Sport

Afmynduð eftir boxbardaga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eins og sjá má var Cheyenne Hanson varla þekkjanleg eftir höggið sem hún fékk um helgina.
Eins og sjá má var Cheyenne Hanson varla þekkjanleg eftir höggið sem hún fékk um helgina. instagram-síða Cheyenne Hanson

Þýska hnefaleikakonan Cheyenne Hanson var nánast óþekkjanleg eftir högg sem hún fékk í bardaga gegn hinnu úkraínsku Alinu Zaitsevu.

Hanson og Zaitseva ráku höfuðin saman í bardaga sínum um helgina. Skömmu síðar byrjaði andlit Hansons að bólgna upp og dómarinn átti engra annarra kosta völ en að hætta bardaganum eins og reglur kveða á um.

Skömmu eftir höggið var Hanson orðin blá og marin og andlit hennar hreinlega afmyndað.

Hún birti af mynd af sér eftir bardagann á Instagram þar sem hún leit nánast út eins og fílamaðurinn.

Hanson gat þó huggað sig við að hún vann bardagann en hún var yfir á stigum þegar hann var blásinn af. Hin 23 ára Hanson hefur nú unnið átta af níu bardögum sínum á boxferlinum.

Meiðsli Hansons minna um margt á svipuð meiðsli sem UFC-stjarnan Joanna Jedrzejcyzk varð fyrir í bardaga gegn Weili Zhang í fyrra. Andlit hennar afmyndaðist einnig og hún var nánast óþekkjanleg.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×