Þrjár tegundir af breska afbrigðinu sem ekki er hægt að rekja til landamæranna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 29. mars 2021 08:23 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti þrjár mismunandi tegundir af breska afbrigði kórónuveirunnar sem ekki er hægt að rekja til landamæranna hafa greinst innanlands undanfarið. Þetta er áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem ræddi stöðu faraldursins hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórólfur sagði að um tíu manns hefðu greinst með veiruna innanlands um helgina og af þeim voru um sjö í sóttkví. „En það sem maður hefur kannski meiri áhyggjur af, þetta eru litlar tölur, og menn geta kannski furðað sig á því að menn séu með svona miklar aðgerðir í gangi út af svona lágum tölum en það sem við höfum kannski meiri áhyggjur af það er það að það eru allavega þrjár mismunandi tegundir af þessu breska afbrigði sem við getum ekki rakið til landamæranna sem hafa lekið þar í gegn einhvern veginn án þess að við vitum. Það er ákveðið áhyggjuefni og við erum ennþá að greina fólk utan sóttkvíar sem dúkkar upp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði nokkra möguleika í því hvernig smit gæti hafa komist framhjá kerfinu. Þannig hafi börn ekki verið skimuð á landamærunum fyrr en nýlega og vitað sé að einhverjir hafi ekki haldið fimm daga sóttkví almennilega við komuna til landsins. „Margir hafa verið að greinast í seinni skimun og fólk hefur verið farið af landinu þegar að seinni skimun kemur án þess að nokkur vissi. Þannig að það eru möguleikar en það þarf ekki mikið meira en þetta. Það þarf bara einn og einn hér og þar sem allt í einu fer að breiða úr sér. Þetta er greinilega mallandi hér og þar en góðu fréttirnar eru þó þær að við erum ekki að sjá neina blússandi aukningu í þessu enda hafa margir verið settir í sóttkví og það er búið að prófa og testa mjög marga þannig að ég vona þegar dagarnir líða núna að þetta fari bara fækkandi.“ Aðspurður hversu langan tíma það taki að sjá hvernig þróunin verður sagði hann að það tæki um tvær til þrjár vikur. Hertar sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi síðastliðinn fimmtudag gilda einmitt í þrjár vikur eða til og með 15. apríl. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Þetta er áhyggjuefni að mati Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, sem ræddi stöðu faraldursins hér á landi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þórólfur sagði að um tíu manns hefðu greinst með veiruna innanlands um helgina og af þeim voru um sjö í sóttkví. „En það sem maður hefur kannski meiri áhyggjur af, þetta eru litlar tölur, og menn geta kannski furðað sig á því að menn séu með svona miklar aðgerðir í gangi út af svona lágum tölum en það sem við höfum kannski meiri áhyggjur af það er það að það eru allavega þrjár mismunandi tegundir af þessu breska afbrigði sem við getum ekki rakið til landamæranna sem hafa lekið þar í gegn einhvern veginn án þess að við vitum. Það er ákveðið áhyggjuefni og við erum ennþá að greina fólk utan sóttkvíar sem dúkkar upp,“ sagði Þórólfur. Hann sagði nokkra möguleika í því hvernig smit gæti hafa komist framhjá kerfinu. Þannig hafi börn ekki verið skimuð á landamærunum fyrr en nýlega og vitað sé að einhverjir hafi ekki haldið fimm daga sóttkví almennilega við komuna til landsins. „Margir hafa verið að greinast í seinni skimun og fólk hefur verið farið af landinu þegar að seinni skimun kemur án þess að nokkur vissi. Þannig að það eru möguleikar en það þarf ekki mikið meira en þetta. Það þarf bara einn og einn hér og þar sem allt í einu fer að breiða úr sér. Þetta er greinilega mallandi hér og þar en góðu fréttirnar eru þó þær að við erum ekki að sjá neina blússandi aukningu í þessu enda hafa margir verið settir í sóttkví og það er búið að prófa og testa mjög marga þannig að ég vona þegar dagarnir líða núna að þetta fari bara fækkandi.“ Aðspurður hversu langan tíma það taki að sjá hvernig þróunin verður sagði hann að það tæki um tvær til þrjár vikur. Hertar sóttvarnaaðgerðir sem tóku gildi síðastliðinn fimmtudag gilda einmitt í þrjár vikur eða til og með 15. apríl. Hlusta má á viðtalið við Þórólf í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent