Geðheilsa Íslendinga Héðinn Unnsteinsson, Elín Ebba Ásmundsdóttir og Grímur Atlason skrifa 30. mars 2021 10:01 Það er þrennt sem við þurfum að vita um huga okkar: Í fyrsta lagi þurfum við í vöku ávallt að hafa eitthvað að hugsa um, í öðru lagi þá getum við bara hugsaðu um eitt í einu og að síðustu, og kannski það mikilvægasta nú á tímum, þá vex það sem við hugsum um. Frá því að fyrstu fréttir bárust af Covid-19 veirunni eru um 14 mánuðir liðnir og þann tíma hefur samfélag okkar og annarra verið ofurselt umfjöllun og viðbrögðum vegna hennar. Á Íslandi var gripið til fyrstu takmarkanna þann 16. mars 2020 og frá þeim tíma höfum við búið við einhverjar takmarkanir á daglegu lífi okkar. Kaflarnir hafa verið mislangir og miserfiðir – stundum litlar skorður og stundum miklar. Nú þegar frelsi okkar hefur verið takmarkað enn á ný til að hámarka almannaheill þá er ekki óeðlilegt að við ræðum geðheilsu og andlega líðan okkar sem þjóðar. Fjölmargar rannsóknir benda til þess að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í baráttunni við veiruna hafi áhrif á geðheilsu okkar og líðan. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) sendi strax í upphafi faraldursins frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við áhrifum faraldursins á geðheilsu til skemmri og lengri tíma. Kreppur sl. 100 ára voru fyrst og fremst efnahagslegar og því er erfitt að leita í söguna til að spá fyrir um afleiðingar. Einangrun, ótti, samfélagsmiðlar, falsfréttir o.fl. gera þessa kreppu flóknari en aðrar kreppur í sögunni. Líkindi er helst að finna í löndum þar sem einstaklingar hafa búið við skert frelsi vegna stjórnmálaskoðana eða stríðsástands. Þrátt fyrir að okkur hafi gengið betur í sóttvörnum en flestum þjóðum er ljóst að faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á samfélagið og valdið miklu tjóni. Atvinnuleysi er meira en það hefur áður verið á lýðveldistímanum og eru á þriðja tug þúsunda án atvinnu á Íslandi og langtíma atvinnuleysi í sögulegu hámarki. Slíkt ástand, þar sem mjög hæft fólk er án vinnu, hefur mikil áhrif á þá sem eru að koma út á vinnumarkaðinn í fyrsta sinn eða þá sem lengi hafa verið án vinnu. Hætt er við að þessir hópar verði undir í baráttunni um störfin. Við finnum öll fyrir þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til en mismikið. Börn og ungmenni eru þannig talsvert berskjölduð fyrir geðrænum fylgikvillum þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í baráttunni. Á mikilvægum mótunartíma í þroska þeirra snýst tilvera þeirra á hvolf. Skóli, tómstundir, samvera, nánd, hreyfing, rútína o.s.frv. Mánuður getur verið langur tími í lífi þeirra sem eru að ljúka grunnskóla eða byrja í framhaldsskóla. Þegar langir kaflar í lífi þessara einstaklinga eru undirlagðir skerðingu lífsgæða í formi fjöldatakmarkana og lokana þá hefur það áhrif á geðheilsu þeirra. Við þurfum því að vera á varðbergi og huga með markvissum hætti sérstaklega að geðheilsu ungs fólks. Geðheilbrigðismál eru þannig talsvert til umræðu þessi misserin og stjórnvöld hafa gefið það út að þau séu í forgangi og er það vel. Það hefur hins vegar skort á aðgerðir og hafa landssamtökin Geðhjálp bent á hvar skóinn kreppir helst. Nú þegar rofa tekur í heimsfaraldrinum og afleiðingar til lengri tíma fara að koma í ljós viljum við árétta eftirfarandi aðgerðir til þess að setja geðheilsu í forgang. Það er ljóst að við munum glíma við afleiðingar faraldursins í mörg ár og þess vegna er mikilvægt að bregðast við og setja eftirfarandi á oddinn: Gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi Efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri Stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra Hefja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu Gera geðrækt að hluta af aðalnámskrá grunnskóla Fjölga atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænar áskoranir Byggja nýtt húsnæði geðsviðs LSH og SAK og endurskoða hugmyndafræði og innihald meðferðar Útiloka nauðung og þvingun við meðferð Koma á fót Geðráði, breiðum samráðsvettvangi um geðheilbrigðismál Það að bregðast við núna og setja geðheilsu í forgang er skynsamlegt í alla staði. Með því tökumst við á við áskoranir dagsins í dag og nánustu framtíðar en ekki síður þegar til lengri tíma litið. Við búum öll við geð rétt eins og við erum öll með hjarta. Hlúum að því og setjum geðheilsu í forgang þá vex það sem við hugsum um. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður GeðhjálparGrímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Grímur Atlason Héðinn Unnsteinsson Elín Ebba Ásmundsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Sjá meira
Það er þrennt sem við þurfum að vita um huga okkar: Í fyrsta lagi þurfum við í vöku ávallt að hafa eitthvað að hugsa um, í öðru lagi þá getum við bara hugsaðu um eitt í einu og að síðustu, og kannski það mikilvægasta nú á tímum, þá vex það sem við hugsum um. Frá því að fyrstu fréttir bárust af Covid-19 veirunni eru um 14 mánuðir liðnir og þann tíma hefur samfélag okkar og annarra verið ofurselt umfjöllun og viðbrögðum vegna hennar. Á Íslandi var gripið til fyrstu takmarkanna þann 16. mars 2020 og frá þeim tíma höfum við búið við einhverjar takmarkanir á daglegu lífi okkar. Kaflarnir hafa verið mislangir og miserfiðir – stundum litlar skorður og stundum miklar. Nú þegar frelsi okkar hefur verið takmarkað enn á ný til að hámarka almannaheill þá er ekki óeðlilegt að við ræðum geðheilsu og andlega líðan okkar sem þjóðar. Fjölmargar rannsóknir benda til þess að þær aðgerðir sem gripið hefur verið til í baráttunni við veiruna hafi áhrif á geðheilsu okkar og líðan. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) sendi strax í upphafi faraldursins frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við áhrifum faraldursins á geðheilsu til skemmri og lengri tíma. Kreppur sl. 100 ára voru fyrst og fremst efnahagslegar og því er erfitt að leita í söguna til að spá fyrir um afleiðingar. Einangrun, ótti, samfélagsmiðlar, falsfréttir o.fl. gera þessa kreppu flóknari en aðrar kreppur í sögunni. Líkindi er helst að finna í löndum þar sem einstaklingar hafa búið við skert frelsi vegna stjórnmálaskoðana eða stríðsástands. Þrátt fyrir að okkur hafi gengið betur í sóttvörnum en flestum þjóðum er ljóst að faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á samfélagið og valdið miklu tjóni. Atvinnuleysi er meira en það hefur áður verið á lýðveldistímanum og eru á þriðja tug þúsunda án atvinnu á Íslandi og langtíma atvinnuleysi í sögulegu hámarki. Slíkt ástand, þar sem mjög hæft fólk er án vinnu, hefur mikil áhrif á þá sem eru að koma út á vinnumarkaðinn í fyrsta sinn eða þá sem lengi hafa verið án vinnu. Hætt er við að þessir hópar verði undir í baráttunni um störfin. Við finnum öll fyrir þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til en mismikið. Börn og ungmenni eru þannig talsvert berskjölduð fyrir geðrænum fylgikvillum þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til í baráttunni. Á mikilvægum mótunartíma í þroska þeirra snýst tilvera þeirra á hvolf. Skóli, tómstundir, samvera, nánd, hreyfing, rútína o.s.frv. Mánuður getur verið langur tími í lífi þeirra sem eru að ljúka grunnskóla eða byrja í framhaldsskóla. Þegar langir kaflar í lífi þessara einstaklinga eru undirlagðir skerðingu lífsgæða í formi fjöldatakmarkana og lokana þá hefur það áhrif á geðheilsu þeirra. Við þurfum því að vera á varðbergi og huga með markvissum hætti sérstaklega að geðheilsu ungs fólks. Geðheilbrigðismál eru þannig talsvert til umræðu þessi misserin og stjórnvöld hafa gefið það út að þau séu í forgangi og er það vel. Það hefur hins vegar skort á aðgerðir og hafa landssamtökin Geðhjálp bent á hvar skóinn kreppir helst. Nú þegar rofa tekur í heimsfaraldrinum og afleiðingar til lengri tíma fara að koma í ljós viljum við árétta eftirfarandi aðgerðir til þess að setja geðheilsu í forgang. Það er ljóst að við munum glíma við afleiðingar faraldursins í mörg ár og þess vegna er mikilvægt að bregðast við og setja eftirfarandi á oddinn: Gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi Efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri Stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra Hefja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu Gera geðrækt að hluta af aðalnámskrá grunnskóla Fjölga atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænar áskoranir Byggja nýtt húsnæði geðsviðs LSH og SAK og endurskoða hugmyndafræði og innihald meðferðar Útiloka nauðung og þvingun við meðferð Koma á fót Geðráði, breiðum samráðsvettvangi um geðheilbrigðismál Það að bregðast við núna og setja geðheilsu í forgang er skynsamlegt í alla staði. Með því tökumst við á við áskoranir dagsins í dag og nánustu framtíðar en ekki síður þegar til lengri tíma litið. Við búum öll við geð rétt eins og við erum öll með hjarta. Hlúum að því og setjum geðheilsu í forgang þá vex það sem við hugsum um. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar Elín Ebba Ásmundsdóttir, varaformaður GeðhjálparGrímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun