Þrávirk efni ógna heilsu háhyrninga við Ísland Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2021 09:01 Háhyrningur við strendur Íslands. Hér nærast háhyrningar fyrst og fremst á síld. Við Skotland hafa þeir sést éta sjávarspendýr. Þeir hvalir sem það gera fá í sig mun meira af þrávirkum efnum en þeir sem éta aðeins fisk. Filipa Samarra Margfalt meira af þrávirkum efnum fundust í íslenskum háhyrningum sem éta bæði fisk og spendýr en þeim sem nærast aðeins á fiski í nýrri rannsókn hafvísindamanna á Íslandi, í Kanada og Danmörku. Heilsu hvalanna og afkomu stofnsins er ógnað af menguninni. Svonefnd fjölklóruð bífenýl (PCB) eru þrávirk efni sem voru notuð í ýmis konar iðnaði og jafnvel til að rykbinda vegi á 20. öldinni. Notkun þeirra var bönnuð seint á 8. áratug síðustu aldar þegar í ljós kom að PCB-efni gátu skaðað heilsu fólks og umhverfið. PCB-efni eru lengi að brotna niður og þegar þau voru bönnuð höfðu þau þegar verið notuð í fleiri áratugi. Á þeim tíma höfðu þau dreifst um nær alla jörðina. Leifar af efnunum fundust jafnvel í lífverum á norðurskautinu. „Efnin hafa verið bönnuð lengi en það er mjög erfitt að losna við þau. Á endanum leka þau út í vistkerfi hafsins og það er mjög erfitt að losna við þau þegar þau eru þangað komin. Þau safnast fyrir í þörungum, svo fiski, og þau safnast svo fyrir upp alla fæðukeðjuna,“ segir Filipa Samarra, sérfræðingur við starfsstöð Rannsóknasetra Háskóla Ísland í Vestmannaeyjum. Our new paper measures contaminants in orcas sampled in Iceland. It finds large within-population variation that relates to known variations in diet preferences and raises concerns for mixed diet whales. Congratulations @AnaRemili and co-authors👏 https://t.co/hTSanOlc5F— Icelandic Orca Project (@icelandic_orcas) March 24, 2021 Níu sinnum meira af eiturefnum hjá þeim sem átu blandað fæði Filipa hefur unnið við lengstu samfelldu rannsókn á háhyrningum á Íslandi sem nefnist Icelandic Orca Project undanfarin ár. Í því hafa vísindamenn fylgst með hvölunum, tekið myndir af þeim og safnað saman í skrá sem er aðgengileg á netinu. Þannig er hægt að bera kennsl á einstaklinga, meðal annars út frá bakugga þeirra og annarra einkenna, og fylgjast með þeim, lifnaðarháttum og ferðalögum. Þær rannsóknir hafa meðal annars leitt í ljós að háhyrningar við strendur Íslands hafa ólíkar aðferðir við að afla sér fæðu. Sumir nærast eingöngu á fiski en aðrir eru einnig með önnur sjávarspendýr á matseðlinum. Við Ísland hafa vísindamenn séð háhyrninga leggja sér síld til munns. Það er aðeins við strendur Skotlands sem hvalirnir hafa sést éta sjávarspendýr eins og seli. Ný rannsókn Filipu og samstarfsfólks hennar við Hafrannsóknastofnun og kanadíska og danska háskóla á háhyrningum við Ísland bendir til þess að þau dýr sem éta önnur sjávarspendýr séu í meiri hættu af völdum PCB-efna en þau sem éta aðeins fisk. Þau lýstu niðurstöðum sínum í grein í vísindaritinu Environmental Science and Technology. Í ljós kom að háhyrningar sem átu blandaða fæðu voru með allt að níu sinnum meira magn af PCB-efnum í sér en þeir sem borðuðu aðeins fisk. Ekki aðeins það heldur voru þeir sem voru á blönduðu fæði einnig með hærra hlutfall þrávirkustu og skaðlegustu efnanna í sér en hinir. Öll sýnin í rannsókninni voru tekin úr háhyrningum við Vestmannaeyjar og Snæfellsnes. Vísindamenn halda skrá yfir háhyrninga við Ísland. Þeir bera kennsl á þá með því að skoða bakugga hvalanna og litamynstur undir þeim.Marie Louis Viðbótarskref í fæðukeðjunni Dýr sem tróna efst í fæðukeðjunni eins og háhyrningar fá enn meira af PCB-efnum í sig en dýr sem eru neðar í henni. Selir og höfrungar, sem háhyrningar éta, nærast á fiski. Þeir lifa tiltölulega lengi og á meðan safnast eiturefnin fyrir í þeim. „Ástæðan fyrir því að hvalir sem éta seli eða önnur sjávarspendýr eru með meira af þessum eiturefnum en hvalir sem éta bara fisk er sú að þarna er milliskref. Ef hvalur étur fisk lýkur fæðukeðjunni þar. En ef hvalur étur sel nærist hann á dýri sem étur líka fisk. Við erum þannig að bæta við aukaskrefi í fæðukeðjuna. Það er það sem leiðir til aukins magns þessara eiturefna,“ segir Filipa við Vísi. Eitrið berst svo frá einni kynslóð til annarrar. PCB-efnin safnast fyrir í fitu háhyrninganna. Filipa segir að þegar háhyrningskýr er með kálfi og mjólkandi brotnar fitan niður og mjólkin mengast af eitrinu. „Ungir kálfar móður sem er með mikið magn eiturefna fá sjálfir mikið af eiturefnum strax við fæðingu,“ segir Filipa. Filipa Isabel Pereira Samarra, sérfræðingur rannsóknasetri Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Myndin er tekin í Grundarfirði. Sýnin í rannsókninni voru tekin úr háhyrningum við Snæfellsnes og Vestmannaeyjar.Paul Wensveen Veikir ónæmiskerfi og veldur ófrjósemi Áhrif PCB-efna á heilsu háhyrninga sérstaklega eru ekki þekkt nákvæmlega. Rannsóknir á öðrum spendýrum bendir til þess að þau geti veikt ónæmiskerfi þeirra og dregið úr fjölgun þeirra. Talið er að þetta eigi einnig við um sjávarspendýr. „Þau gera þá kannski minna frjóa og þegar þeir eignast kálfa lifa þeir kannski ekki af,“ segir Filipa. Veiking ónæmiskerfis dýranna gæti ennfremur stytt lífslíkur þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar eru sagðar hafa þýðingu fyrir mat á hættu sem steðjar að háhyrningsstofninum. Það hversu mikið fæðuval einstakra dýra hefur á eiturefnin sem þau fá í sig sýni að stofninn sé ekki einsleitur og einstök dýr geti verið í mismikilli hættu. Þetta hafi ekki komið fram í nýlegu mati á háhyrningastofninum þar sem heilsu hans var ekki talin sérstök hætta búin. Taka þurfi tillit til undirhópa innan stofnsins þegar ákvarðanir um verndun og nýtingu hans eru teknar. Til að afla sýna úr háhyrningunum skutu vísindamennirnir pílu úr loftbyssu í þá. Þannig náðu þeir um tveggja sentímetra löngu lífsýni úr húð og fitulagi hvalanna.Julie Béesau Hvalveiðar Dýr Vísindi Sjávarútvegur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Svonefnd fjölklóruð bífenýl (PCB) eru þrávirk efni sem voru notuð í ýmis konar iðnaði og jafnvel til að rykbinda vegi á 20. öldinni. Notkun þeirra var bönnuð seint á 8. áratug síðustu aldar þegar í ljós kom að PCB-efni gátu skaðað heilsu fólks og umhverfið. PCB-efni eru lengi að brotna niður og þegar þau voru bönnuð höfðu þau þegar verið notuð í fleiri áratugi. Á þeim tíma höfðu þau dreifst um nær alla jörðina. Leifar af efnunum fundust jafnvel í lífverum á norðurskautinu. „Efnin hafa verið bönnuð lengi en það er mjög erfitt að losna við þau. Á endanum leka þau út í vistkerfi hafsins og það er mjög erfitt að losna við þau þegar þau eru þangað komin. Þau safnast fyrir í þörungum, svo fiski, og þau safnast svo fyrir upp alla fæðukeðjuna,“ segir Filipa Samarra, sérfræðingur við starfsstöð Rannsóknasetra Háskóla Ísland í Vestmannaeyjum. Our new paper measures contaminants in orcas sampled in Iceland. It finds large within-population variation that relates to known variations in diet preferences and raises concerns for mixed diet whales. Congratulations @AnaRemili and co-authors👏 https://t.co/hTSanOlc5F— Icelandic Orca Project (@icelandic_orcas) March 24, 2021 Níu sinnum meira af eiturefnum hjá þeim sem átu blandað fæði Filipa hefur unnið við lengstu samfelldu rannsókn á háhyrningum á Íslandi sem nefnist Icelandic Orca Project undanfarin ár. Í því hafa vísindamenn fylgst með hvölunum, tekið myndir af þeim og safnað saman í skrá sem er aðgengileg á netinu. Þannig er hægt að bera kennsl á einstaklinga, meðal annars út frá bakugga þeirra og annarra einkenna, og fylgjast með þeim, lifnaðarháttum og ferðalögum. Þær rannsóknir hafa meðal annars leitt í ljós að háhyrningar við strendur Íslands hafa ólíkar aðferðir við að afla sér fæðu. Sumir nærast eingöngu á fiski en aðrir eru einnig með önnur sjávarspendýr á matseðlinum. Við Ísland hafa vísindamenn séð háhyrninga leggja sér síld til munns. Það er aðeins við strendur Skotlands sem hvalirnir hafa sést éta sjávarspendýr eins og seli. Ný rannsókn Filipu og samstarfsfólks hennar við Hafrannsóknastofnun og kanadíska og danska háskóla á háhyrningum við Ísland bendir til þess að þau dýr sem éta önnur sjávarspendýr séu í meiri hættu af völdum PCB-efna en þau sem éta aðeins fisk. Þau lýstu niðurstöðum sínum í grein í vísindaritinu Environmental Science and Technology. Í ljós kom að háhyrningar sem átu blandaða fæðu voru með allt að níu sinnum meira magn af PCB-efnum í sér en þeir sem borðuðu aðeins fisk. Ekki aðeins það heldur voru þeir sem voru á blönduðu fæði einnig með hærra hlutfall þrávirkustu og skaðlegustu efnanna í sér en hinir. Öll sýnin í rannsókninni voru tekin úr háhyrningum við Vestmannaeyjar og Snæfellsnes. Vísindamenn halda skrá yfir háhyrninga við Ísland. Þeir bera kennsl á þá með því að skoða bakugga hvalanna og litamynstur undir þeim.Marie Louis Viðbótarskref í fæðukeðjunni Dýr sem tróna efst í fæðukeðjunni eins og háhyrningar fá enn meira af PCB-efnum í sig en dýr sem eru neðar í henni. Selir og höfrungar, sem háhyrningar éta, nærast á fiski. Þeir lifa tiltölulega lengi og á meðan safnast eiturefnin fyrir í þeim. „Ástæðan fyrir því að hvalir sem éta seli eða önnur sjávarspendýr eru með meira af þessum eiturefnum en hvalir sem éta bara fisk er sú að þarna er milliskref. Ef hvalur étur fisk lýkur fæðukeðjunni þar. En ef hvalur étur sel nærist hann á dýri sem étur líka fisk. Við erum þannig að bæta við aukaskrefi í fæðukeðjuna. Það er það sem leiðir til aukins magns þessara eiturefna,“ segir Filipa við Vísi. Eitrið berst svo frá einni kynslóð til annarrar. PCB-efnin safnast fyrir í fitu háhyrninganna. Filipa segir að þegar háhyrningskýr er með kálfi og mjólkandi brotnar fitan niður og mjólkin mengast af eitrinu. „Ungir kálfar móður sem er með mikið magn eiturefna fá sjálfir mikið af eiturefnum strax við fæðingu,“ segir Filipa. Filipa Isabel Pereira Samarra, sérfræðingur rannsóknasetri Háskóla Íslands í Vestmannaeyjum. Myndin er tekin í Grundarfirði. Sýnin í rannsókninni voru tekin úr háhyrningum við Snæfellsnes og Vestmannaeyjar.Paul Wensveen Veikir ónæmiskerfi og veldur ófrjósemi Áhrif PCB-efna á heilsu háhyrninga sérstaklega eru ekki þekkt nákvæmlega. Rannsóknir á öðrum spendýrum bendir til þess að þau geti veikt ónæmiskerfi þeirra og dregið úr fjölgun þeirra. Talið er að þetta eigi einnig við um sjávarspendýr. „Þau gera þá kannski minna frjóa og þegar þeir eignast kálfa lifa þeir kannski ekki af,“ segir Filipa. Veiking ónæmiskerfis dýranna gæti ennfremur stytt lífslíkur þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar eru sagðar hafa þýðingu fyrir mat á hættu sem steðjar að háhyrningsstofninum. Það hversu mikið fæðuval einstakra dýra hefur á eiturefnin sem þau fá í sig sýni að stofninn sé ekki einsleitur og einstök dýr geti verið í mismikilli hættu. Þetta hafi ekki komið fram í nýlegu mati á háhyrningastofninum þar sem heilsu hans var ekki talin sérstök hætta búin. Taka þurfi tillit til undirhópa innan stofnsins þegar ákvarðanir um verndun og nýtingu hans eru teknar. Til að afla sýna úr háhyrningunum skutu vísindamennirnir pílu úr loftbyssu í þá. Þannig náðu þeir um tveggja sentímetra löngu lífsýni úr húð og fitulagi hvalanna.Julie Béesau
Hvalveiðar Dýr Vísindi Sjávarútvegur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira