Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. mars 2021 15:36 Fosshótel við Þórunnartún þar sem fjöldi fólks mun dvelja á næstunni, nýkomið til landsins frá dökkrauðum löndum. Vísir/Vilhelm Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. Nýju ráðstafanirnar kveða á um að öll þau sem koma til Íslands frá dökkrauðum löndum, þ.e. löndum þar sem 14 daga nýgengi COVID-19 smita er yfir 500 á hverja 100.000 íbúa, skulu dvelja í húsnæði á vegum stjórnvalda meðan á sóttkví eða einangrun stendur. Von er á sex flugvélum til landsins á fimmtudaginn, daginn sem reglurnar taka gildi. Þeirra á meðal eru flug frá Hollandi og Póllandi sem eru dökkrauð lönd. Því má reikna með nokkrum fjölda gesta á sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni. Stjórnvöld hafa birt lista yfir þau lönd sem eru dökkrauð eða grá miðað við þriðjudaginn 30. mars 2021. Evrópa innan EES Belgía Búlgaría Eistland Frakkland Holland Ítalía Kýpur Liechtenstein Malta Noregur Pólland Rúmenía Spánn Slóvakía Slóvenía Svíþjóð Tékkland Ungverjaland Evrópa utan EES Andorra Kósovó Moldóva Norður Makedónía San Marínó Serbía Svartfjallaland Afríka Kamerún Tansanía Vestur Sahara Seychelles eyjar Ameríkur Bonaire, Sint Eustatius og Saba Curaçao Arúba Úrúgvæ Asía Norður Kórea Tadsíkistan Túrkmenistan Jórdanía Líbanon Palestína Barein Eyjaálfa Aðrar franskar Kyrrahafseyjar „Það að stjórnvöld óski eftir að Rauði krossinn hafi umsjón með hinu nýja sóttkvíarhóteli er skýr staðfesting á góðum árangri okkar undanfarið ár,“ segir segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. „Vegferðin til þessa hefur sannarlega verið krefjandi og full af óvissu, enda opnuðum við farsóttarhúsið á Rauðarárstíg upphaflega til þriggja mánaða eða svo, en ári síðar erum við hér enn – reynslunni ríkari. Þessi dýrmæta reynsla mun nýtast okkur áfram í þeim áskorunum sem sannarlega munu fylgja opnun nýrra úrræða og móttöku enn fleiri gesta en áður.“ Frá farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg.Vísir/Vilhelm Frá því snemma árs 2020 hefur Rauði krossinn haft umsjón með farsóttarhúsum við Rauðarárstíg í Reykjavík, á Akureyri og víðar. Frá og með 1. apríl mun Fosshótel Reykjavík við Þórunnartún gegna hlutverki sóttkvíarhótels, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar Íslands, enda krefjast hinar nýju reglur á landamærum nýrra úrræða. Rauði krossinn mun hafa umsjón með sóttkvíarhótelinu auk þess sem farsóttarhúsið við Rauðarárstíg verður áfram opið en ekki er útilokað að fleiri sóttkvíarhótel verði opnuð í framhaldinu. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Vísir/Vilhelm „Erfitt er að áætla þann fjölda gesta sem mun þurfa að dvelja á sóttkvíarhótelum og í farsóttarhúsum á næstu vikum en búast má við sá fjöldi muni skipta hundruðum. Þjálfun nýs starfsfólks Rauða krossins sem mun sinna fjölbreyttum verkefnum þessu tengdu er þegar hafin,“ segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. Ekki er hægt að panta á sóttkvíarhóteli og munu þau sem þangað fara fá upplýsingar þar að lútandi fyrir komu til landsins. Um farþega frá löndum sem ekki eru á lista sóttvarnalæknis gilda almennar reglur um sóttkví sem má nálgast á covid.is. Kristín Hjálmtýsdóttir er framkvæmdastjóri Rauða krossins.Vísir/Baldur Hrafnkell Þar má einnig finna upplýsingar um gildandi sóttvarnarreglur en Rauði krossinn mun áfram miðla upplýsingum tengdum faraldri kórónuveirunnar á raudikrossinn.is og á samfélagsmiðlum. Finnir þú fyrir kvíða, einmanaleika eða þunglyndi þá veita Hjálparsíminn 1717 og netspjallið á 1717.is stuðning og ráðgjöf allan sólarhringinn. „Hjá Rauða krossinum tökum við hlutverk okkar sem mikilvægur hlekkur í almannavörnum landsins mjög alvarlega og nálgumst umsjón farsóttarhúsa og sóttkvíarhótela – eins og öll okkar verkefni – af alúð og virðingu,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins. „Þó aðkoma og þrotlaus vinna Rauða krossins í ástandi sem þessu sé tryggð með samkomulagi við stjórnvöld þá er það nú samt svo að án dyggs stuðnings Mannvina, félagsfólks og annarra velunnara væri Rauði krossinn ekki í stakk búinn að bregðast við með þeim snögga og fumlausa hætti sem dæmi undanfarins árs sanna. Fyrir þetta þökkum við af heilum hug en treystum um leið á áframhaldandi stuðning og velvild svo áfram megi bregðast við þegar þörf krefur, með hlutleysi og mannúð að leiðarljósi.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Nýju ráðstafanirnar kveða á um að öll þau sem koma til Íslands frá dökkrauðum löndum, þ.e. löndum þar sem 14 daga nýgengi COVID-19 smita er yfir 500 á hverja 100.000 íbúa, skulu dvelja í húsnæði á vegum stjórnvalda meðan á sóttkví eða einangrun stendur. Von er á sex flugvélum til landsins á fimmtudaginn, daginn sem reglurnar taka gildi. Þeirra á meðal eru flug frá Hollandi og Póllandi sem eru dökkrauð lönd. Því má reikna með nokkrum fjölda gesta á sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni. Stjórnvöld hafa birt lista yfir þau lönd sem eru dökkrauð eða grá miðað við þriðjudaginn 30. mars 2021. Evrópa innan EES Belgía Búlgaría Eistland Frakkland Holland Ítalía Kýpur Liechtenstein Malta Noregur Pólland Rúmenía Spánn Slóvakía Slóvenía Svíþjóð Tékkland Ungverjaland Evrópa utan EES Andorra Kósovó Moldóva Norður Makedónía San Marínó Serbía Svartfjallaland Afríka Kamerún Tansanía Vestur Sahara Seychelles eyjar Ameríkur Bonaire, Sint Eustatius og Saba Curaçao Arúba Úrúgvæ Asía Norður Kórea Tadsíkistan Túrkmenistan Jórdanía Líbanon Palestína Barein Eyjaálfa Aðrar franskar Kyrrahafseyjar „Það að stjórnvöld óski eftir að Rauði krossinn hafi umsjón með hinu nýja sóttkvíarhóteli er skýr staðfesting á góðum árangri okkar undanfarið ár,“ segir segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins. „Vegferðin til þessa hefur sannarlega verið krefjandi og full af óvissu, enda opnuðum við farsóttarhúsið á Rauðarárstíg upphaflega til þriggja mánaða eða svo, en ári síðar erum við hér enn – reynslunni ríkari. Þessi dýrmæta reynsla mun nýtast okkur áfram í þeim áskorunum sem sannarlega munu fylgja opnun nýrra úrræða og móttöku enn fleiri gesta en áður.“ Frá farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg.Vísir/Vilhelm Frá því snemma árs 2020 hefur Rauði krossinn haft umsjón með farsóttarhúsum við Rauðarárstíg í Reykjavík, á Akureyri og víðar. Frá og með 1. apríl mun Fosshótel Reykjavík við Þórunnartún gegna hlutverki sóttkvíarhótels, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnar Íslands, enda krefjast hinar nýju reglur á landamærum nýrra úrræða. Rauði krossinn mun hafa umsjón með sóttkvíarhótelinu auk þess sem farsóttarhúsið við Rauðarárstíg verður áfram opið en ekki er útilokað að fleiri sóttkvíarhótel verði opnuð í framhaldinu. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa Rauða krossins.Vísir/Vilhelm „Erfitt er að áætla þann fjölda gesta sem mun þurfa að dvelja á sóttkvíarhótelum og í farsóttarhúsum á næstu vikum en búast má við sá fjöldi muni skipta hundruðum. Þjálfun nýs starfsfólks Rauða krossins sem mun sinna fjölbreyttum verkefnum þessu tengdu er þegar hafin,“ segir í tilkynningu frá Rauða krossinum. Ekki er hægt að panta á sóttkvíarhóteli og munu þau sem þangað fara fá upplýsingar þar að lútandi fyrir komu til landsins. Um farþega frá löndum sem ekki eru á lista sóttvarnalæknis gilda almennar reglur um sóttkví sem má nálgast á covid.is. Kristín Hjálmtýsdóttir er framkvæmdastjóri Rauða krossins.Vísir/Baldur Hrafnkell Þar má einnig finna upplýsingar um gildandi sóttvarnarreglur en Rauði krossinn mun áfram miðla upplýsingum tengdum faraldri kórónuveirunnar á raudikrossinn.is og á samfélagsmiðlum. Finnir þú fyrir kvíða, einmanaleika eða þunglyndi þá veita Hjálparsíminn 1717 og netspjallið á 1717.is stuðning og ráðgjöf allan sólarhringinn. „Hjá Rauða krossinum tökum við hlutverk okkar sem mikilvægur hlekkur í almannavörnum landsins mjög alvarlega og nálgumst umsjón farsóttarhúsa og sóttkvíarhótela – eins og öll okkar verkefni – af alúð og virðingu,“ segir Kristín S. Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins. „Þó aðkoma og þrotlaus vinna Rauða krossins í ástandi sem þessu sé tryggð með samkomulagi við stjórnvöld þá er það nú samt svo að án dyggs stuðnings Mannvina, félagsfólks og annarra velunnara væri Rauði krossinn ekki í stakk búinn að bregðast við með þeim snögga og fumlausa hætti sem dæmi undanfarins árs sanna. Fyrir þetta þökkum við af heilum hug en treystum um leið á áframhaldandi stuðning og velvild svo áfram megi bregðast við þegar þörf krefur, með hlutleysi og mannúð að leiðarljósi.“
Evrópa innan EES Belgía Búlgaría Eistland Frakkland Holland Ítalía Kýpur Liechtenstein Malta Noregur Pólland Rúmenía Spánn Slóvakía Slóvenía Svíþjóð Tékkland Ungverjaland Evrópa utan EES Andorra Kósovó Moldóva Norður Makedónía San Marínó Serbía Svartfjallaland Afríka Kamerún Tansanía Vestur Sahara Seychelles eyjar Ameríkur Bonaire, Sint Eustatius og Saba Curaçao Arúba Úrúgvæ Asía Norður Kórea Tadsíkistan Túrkmenistan Jórdanía Líbanon Palestína Barein Eyjaálfa Aðrar franskar Kyrrahafseyjar
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira