Glúmur einn oddvita Guðmundar Franklíns Jakob Bjarnar skrifar 29. mars 2021 08:51 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn hans Guðmundar Franklíns er byrjaður að raða á lista. Glúmur Baldvinsson mun skipa efsta sætið í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Glúmur Baldvinsson mun skipa efsta sæti á lista í öðru Reykjavíkurkjördæmanna á lista Frjálslynda lýðræðisflokksins. Þetta er samkvæmt heimildum Vísis en vænta er tilkynningar þar um innan tíðar. Glúmur er sonur þeirra Bryndísar Schram og Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi formanns Alþýðuflokksins. Guðmundur Franklín er formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins sem hefur fengið listastafnum O úthlutað fyrir komandi Alþingiskosningar. Mikill hugur er í þeim Guðmundi og Glúmi sem í gær birti á Facebook-síðu sinni stuttan pistil þar sem hann greindi frá því að hann myndi á morgun (í dag) tilkynna um framboð sitt: „Í raun lofa ég engu nema því að vera heiðarlegur og hrista allverulega uppí þessu samfélagi einsog alvöru 10 gráðu jarðskjálfti,“ segir þar meðal annars. Í gamla daga fór faðir minn um allt land og spurði: hverjir eiga Ísland? Þá voru það fjölskyldurnar fjórtán. Í dag hefur...Posted by Glumur Baldvinsson on Sunnudagur, 28. mars 2021 Uppfært 09:00 Tilkynning um framboðið var að berast þar sem segir meðal annars að Glúmur sé með „BA gráðu í stjórnmálafræði og hagfræði frá Háskóla Íslands, MSc gráðu í alþjóðasamskiptum og evrópufræðum frá London School of Economics og MA gráðu í alþjóðasamskiptum og alþjóðaviðskiptum frá University of Miami. Glúmur hefur starfað hjá Fríverslunarsamtökum Evrópu, EFTA, Sameinuðu þjóðunum, International Relief and Development í Washington, ICEAID, Þróunarsamvinnustofnun Íslands, Íslensku friðargæslunni, Tryggingastofnun ríkisins og sem fréttamaður á RÚV og Stöð 2 auk þess að hafa starfað sem leiðsögumaður og sjómaður á Íslandi.“ Þá fylgir stuttur pistill frá frambjóðandanum: „Þegar ég var ungur maður var ég oft spurður hvort ég ætlaði ekki í pólitík eins og afi og pabbi. Ég svaraði neitandi. Skyldi ég í pólitík væri það ekki út af ætterni mínu heldur einvörðungu eftir að ég hefði öðlast einhverja lífsreynslu og ástríðu fyrir því sem betur mætti fara í samfélagi okkar. Ég átti vini sem dýrkuðu ákveðinn stjórnmálaflokk, fóru í lögfræði og beint í framboð án þess að vita nokkuð um hvað veröldin snerist og án skilnings á þjóðinni sem pólitíkusinn á að þjóna. Nú er ég eldri og finn mig knúinn til að gera eitthvað í málunum og leggja mitt af mörkum þegar staðan í þessu samfélagi er þannig að fjölskyldur teljandi á fingrum annarrar handar eiga landið til sjávar og sveita. Einu sinni var talað um Ísland sem stéttlaust land. Það var firra þá en enn meiri firra nú og það sem verra er er að stærstu fjölmiðlar landsins eru í eigu sömu fjölskyldna og eiga landið. Ísland er eitt spilltasta ríki í norðri jarðar. Hvernig má slíkt vera í svo smáu samfélagi sem ætti í raun að vera fyrirmynd annarra samfélaga um jöfnuð og velferð? Ég hef val. Að sitja hjá og röfla á samfélagsmiðlum eða sigla úr vari og taka þátt og láta til mín taka. Ég vel síðari kostinn. Glúmur Baldvinsson“ Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Þetta er samkvæmt heimildum Vísis en vænta er tilkynningar þar um innan tíðar. Glúmur er sonur þeirra Bryndísar Schram og Jóns Baldvins Hannibalssonar fyrrverandi formanns Alþýðuflokksins. Guðmundur Franklín er formaður Frjálslynda lýðræðisflokksins sem hefur fengið listastafnum O úthlutað fyrir komandi Alþingiskosningar. Mikill hugur er í þeim Guðmundi og Glúmi sem í gær birti á Facebook-síðu sinni stuttan pistil þar sem hann greindi frá því að hann myndi á morgun (í dag) tilkynna um framboð sitt: „Í raun lofa ég engu nema því að vera heiðarlegur og hrista allverulega uppí þessu samfélagi einsog alvöru 10 gráðu jarðskjálfti,“ segir þar meðal annars. Í gamla daga fór faðir minn um allt land og spurði: hverjir eiga Ísland? Þá voru það fjölskyldurnar fjórtán. Í dag hefur...Posted by Glumur Baldvinsson on Sunnudagur, 28. mars 2021 Uppfært 09:00 Tilkynning um framboðið var að berast þar sem segir meðal annars að Glúmur sé með „BA gráðu í stjórnmálafræði og hagfræði frá Háskóla Íslands, MSc gráðu í alþjóðasamskiptum og evrópufræðum frá London School of Economics og MA gráðu í alþjóðasamskiptum og alþjóðaviðskiptum frá University of Miami. Glúmur hefur starfað hjá Fríverslunarsamtökum Evrópu, EFTA, Sameinuðu þjóðunum, International Relief and Development í Washington, ICEAID, Þróunarsamvinnustofnun Íslands, Íslensku friðargæslunni, Tryggingastofnun ríkisins og sem fréttamaður á RÚV og Stöð 2 auk þess að hafa starfað sem leiðsögumaður og sjómaður á Íslandi.“ Þá fylgir stuttur pistill frá frambjóðandanum: „Þegar ég var ungur maður var ég oft spurður hvort ég ætlaði ekki í pólitík eins og afi og pabbi. Ég svaraði neitandi. Skyldi ég í pólitík væri það ekki út af ætterni mínu heldur einvörðungu eftir að ég hefði öðlast einhverja lífsreynslu og ástríðu fyrir því sem betur mætti fara í samfélagi okkar. Ég átti vini sem dýrkuðu ákveðinn stjórnmálaflokk, fóru í lögfræði og beint í framboð án þess að vita nokkuð um hvað veröldin snerist og án skilnings á þjóðinni sem pólitíkusinn á að þjóna. Nú er ég eldri og finn mig knúinn til að gera eitthvað í málunum og leggja mitt af mörkum þegar staðan í þessu samfélagi er þannig að fjölskyldur teljandi á fingrum annarrar handar eiga landið til sjávar og sveita. Einu sinni var talað um Ísland sem stéttlaust land. Það var firra þá en enn meiri firra nú og það sem verra er er að stærstu fjölmiðlar landsins eru í eigu sömu fjölskyldna og eiga landið. Ísland er eitt spilltasta ríki í norðri jarðar. Hvernig má slíkt vera í svo smáu samfélagi sem ætti í raun að vera fyrirmynd annarra samfélaga um jöfnuð og velferð? Ég hef val. Að sitja hjá og röfla á samfélagsmiðlum eða sigla úr vari og taka þátt og láta til mín taka. Ég vel síðari kostinn. Glúmur Baldvinsson“
Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira