Lífið

Laddi fer með hlutverk í nýju myndbandi Ivu og Más

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Iva og Már sendu frá sér nýtt lag í gær. Myndbandið var meðal annars tekið í Giljaböðum í Hvítársíðunni.
Iva og Már sendu frá sér nýtt lag í gær. Myndbandið var meðal annars tekið í Giljaböðum í Hvítársíðunni. Youtube

Söngvararnir Iva Marín Adrichem og Már Gunnarsson sendu í gær frá sér lagið Vinurinn vor. Myndbandið við lagið er tekið upp á nokkrum stöðum hér á landi síðasta sumar.

Már og Iva segja að lagið fjalli um vorið og bjartar sumarnætur á Íslandi.

„Í upphafi myndbandsins áður en lagið sjálft byrjar er stutt leikin sena þar sem Laddi er í aðalhlutverki. Í fyrrnefndri senu setjum við upp í skemmtilegum búningi hvernig sjáandi einstaklingar eiga það til að koma fram við blinda. Már gengur inn í sundlaug þar hittir hann fyrir Ladda roskinn afgreiðslumann sem hefur littla þekkingu á umgengni við blinda og út frá því myndast furðulegar samræður byggðar á raunverulegum atburðum,“ segir Már um lagið.

Náttúran er svo sannarlega í aðalhlutverki í myndbandinu við Vinurinn Vor.

„Við vonumst til að lagið og myndbandið létti landsmönnum lundina síðustu skrefin í gegnum langan og dimann Covidvetur og inn í sumarið.“

Myndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 


Tengdar fréttir

RÚV biður Ívu afsökunar

Íva Marín Adrichem, sem keppti á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar á laugardagskvöldið með lag sitt Oculis Videre, greindi frá því á samfélagsmiðlum í gær að hún væri ósátt við vinnubrögð hjá starfsfólki Ríkisútvarpsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.