Þýskalands, Grikklands, Ítalíu, Japans, Danmerkur, Hollands, Nýja-Sjálands, Suður-Kóreu, Bretlands og Bandaríkjanna, hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem ofbeldi gegn mótmælendum í Mjanmar er harðlega fordæmt. „Herir fylgja alþjóðlegum stöðlum og bera ábyrgð á því að vernda, ekki skaða, fólkið sem þeir þjóna. Við hvetjum herlið í Mjanmar til þess að láta af ofbeldinu og vinna að því að koma aftur á virðingu og trúverðugleika gagnvart fólkinu í landinu, sem það hefur tapað með gjörðum sínum,“ segir í yfirlýsingunni.
Mjanmar Tengdar fréttir Blóðugasti dagurinn eftir valdaránið í Mjanmar Tugir hafa verið drepnir í átökum öryggissveita og almennings í Mjanmar í dag. Dagurinn er talinn sá mannskæðasti frá því að herinn tók völd þann 1. febrúar síðastliðinn. 27. mars 2021 18:08 Skutu sjö ára barn til bana í Búrma Lögreglumenn herforingjastjórnarinnar í Búrma (Mjanmar) eru sagðir hafa skotið sjö ára gamla stúlku til bana við húsleit á heimili hennar í borginni Mandalay. Stúlkan er talin yngsta fórnarlamb blóðugrar herferðar stjórnarinnar gegn öllu andófi í landinu. 24. mars 2021 12:14 Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Blóðugasti dagurinn eftir valdaránið í Mjanmar Tugir hafa verið drepnir í átökum öryggissveita og almennings í Mjanmar í dag. Dagurinn er talinn sá mannskæðasti frá því að herinn tók völd þann 1. febrúar síðastliðinn. 27. mars 2021 18:08
Skutu sjö ára barn til bana í Búrma Lögreglumenn herforingjastjórnarinnar í Búrma (Mjanmar) eru sagðir hafa skotið sjö ára gamla stúlku til bana við húsleit á heimili hennar í borginni Mandalay. Stúlkan er talin yngsta fórnarlamb blóðugrar herferðar stjórnarinnar gegn öllu andófi í landinu. 24. mars 2021 12:14