Arnar Freyr Arnarsson lék ekki með Melsungen í dag en það kom ekki að sök.
Melsungen vann þriggja marka sigur, 27-30, á Ludwigshaven eftir að hafa leitt með þremur mörkum í leikhléi, 11-14.
Julius Kuhn fór fyrir sóknarleik Melsungen og gerði átta mörk.
Melsungen siglir lygnan sjó í Bundesligunni, rétt fyrir ofan miðju.