Segir fjölmarga telja myndbandið vera falsað Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2021 16:56 Athæfi fjórmenninganna hefur vakið heimsathygli. Skjáskot Þegar Thelma Dögg Grétarsdóttir, landsliðskona í blaki og félagar hennar í landsliðshópnum gerðu sér leið að gosstöðvunum í Geldingadölum var lítil spurning um að taka með sér blakboltann. Eftir að níu manna hópurinn var kominn að svæðinu á laugardagsmorgun kom raunar í ljós að tveir boltar voru með í för. Úr varð ótrúlegt myndband sem náð hefur mikilli útbreiðslu á heimsvísu á skömmum tíma. Hefur Thelma varla undan að svara fyrirspurnum erlendra fjölmiðla og annarra áhugasamra. Framlag í Instagramkeppni Þegar þetta er skrifað hefur verið horft 3,8 milljón sinnum á myndbandið sem Rut Einarsdóttir birti af blakleiknum á Twitter og fer sú tala hratt vaxandi. Þar að auki hefur myndband hennar og annað sem ferðafélagar Thelmu tóku upp verið endurbirt víða, meðal annars af fréttaveitunni Reuters, morgunþættinum Today á bandarísku NBC-sjónvarpsstöðinni og fjölmörgum öðrum miðlum. Þá hefur bandaríska íþróttastöðin ESPN, ein stærsta sinnar tegundar í heiminum, óskað eftir að fá að birta myndbandið á sínum miðlum. Myndbandið sem Rut tók má sjá hér fyrir neðan en það hefur náð miklum vinsældum á Twitter. Klippa: Mögulega það íslenskasta sem ég hef séð Thelma segir að hún hafi aldrei getað gert sér í hugarlund hversu mikla athygli blakleikur þeirra fengi. Hann var upphaflega hugsaður sem framlag í myndbandskeppni sem eitt stærsta strandblaklið Noregs stendur fyrir á Instagram. Margir telja myndbandið falsað „Ég er eiginlega búin að vera í sjokki í tvo daga,“ segir hún í samtali við Vísi. Á myndbandinu má sömuleiðis sjá landsliðsmennina Sigþór Helgason og Kára Hlynsson auk Borja Gonzales, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í blaki. Sá síðastnefndi hafði þá fengið sömu myndbandshugmynd og mætt með sinn bolta en hópurinn ákvað að sameina krafta sína. Óhætt er að segja að framlag þeirra fái háa einkunn fyrir frumleika en það telst svo ótrúlegt að margir netverjar eru staðráðnir í að brögð séu í tafli. Það halda rosalega margir að þetta myndband sé falsað og sumir sagt að þetta sé green screen eða eitthvað svoleiðis. Þá er fínt að hafa tvö myndbönd til að bakka hvort annað upp.“ Thelma Dögg Grétarsdóttir og Sigþór Helgason, kærasti hennar og landsliðsmaður í blaki.Aðsend Thelma segir að margir hafi heillast af myndbandinu á samfélagsmiðlum og lýst yfir áhuga á því að koma til landsins og sjá gosið. Þó beri einnig á því að fólk gagnrýni athæfið og telji hópinn fara óvarlega. „Ég er alveg búin að vera að passa mig svolítið að vera ekkert að lesa allt, það er rosalega mikið af fólki sem segir að við séum hauslaus og gætum dottið ofan í hraunið hvenær sem er,“ segir Thelma létt í bragði. „Það sést í rauninni ekki í myndbandinu hvað það er stór brekka fyrir neðan okkur svo við erum fjær frá hrauninu en það lítur út fyrir. Það er mjög mikið af fólki búið að senda skilaboð og líka sumir sem skilja ekki hvers vegna við erum í lopapeysu, hvers vegna við erum svona vel klædd við eldgos, það geti ekki verið svona kalt hjá eldgosi og þetta geti því ekki verið satt.“ Rut Einarsdóttir segir að viðbrögðin hafi að mestu verið jákvæð og margir heillist af dirfsku Íslendinga. Aðsend Tilviljun að hún varð vitni af athæfinu Rut Einarsdóttir segir það hafa komið sér virkilega á óvart hversu mikið áhorf litla myndskeiðið hennar hafi fengið en fyrirspurnum frá erlendum miðlum og efnisveitum hefur rignt yfir hana síðustu sólarhringa. Hún og vinkona hennar Árdís Drífa Birgisdóttir lögðu af stað að eldstöðvunum klukkan fjögur á laugardagsmorgun og sáu blakspilarana þegar þær voru á leiðinni til baka. Telma hafði ekki hugmynd um að Rut hafi tekið gjörninginn upp á sínum tíma en hafa þær síðan þá átt í samskiptum og verið samstíga í því hvernig dreifingunni er háttað. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi óskað eftir að fá einkarétt á dreifingu myndskeiðanna gegn greiðslu en Rut og Thelma hafa frekar kosið að dreifa gleðinni sem víðast. Mjög margir vinir mínir út í heimi hafa verið að senda mér greinar sem ég hafði ekki hugmynd um. Þetta virðist fara mjög víða,“ segir Rut. Hefur meðal annars verið fjallað um myndbandið í suður-amerískum, spænskum, þýskum, makedónskum og tyrkneskum miðlum. Hún segir viðbrögðin við myndbandinu að mestu verið jákvæð og efast ekki um að hér sé á ferðinni fínasta landkynning. Sigþór Helgason, Borja Gonzales og Kári Hlynsson voru einnig með í för og tóku þátt í atriðinu fræga. Aðsend Ætla að reyna fyrir sér í strandblaki í sumar Thelma er ekki síður stolt af því að örfrægð hópsins beini sviðsljósinu að íþróttinni sem henni er kær en hún telur að fæstir Íslendingar geri sér grein fyrir því hvað blak er umfangsmikil íþróttagrein. Auk þess að vera í landsliðshópnum spilar hin 23 ára Thelma með Aftureldingu. Hún hefur áður spilað sem atvinnumaður erlendis og segir það færast í aukanna að íslenskt afreksfólk í blaki fari þá leið. Í sumar stefnir hún á að skipta um kúrs og reyna fyrir sér í strandblaki á Ítalíu ásamt vinkonu sinni Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur samhliða landsliðsverkefnum. Jóna hefur undanfarin ár verið í atvinnumennsku í Svíþjóð. Telur Thelma að myndböndin frægu eigi eftir að hjálpa til við að vekja athygli á þeim erlendis. Það hefur fullt af fólki sett sig í samband og maður er eiginlega sífellt í sjokki yfir því hverjir eru búnir að því. Í sjálfu sér var ég bara að spila blak og þetta var ekkert öðruvísi fyrir mig. Ég geri mér kannski ekki alveg grein fyrir því hvað þetta er orðið stórt.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Blak Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Fleiri fréttir Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti Sjá meira
Eftir að níu manna hópurinn var kominn að svæðinu á laugardagsmorgun kom raunar í ljós að tveir boltar voru með í för. Úr varð ótrúlegt myndband sem náð hefur mikilli útbreiðslu á heimsvísu á skömmum tíma. Hefur Thelma varla undan að svara fyrirspurnum erlendra fjölmiðla og annarra áhugasamra. Framlag í Instagramkeppni Þegar þetta er skrifað hefur verið horft 3,8 milljón sinnum á myndbandið sem Rut Einarsdóttir birti af blakleiknum á Twitter og fer sú tala hratt vaxandi. Þar að auki hefur myndband hennar og annað sem ferðafélagar Thelmu tóku upp verið endurbirt víða, meðal annars af fréttaveitunni Reuters, morgunþættinum Today á bandarísku NBC-sjónvarpsstöðinni og fjölmörgum öðrum miðlum. Þá hefur bandaríska íþróttastöðin ESPN, ein stærsta sinnar tegundar í heiminum, óskað eftir að fá að birta myndbandið á sínum miðlum. Myndbandið sem Rut tók má sjá hér fyrir neðan en það hefur náð miklum vinsældum á Twitter. Klippa: Mögulega það íslenskasta sem ég hef séð Thelma segir að hún hafi aldrei getað gert sér í hugarlund hversu mikla athygli blakleikur þeirra fengi. Hann var upphaflega hugsaður sem framlag í myndbandskeppni sem eitt stærsta strandblaklið Noregs stendur fyrir á Instagram. Margir telja myndbandið falsað „Ég er eiginlega búin að vera í sjokki í tvo daga,“ segir hún í samtali við Vísi. Á myndbandinu má sömuleiðis sjá landsliðsmennina Sigþór Helgason og Kára Hlynsson auk Borja Gonzales, þjálfara íslenska kvennalandsliðsins í blaki. Sá síðastnefndi hafði þá fengið sömu myndbandshugmynd og mætt með sinn bolta en hópurinn ákvað að sameina krafta sína. Óhætt er að segja að framlag þeirra fái háa einkunn fyrir frumleika en það telst svo ótrúlegt að margir netverjar eru staðráðnir í að brögð séu í tafli. Það halda rosalega margir að þetta myndband sé falsað og sumir sagt að þetta sé green screen eða eitthvað svoleiðis. Þá er fínt að hafa tvö myndbönd til að bakka hvort annað upp.“ Thelma Dögg Grétarsdóttir og Sigþór Helgason, kærasti hennar og landsliðsmaður í blaki.Aðsend Thelma segir að margir hafi heillast af myndbandinu á samfélagsmiðlum og lýst yfir áhuga á því að koma til landsins og sjá gosið. Þó beri einnig á því að fólk gagnrýni athæfið og telji hópinn fara óvarlega. „Ég er alveg búin að vera að passa mig svolítið að vera ekkert að lesa allt, það er rosalega mikið af fólki sem segir að við séum hauslaus og gætum dottið ofan í hraunið hvenær sem er,“ segir Thelma létt í bragði. „Það sést í rauninni ekki í myndbandinu hvað það er stór brekka fyrir neðan okkur svo við erum fjær frá hrauninu en það lítur út fyrir. Það er mjög mikið af fólki búið að senda skilaboð og líka sumir sem skilja ekki hvers vegna við erum í lopapeysu, hvers vegna við erum svona vel klædd við eldgos, það geti ekki verið svona kalt hjá eldgosi og þetta geti því ekki verið satt.“ Rut Einarsdóttir segir að viðbrögðin hafi að mestu verið jákvæð og margir heillist af dirfsku Íslendinga. Aðsend Tilviljun að hún varð vitni af athæfinu Rut Einarsdóttir segir það hafa komið sér virkilega á óvart hversu mikið áhorf litla myndskeiðið hennar hafi fengið en fyrirspurnum frá erlendum miðlum og efnisveitum hefur rignt yfir hana síðustu sólarhringa. Hún og vinkona hennar Árdís Drífa Birgisdóttir lögðu af stað að eldstöðvunum klukkan fjögur á laugardagsmorgun og sáu blakspilarana þegar þær voru á leiðinni til baka. Telma hafði ekki hugmynd um að Rut hafi tekið gjörninginn upp á sínum tíma en hafa þær síðan þá átt í samskiptum og verið samstíga í því hvernig dreifingunni er háttað. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi óskað eftir að fá einkarétt á dreifingu myndskeiðanna gegn greiðslu en Rut og Thelma hafa frekar kosið að dreifa gleðinni sem víðast. Mjög margir vinir mínir út í heimi hafa verið að senda mér greinar sem ég hafði ekki hugmynd um. Þetta virðist fara mjög víða,“ segir Rut. Hefur meðal annars verið fjallað um myndbandið í suður-amerískum, spænskum, þýskum, makedónskum og tyrkneskum miðlum. Hún segir viðbrögðin við myndbandinu að mestu verið jákvæð og efast ekki um að hér sé á ferðinni fínasta landkynning. Sigþór Helgason, Borja Gonzales og Kári Hlynsson voru einnig með í för og tóku þátt í atriðinu fræga. Aðsend Ætla að reyna fyrir sér í strandblaki í sumar Thelma er ekki síður stolt af því að örfrægð hópsins beini sviðsljósinu að íþróttinni sem henni er kær en hún telur að fæstir Íslendingar geri sér grein fyrir því hvað blak er umfangsmikil íþróttagrein. Auk þess að vera í landsliðshópnum spilar hin 23 ára Thelma með Aftureldingu. Hún hefur áður spilað sem atvinnumaður erlendis og segir það færast í aukanna að íslenskt afreksfólk í blaki fari þá leið. Í sumar stefnir hún á að skipta um kúrs og reyna fyrir sér í strandblaki á Ítalíu ásamt vinkonu sinni Jónu Guðlaugu Vigfúsdóttur samhliða landsliðsverkefnum. Jóna hefur undanfarin ár verið í atvinnumennsku í Svíþjóð. Telur Thelma að myndböndin frægu eigi eftir að hjálpa til við að vekja athygli á þeim erlendis. Það hefur fullt af fólki sett sig í samband og maður er eiginlega sífellt í sjokki yfir því hverjir eru búnir að því. Í sjálfu sér var ég bara að spila blak og þetta var ekkert öðruvísi fyrir mig. Ég geri mér kannski ekki alveg grein fyrir því hvað þetta er orðið stórt.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Blak Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Fleiri fréttir Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti Sjá meira