Innlent

Sprenging á Grundar­tanga

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út vegna sprengingarinnar.
Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað út vegna sprengingarinnar. Vísir/Vilhelm

Sprenging varð í járnblendiverksmiðjunni Elkem á Grundartanga nú rétt fyrir ellefu. Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar kom á staðinn stuttu eftir klukkan ellefu en að sögn slökkviliðsstjóra er um minniháttar sprengingu að ræða.

Að sögn Jens Heiðars Ragnarssonar, slökkviliðsstjóra, varð ekki slys á fólki og enginn sjáanlegur eldur er eftir sprenginguna.

Beiðni um aðstoð baðst slökkviliðinu nú stuttu fyrir ellefu og er slökkvilið á staðnum til að tryggja svæðið.

Jens segir að engin slys hafi orðið á fólki og enginn eldur hafi komið upp. Svæðið sé talið hættulaust.

Fréttin var uppfærð klukkan 23:40.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×