Starfsmenn barnaverndar Reykjavíkur prjóna við efni nafnlausra tilkynninga Sara Pálsdóttir skrifar 29. mars 2021 15:00 Undirrituð hefur sem lögmaður til meðferðar mál barnaverndarnefndar Reykjavíkur á hendur foreldri og barni þess. Við meðferð málsins hefur mjög margt varhugavert komið í ljós. Umfjöllun um það væri efni í heila bók. Barnaverndarnefnd krafðist vistunar barnsins utan heimilis án nokkurs tilefnis. Búið var að taka út aðstæður á heimili og þær metnar af starfsmönnum barnaverndar í öðru umdæmi í lagi og að ekkert tilefni væri til frekari aðgerða. Þrátt fyrir það úrskurðaði barnaverndarnefnd Reykjavíkur um vistun utan heimilis. Í kjölfarið fór foreldrið huldu höfði með barni sínu og treysti á að dómstólar myndu í framhaldi ekki leggja blessun sína yfir þau mannréttindabrot sem í úrskurði barnaverndar fólust, en m.a. hafði barnavernd Reykjavíkur neitað að hitta barnið og ræða við það til að afla afstöðu þess til vistunarinnar. Síðar kom í ljós að ástæða þeirrar neitunar var sú að starfsmenn barnaverndar „vissu hvort eð er“ að barnið þráði ekkert heitar en að vera hjá foreldri sínu. Dómstólar brugðust hins vegar algerlega. Landsréttur staðfesti úrskurðinn með þeim rökum að foreldrið hefði ekki lagt fram haldbær gögn sem staðfestu að foreldrið væri nú í stakk búið til að taka við umsjá barnsins. Semsagt, sönnunarbyrðinni var snúið við, það var ekki barnaverndar sem tók barnið frá foreldri sínu að sanna að skilyrði laga til slíks inngrips inn í innstu kviku mannréttinda þessarar fjölskyldu væru uppfyllt, heldur var það foreldrisins að afsanna það. Þetta er alger afbökun á sönnunarreglum réttarríkisins. Áður en barnið var afhent barnaverndaryfirvöldum hafði barnavernd Reykjavíkur krafist lögregluleitar að foreldrinu og krafist þess að barnið yrði afhent með lögregluvaldi. Barnavernd Reykjavíkur krafðist þess einnig að auglýst yrði eftir foreldrinu í fjölmiðlum. Á sama tíma barst nafnlaus tilkynning til barnaverndar. Um að foreldrið væri statt í tilteknu bæjarfélagi með tilteknum einstaklingi. Efni tilkynningarinnar var rangt en til viðbótar við þetta voru að finna þar upplýsingar sem enginn hafði undir höndum nema undirrituð, skjólstæðingur minn, lögreglan og barnavernd. Þegar undirrituð sá tilkynninguna fékk undirrituð vægast sagt ónotatilfinningu, enda hafði enginn „nafnlaus tilkynnandi“ getað haft umræddar upplýsingar undir höndum. Efni tilkynningarinnar var hins vegar notað af barnavernd Reykjavíkur til að „rökstyðja“ það gagnvart lögreglu, að þeir teldu öryggi barnsins ógnað. Þegar ekkert gat verið fjarri sannleikanum og miðað við gögn málsins vissu starfsmenn barnaverndar það. Staðfest er í gögnum málsins að á sama tíma og barnavernd Reykjavíkur sigaði lögreglunni á foreldrið og barnið, var foreldrið edrú, barnið öruggt og leið vel í faðmi fjölskyldu sinnar og vildi hvergi annars staðar vera en þar. Í ljósi þessa krafðist undirrituð afléttingu nafnleyndar samkvæmt skýrri lagaheimild í barnaverndarlögum. Í synjunarbréfi barnaverndar Reykjavíkur kom í ljós, að móttakandi tilkynningarinnar (starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur) hafði prjónað við efni tilkynningarinnar án þess að aðgreina hvaða upplýsingar stöfuðu frá hinum meinta nafnlausa tilkynnanda, og hvaða upplýsingar stöfuðu frá starfsmanninum sjálfum. M.o.ö., starfsmaður barnaverndar tilkynnti sjálfur undir nafnleynd, a.m.k. að hluta til, foreldrið, til barnaverndar. Notaði síðan tilkynninguna til að siga lögreglunni á foreldrið og barnið og rökstyðja það að þeir teldu öryggi barnsins telft í tvísýnu og þannig réttlæta það að hrifsa barnið úr fangi foreldris með lögregluvaldi. Þetta er aðeins einn pínulítill angi af þessu máli öllu. Ég hef orðið vör við það að þöggunin í kring um þessi mál er mikil. Lögfræðingar, sálfræðingar og jafnvel fjölmiðlar óttast að fjalla um þau. Á meðan viðgangast svona vinnubrögð óátalin. Pistill þessi þjónar þeim tilgangi að skína ljósinu þar sem myrkrið þrífst. Þetta er ekki í lagi, langt í frá. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Sara Pálsdóttir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Undirrituð hefur sem lögmaður til meðferðar mál barnaverndarnefndar Reykjavíkur á hendur foreldri og barni þess. Við meðferð málsins hefur mjög margt varhugavert komið í ljós. Umfjöllun um það væri efni í heila bók. Barnaverndarnefnd krafðist vistunar barnsins utan heimilis án nokkurs tilefnis. Búið var að taka út aðstæður á heimili og þær metnar af starfsmönnum barnaverndar í öðru umdæmi í lagi og að ekkert tilefni væri til frekari aðgerða. Þrátt fyrir það úrskurðaði barnaverndarnefnd Reykjavíkur um vistun utan heimilis. Í kjölfarið fór foreldrið huldu höfði með barni sínu og treysti á að dómstólar myndu í framhaldi ekki leggja blessun sína yfir þau mannréttindabrot sem í úrskurði barnaverndar fólust, en m.a. hafði barnavernd Reykjavíkur neitað að hitta barnið og ræða við það til að afla afstöðu þess til vistunarinnar. Síðar kom í ljós að ástæða þeirrar neitunar var sú að starfsmenn barnaverndar „vissu hvort eð er“ að barnið þráði ekkert heitar en að vera hjá foreldri sínu. Dómstólar brugðust hins vegar algerlega. Landsréttur staðfesti úrskurðinn með þeim rökum að foreldrið hefði ekki lagt fram haldbær gögn sem staðfestu að foreldrið væri nú í stakk búið til að taka við umsjá barnsins. Semsagt, sönnunarbyrðinni var snúið við, það var ekki barnaverndar sem tók barnið frá foreldri sínu að sanna að skilyrði laga til slíks inngrips inn í innstu kviku mannréttinda þessarar fjölskyldu væru uppfyllt, heldur var það foreldrisins að afsanna það. Þetta er alger afbökun á sönnunarreglum réttarríkisins. Áður en barnið var afhent barnaverndaryfirvöldum hafði barnavernd Reykjavíkur krafist lögregluleitar að foreldrinu og krafist þess að barnið yrði afhent með lögregluvaldi. Barnavernd Reykjavíkur krafðist þess einnig að auglýst yrði eftir foreldrinu í fjölmiðlum. Á sama tíma barst nafnlaus tilkynning til barnaverndar. Um að foreldrið væri statt í tilteknu bæjarfélagi með tilteknum einstaklingi. Efni tilkynningarinnar var rangt en til viðbótar við þetta voru að finna þar upplýsingar sem enginn hafði undir höndum nema undirrituð, skjólstæðingur minn, lögreglan og barnavernd. Þegar undirrituð sá tilkynninguna fékk undirrituð vægast sagt ónotatilfinningu, enda hafði enginn „nafnlaus tilkynnandi“ getað haft umræddar upplýsingar undir höndum. Efni tilkynningarinnar var hins vegar notað af barnavernd Reykjavíkur til að „rökstyðja“ það gagnvart lögreglu, að þeir teldu öryggi barnsins ógnað. Þegar ekkert gat verið fjarri sannleikanum og miðað við gögn málsins vissu starfsmenn barnaverndar það. Staðfest er í gögnum málsins að á sama tíma og barnavernd Reykjavíkur sigaði lögreglunni á foreldrið og barnið, var foreldrið edrú, barnið öruggt og leið vel í faðmi fjölskyldu sinnar og vildi hvergi annars staðar vera en þar. Í ljósi þessa krafðist undirrituð afléttingu nafnleyndar samkvæmt skýrri lagaheimild í barnaverndarlögum. Í synjunarbréfi barnaverndar Reykjavíkur kom í ljós, að móttakandi tilkynningarinnar (starfsmaður barnaverndar Reykjavíkur) hafði prjónað við efni tilkynningarinnar án þess að aðgreina hvaða upplýsingar stöfuðu frá hinum meinta nafnlausa tilkynnanda, og hvaða upplýsingar stöfuðu frá starfsmanninum sjálfum. M.o.ö., starfsmaður barnaverndar tilkynnti sjálfur undir nafnleynd, a.m.k. að hluta til, foreldrið, til barnaverndar. Notaði síðan tilkynninguna til að siga lögreglunni á foreldrið og barnið og rökstyðja það að þeir teldu öryggi barnsins telft í tvísýnu og þannig réttlæta það að hrifsa barnið úr fangi foreldris með lögregluvaldi. Þetta er aðeins einn pínulítill angi af þessu máli öllu. Ég hef orðið vör við það að þöggunin í kring um þessi mál er mikil. Lögfræðingar, sálfræðingar og jafnvel fjölmiðlar óttast að fjalla um þau. Á meðan viðgangast svona vinnubrögð óátalin. Pistill þessi þjónar þeim tilgangi að skína ljósinu þar sem myrkrið þrífst. Þetta er ekki í lagi, langt í frá. Höfundur er lögmaður.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun