Maxwell ákærð fyrir mansal í fyrsta sinn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. mars 2021 21:58 Maxwell hefur sagst saklaus af því að hafa hjálpað Epstein með því að lokka unglingsstúlkur sem Epstein og vinir hans misnotuðu kynferðislega. EPA/Jason Szenes Ghislaine Maxwell, samverkakona og fyrrverandi kærasta auðkýfingsins Jeffrey Epstein, var í dag ákærð fyrir að hafa selt ólögráða barn í mansal. Hún er sökuð um að hafa fengið fjórtán ára stúlku til þess að taka þátt í kynferðislegum athöfnum með Epstein og að hafa síðan greitt stúlkunni fyrir. Í ákærunni kemur fram að stúlkan hafi á árunum 2001 til 2004 ítrekað nuddað Epstein á heimili hans í Palm Beach í Flórída þar sem hann var ávallt nakinn. Hann hafi í þessum nuddum ítrekað brotið kynferðislega á stúlkunni. Í fyrri ákærum hefur Maxwell verið sökuð um að hafa hjálpað Epstein við að komast í samband við stelpurnar, þjálfa þær og síðar hjálpað honum við að kynferðislega misnota þær. Maxwell hefur aldrei áður verið ákærð fyrir mansal (e. sex-trafficking). Í ákærunni kemur einnig fram að stúlkan hafi nuddað Epstein en að Maxwell, og aðrir sem störfuðu fyrir Epstein, hafi greitt stúlkunni hundruð Bandaríkjadala fyrir „þjónustuna“. Maxwell hefur setið í gæsluvarðhaldi í tæpa níu mánuði og hefur hún neitað sök í öllum ákærum. hún hefur meðal annars verið ákærð fyrir að hafa tælt fjölda barnungra stúlkna – sú yngsta 14 ára – fyrir hönd Epsteins. Maxwell er einnig sögð hafa spilað stórt hlutverk í ofbeldinu sem stúlkurnar urðu fyrir. Í ákærunni sem birt var í dag er minnst á aðra fjórtán ára stúlku sem einnig varð fyrir barðinu á Maxwell. Ekki er ljóst fyrir hvers konar ofbeldi hún varð fyrir. Þá segir einnig í ákærunni að Epstein og Maxwell hafi hvatt stúlkurnar til þess að fá fleiri stelpur til þess að nudda Epstein. Þá kemur fram að fyrsta stúlkan hafi fengið fjölda kvenna og stúlkna til þess að veita Epstein „erótísk“ nudd, eins og segir í ákærunni, og hafi þær allar fengið hundruð dali borgaða fyrir hvert nudd. Epstein var sjálfur ákærður fyrir að hafa misnotað tugi kvenna og stúlkna en áður en mál hans fór fyrir dóm tók hann eigið líf í ágúst 2019. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Brúnt vatn og óætur matur: Líkir fangavistinni við pyntingar Það er niðurlægjandi hvernig farið er með Ghislaine Maxwell í fangelsinu í New York, segir bróðir hennar Ian Maxwell. Hann líkir fangavistinni við pyntingar en Maxwell hefur verið sökuð um að hafa útvegað vini sínum Jeffrey Epstein stúlkur undir lögaldri. 10. mars 2021 21:56 Notuðust við farsímagögn til að finna Maxwell Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hafði uppi á Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffrey Epstein, með því að rekja staðsetningu farsíma hennar. Maxwell var handtekinn þann 2. júlí á síðasta ári í aðgerðum lögreglu á heimili hennar í New Hampshire í Bandaríkjunum. 5. janúar 2021 17:49 Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44 Dómgreindarbrestur saksóknara en ekki lögbrot í máli Epstein á Flórída Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. 12. nóvember 2020 19:54 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Sjá meira
Í ákærunni kemur fram að stúlkan hafi á árunum 2001 til 2004 ítrekað nuddað Epstein á heimili hans í Palm Beach í Flórída þar sem hann var ávallt nakinn. Hann hafi í þessum nuddum ítrekað brotið kynferðislega á stúlkunni. Í fyrri ákærum hefur Maxwell verið sökuð um að hafa hjálpað Epstein við að komast í samband við stelpurnar, þjálfa þær og síðar hjálpað honum við að kynferðislega misnota þær. Maxwell hefur aldrei áður verið ákærð fyrir mansal (e. sex-trafficking). Í ákærunni kemur einnig fram að stúlkan hafi nuddað Epstein en að Maxwell, og aðrir sem störfuðu fyrir Epstein, hafi greitt stúlkunni hundruð Bandaríkjadala fyrir „þjónustuna“. Maxwell hefur setið í gæsluvarðhaldi í tæpa níu mánuði og hefur hún neitað sök í öllum ákærum. hún hefur meðal annars verið ákærð fyrir að hafa tælt fjölda barnungra stúlkna – sú yngsta 14 ára – fyrir hönd Epsteins. Maxwell er einnig sögð hafa spilað stórt hlutverk í ofbeldinu sem stúlkurnar urðu fyrir. Í ákærunni sem birt var í dag er minnst á aðra fjórtán ára stúlku sem einnig varð fyrir barðinu á Maxwell. Ekki er ljóst fyrir hvers konar ofbeldi hún varð fyrir. Þá segir einnig í ákærunni að Epstein og Maxwell hafi hvatt stúlkurnar til þess að fá fleiri stelpur til þess að nudda Epstein. Þá kemur fram að fyrsta stúlkan hafi fengið fjölda kvenna og stúlkna til þess að veita Epstein „erótísk“ nudd, eins og segir í ákærunni, og hafi þær allar fengið hundruð dali borgaða fyrir hvert nudd. Epstein var sjálfur ákærður fyrir að hafa misnotað tugi kvenna og stúlkna en áður en mál hans fór fyrir dóm tók hann eigið líf í ágúst 2019.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Brúnt vatn og óætur matur: Líkir fangavistinni við pyntingar Það er niðurlægjandi hvernig farið er með Ghislaine Maxwell í fangelsinu í New York, segir bróðir hennar Ian Maxwell. Hann líkir fangavistinni við pyntingar en Maxwell hefur verið sökuð um að hafa útvegað vini sínum Jeffrey Epstein stúlkur undir lögaldri. 10. mars 2021 21:56 Notuðust við farsímagögn til að finna Maxwell Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hafði uppi á Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffrey Epstein, með því að rekja staðsetningu farsíma hennar. Maxwell var handtekinn þann 2. júlí á síðasta ári í aðgerðum lögreglu á heimili hennar í New Hampshire í Bandaríkjunum. 5. janúar 2021 17:49 Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44 Dómgreindarbrestur saksóknara en ekki lögbrot í máli Epstein á Flórída Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. 12. nóvember 2020 19:54 Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Fleiri fréttir Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Sjá meira
Brúnt vatn og óætur matur: Líkir fangavistinni við pyntingar Það er niðurlægjandi hvernig farið er með Ghislaine Maxwell í fangelsinu í New York, segir bróðir hennar Ian Maxwell. Hann líkir fangavistinni við pyntingar en Maxwell hefur verið sökuð um að hafa útvegað vini sínum Jeffrey Epstein stúlkur undir lögaldri. 10. mars 2021 21:56
Notuðust við farsímagögn til að finna Maxwell Alríkislögreglan í Bandaríkjunum hafði uppi á Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffrey Epstein, með því að rekja staðsetningu farsíma hennar. Maxwell var handtekinn þann 2. júlí á síðasta ári í aðgerðum lögreglu á heimili hennar í New Hampshire í Bandaríkjunum. 5. janúar 2021 17:49
Segja fangaverði vekja Maxwell á kortersfresti til að athuga með lífsmörk Lögfræðingar Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu og fyrrverandi kærustu Jeffreys Epstein, segja að fangaverðir vekji hana á kortersfresti til þess að athuga með lífsmörk hennar. 25. nóvember 2020 22:44
Dómgreindarbrestur saksóknara en ekki lögbrot í máli Epstein á Flórída Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur komist að þeirri niðurstöðu að alríkissaksóknarar sem gerðu umdeilda sátt sem kom Jeffrey Epstein hjá ákæru árið 2008 hafi ekki brotið lög. Þeir hafi aftur á móti sýnt af sér „lélega dómgreind“. 12. nóvember 2020 19:54
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent