Slakað á sóttvarnaaðgerðum utandyra í Bretlandi Kjartan Kjartansson skrifar 29. mars 2021 13:29 Kylfingar í Telford í Englandi, frelsinu fegnir í morgun. Slakað var á sóttvarnaaðgerðum sem hafa verið í gildi undanfarna þrjá mánuði. AP/Nick Potts Allt að sex manns geta nú komið saman utandyra og íþróttir sem eru spilaðar úti eru aftur leyfðar eftir að slakað var verulega á sóttvarnaaðgerðum sem hafa gilt frá ársbyrjun í Bretlandi í dag. Nýjum kórónuveirusmitum hefur fækkað verulega með ströngum aðgerðum undanfarinna mánaða. Um þrjátíu milljónir manna hafa nú verið bólusettir gegn veirunni í Bretlandi, um 57% allra fullorðinna landsmanna. Takmarkanir sem komið var á í byrjun þessa árs hafa einnig skilað verulegri fækkun smita. Þrátt fyrir það hvatti Boris Johnson, forsætisráðherra, landa sína til þess að ganga hægt um gleðinnar dyr. Fólk ætti til dæmis ekki að blanda mikið geði innandyra. Með tilslökununum í dag getur fólk frá tveimur heimilum hist utandyra í almenningsgörðum en þó aðeins sex manns að hámarki. Tennis- og golfvellir fengu að opna aftur og skipulagt íþróttastarf utandyra gat hafist aftur. Hægt er að halda brúðkaup en þó aðeins með sex gestum. AP-fréttastofan segir að Bretar tali um daginn sem „gleðilegan mánudag“. Ekki aðeins hafi verið slakað á aðgerðum og íþróttir utandyra heimilaðar heldur geri nú óvenjuhlýtt vor. Hitinn sé sums staðar á við Suður-Spán á þessum árstíma. Svo spenntir voru sumir að komast aftur af stað í íþróttunum að golfmót hófst eina mínútu yfir miðnætti í nótt á Morley Hayes-golfvellinum á Englandi. Þar léku kylfingar á sjö holu góðgerðamóti undir flóðljósum. Svipaðar tilslakanir tóku gildi í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi í dag. Þúsundir manna söfnuðust saman á ströndum í Wales um helgina eftir að slakað var á ferðatakmörkunum sem höfðu verið í gildi þar frá því í desember. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira
Um þrjátíu milljónir manna hafa nú verið bólusettir gegn veirunni í Bretlandi, um 57% allra fullorðinna landsmanna. Takmarkanir sem komið var á í byrjun þessa árs hafa einnig skilað verulegri fækkun smita. Þrátt fyrir það hvatti Boris Johnson, forsætisráðherra, landa sína til þess að ganga hægt um gleðinnar dyr. Fólk ætti til dæmis ekki að blanda mikið geði innandyra. Með tilslökununum í dag getur fólk frá tveimur heimilum hist utandyra í almenningsgörðum en þó aðeins sex manns að hámarki. Tennis- og golfvellir fengu að opna aftur og skipulagt íþróttastarf utandyra gat hafist aftur. Hægt er að halda brúðkaup en þó aðeins með sex gestum. AP-fréttastofan segir að Bretar tali um daginn sem „gleðilegan mánudag“. Ekki aðeins hafi verið slakað á aðgerðum og íþróttir utandyra heimilaðar heldur geri nú óvenjuhlýtt vor. Hitinn sé sums staðar á við Suður-Spán á þessum árstíma. Svo spenntir voru sumir að komast aftur af stað í íþróttunum að golfmót hófst eina mínútu yfir miðnætti í nótt á Morley Hayes-golfvellinum á Englandi. Þar léku kylfingar á sjö holu góðgerðamóti undir flóðljósum. Svipaðar tilslakanir tóku gildi í Skotlandi, Wales og á Norður-Írlandi í dag. Þúsundir manna söfnuðust saman á ströndum í Wales um helgina eftir að slakað var á ferðatakmörkunum sem höfðu verið í gildi þar frá því í desember.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Sjá meira