Það þarf að skima alla sem koma til landsins, líka þá sem eru bólusettir Ingileif Jónsdóttir skrifar 30. mars 2021 17:22 Bólusetningar vernda gegn sýkingu af völdum SARS-COVID-19 veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómi og vernd þeirra er almennt betri gegn alvarlegum sjúkdómi, sjúkrahúsinnlögn og dauða. Tveir skammtar af bóluefnum Pfizer og Moderna vernda 94-95% gegn COVID-19 sjúkdómi og bóluefni AstraZeneca veitir 79-80% vernd. Einn skammtur af bóluefni AstraZeneca veitir góða vernd þar til seinni skammtur er gefinn eftir 12 vikur, allt að 80% hjá 80 ára og eldri. Einn skammtur af bóluefni Janssen veitir yfir 63% vernd gegn sjúkdómi í öllum aldurshópum. Bóluefnin vernda 86-100% gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi eða sjúkrahúsinnlögn. Líklegt er að bólusettir verði minna veikir, ef þeir sýkjast á annað borð. Litlar upplýsingar um vernd bóluefnanna gegn einkennalausu COVID-19 Tveir skammtar af bóluefni AstraZeneca veittu aðeins 22,4% vernd gegn einkennalausu COVID-19 í Bretlandi. Einn skammtur veitti enga vernd gegn einkennalausri COVID-19 sýkingu í rannsókn á 18494 þátttakendum í fjórum rannsóknum, þótt verndin væri 76,0% gegn COVID-19 sjúkdómi. Rannsókn á Janssen COVID-19 bóluefninu sýndi 74.2% vernd gegn einkennalausu COVID-19. Það var sýnt með mælingu mótefna gegn kjarnapróteini veirunnar, sem er ekki í bóluefninu, en þau mældust hjá 0.7% bólusettra án COVID-19 einkenna, en hjá 2.8% þeirra sem fengu lyfleysu. Þar sem veiruskimun var ekki gerð var ekki hægt að álykta um hvort þeir bólusettu bæru minna af veiru og smituðu síður en óbólusettir gera. Lítið vitað um vernd bóluefnanna gegn sýkingu, því að bera veiruna og geta smitað aðra Vernd bóluefna gegn sýkingu, að bera veiruna í öndunarvegi og geta því smitað aðra, var ekki könnuð í fasa 3 rannsóknum á bóluefnunum, nema AstraZeneca í Bretlandi. Þar voru 8948 þátttakendur skimaðir vikulega og vernd gegn veirusýkingu (jákvætt PCR próf) var 67% eftir einn skammt en 49.5% eftir tvo skammta. Niðurstöðurnar benda til að bóluefnið geti dregið úr dreifingu veirunnar með því að fækka smituðum. Rannsóknin var gerð áður en breska afbrigði SARS-CoV-2 veirunnar kom fram í desember, en það er minnst 53% meira smitandi en upprunalega veiran. Bólusetning rúmlega hálfrar milljónar Ísraelsmanna með Pfizer bóluefninu samanborið við jafnmarga óbólusetta sýndi að einn skammtur verndaði 46% gegn staðfestri SARS-CoV-2 sýkingu og tveir skammtar veittu 92% vernd gegn staðfestri COVID-sýkingu, en 43% smitaðra voru einkennalausir. Af smitum sem greindust í rannsókninni voru 80% með breska afbrigði veirunnar. Rannsókn frá Ísrael (ekki ritrýnd) sýndi að 1142 einstaklingar, bólusettir með Pfizer bóluefninu, sem smituðust, höfðu fjórum sinnum minna veirumagn en smitaðir, óbólusettir í samanburðarhópi, en enginn munur var á veirumagni 1-11 dögum eftir bólusetningu. Minna veirumagn gæti dregið úr smiti. Faraldsfræðingar í smitsjúkdómum hafa þróað stærðfræðilíkan til að spá fyrir um vernd bólusetninga gegn SARS-CoV-2 smiti. Þeir prófuðu líkanið á gögnum um þátttakendur í fasa 3 rannsókn á bóluefni Moderna, sem voru skimaðir fyrir veirunni áður þeir fengu seinni bóluefnisskammtinn. Niðurstöður þeirra benda til þess að einn skammtur af Moderna bóluefninu fækki smitum um 61% eða meira. Þó er minnt á að rannsókn Moderna var gerð áður en breska, brasilíska og suður-afríska afbrigði veirunnar litu dagsins ljós, en núverandi bóluefni virðast haft skerta vernd gegn sumum þeirra. Samantekið benda þessar rannsóknir til þess að bólusetning með bóluefnum AstraZeneca, Pfizer og Moderna dragi úr sýkingu af völdum SARS-CoV-2 veirunnar, alla vega upprunalega stofnsins, þótt verndin sé mun minni heldur en gegn COVID-19. Upplýsingar vantar um áhrif bólusetninga með tiltækum bóluefnum á sýkingu af völdum meira smitandi afbrigða veirunnar, og eins og því breska, nema fyrir Pfizer bóluefnið. Einnig vantar upplýsingar um vernd gegn smiti af völdum afbrigða, sem eru minna næm fyrir ónæmssvari, sem tiltæk bóluefni vekja, eins og gegn suður-afríska afbrigðinu. Bólusetning dregur úr dreifingu SARS-CoV-2 veirunnar í samfélaginu og smiti milli einstaklinga, þegar 60-80% íbúa hafa verið bólusettir, en áhrifin eru háð afbrigðum veirunnar. Meðan við höfum ekki náð hjarðónæmi með bólusetningu 60-80% þjóðarinnar þurfum við skima alla á landamærunum, líka þá sem eru bólusettir, þar sem við höfum takmarkaðar upplýsingar um hvort og hve mikið bólusetningar vernda gegn því að bera veiruna og smita aðra. Bólusetningavottorð tryggir engan veginn að fólk beri ekki veiruna og geti ekki smitað. Við þurfum að hindra að ný smit berist inn í landið, ekki síst meira smitandi veiruafbrigði, sem sýkja yngra fólk, og afbrigði sem núverandi bóluefni vernda verr gegn. Gleymum því ekki að öll börn undir 18 ára aldri verða væntanlega enn óbólusett og óvarin út árið, en við sjáum nú hve auðveldlega breska afbrigðið sýkir þennan aldurshóp. Við þurfum að raðgreina öll smit á landamærum til að kortleggja þá ógn sem okkur stafar af nýjum afbrigðum SARS-CoV-2 veirunnar, ef henni yrði hleypt óhindrað inn í landið. Höfundur er prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Bólusetningar vernda gegn sýkingu af völdum SARS-COVID-19 veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómi og vernd þeirra er almennt betri gegn alvarlegum sjúkdómi, sjúkrahúsinnlögn og dauða. Tveir skammtar af bóluefnum Pfizer og Moderna vernda 94-95% gegn COVID-19 sjúkdómi og bóluefni AstraZeneca veitir 79-80% vernd. Einn skammtur af bóluefni AstraZeneca veitir góða vernd þar til seinni skammtur er gefinn eftir 12 vikur, allt að 80% hjá 80 ára og eldri. Einn skammtur af bóluefni Janssen veitir yfir 63% vernd gegn sjúkdómi í öllum aldurshópum. Bóluefnin vernda 86-100% gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi eða sjúkrahúsinnlögn. Líklegt er að bólusettir verði minna veikir, ef þeir sýkjast á annað borð. Litlar upplýsingar um vernd bóluefnanna gegn einkennalausu COVID-19 Tveir skammtar af bóluefni AstraZeneca veittu aðeins 22,4% vernd gegn einkennalausu COVID-19 í Bretlandi. Einn skammtur veitti enga vernd gegn einkennalausri COVID-19 sýkingu í rannsókn á 18494 þátttakendum í fjórum rannsóknum, þótt verndin væri 76,0% gegn COVID-19 sjúkdómi. Rannsókn á Janssen COVID-19 bóluefninu sýndi 74.2% vernd gegn einkennalausu COVID-19. Það var sýnt með mælingu mótefna gegn kjarnapróteini veirunnar, sem er ekki í bóluefninu, en þau mældust hjá 0.7% bólusettra án COVID-19 einkenna, en hjá 2.8% þeirra sem fengu lyfleysu. Þar sem veiruskimun var ekki gerð var ekki hægt að álykta um hvort þeir bólusettu bæru minna af veiru og smituðu síður en óbólusettir gera. Lítið vitað um vernd bóluefnanna gegn sýkingu, því að bera veiruna og geta smitað aðra Vernd bóluefna gegn sýkingu, að bera veiruna í öndunarvegi og geta því smitað aðra, var ekki könnuð í fasa 3 rannsóknum á bóluefnunum, nema AstraZeneca í Bretlandi. Þar voru 8948 þátttakendur skimaðir vikulega og vernd gegn veirusýkingu (jákvætt PCR próf) var 67% eftir einn skammt en 49.5% eftir tvo skammta. Niðurstöðurnar benda til að bóluefnið geti dregið úr dreifingu veirunnar með því að fækka smituðum. Rannsóknin var gerð áður en breska afbrigði SARS-CoV-2 veirunnar kom fram í desember, en það er minnst 53% meira smitandi en upprunalega veiran. Bólusetning rúmlega hálfrar milljónar Ísraelsmanna með Pfizer bóluefninu samanborið við jafnmarga óbólusetta sýndi að einn skammtur verndaði 46% gegn staðfestri SARS-CoV-2 sýkingu og tveir skammtar veittu 92% vernd gegn staðfestri COVID-sýkingu, en 43% smitaðra voru einkennalausir. Af smitum sem greindust í rannsókninni voru 80% með breska afbrigði veirunnar. Rannsókn frá Ísrael (ekki ritrýnd) sýndi að 1142 einstaklingar, bólusettir með Pfizer bóluefninu, sem smituðust, höfðu fjórum sinnum minna veirumagn en smitaðir, óbólusettir í samanburðarhópi, en enginn munur var á veirumagni 1-11 dögum eftir bólusetningu. Minna veirumagn gæti dregið úr smiti. Faraldsfræðingar í smitsjúkdómum hafa þróað stærðfræðilíkan til að spá fyrir um vernd bólusetninga gegn SARS-CoV-2 smiti. Þeir prófuðu líkanið á gögnum um þátttakendur í fasa 3 rannsókn á bóluefni Moderna, sem voru skimaðir fyrir veirunni áður þeir fengu seinni bóluefnisskammtinn. Niðurstöður þeirra benda til þess að einn skammtur af Moderna bóluefninu fækki smitum um 61% eða meira. Þó er minnt á að rannsókn Moderna var gerð áður en breska, brasilíska og suður-afríska afbrigði veirunnar litu dagsins ljós, en núverandi bóluefni virðast haft skerta vernd gegn sumum þeirra. Samantekið benda þessar rannsóknir til þess að bólusetning með bóluefnum AstraZeneca, Pfizer og Moderna dragi úr sýkingu af völdum SARS-CoV-2 veirunnar, alla vega upprunalega stofnsins, þótt verndin sé mun minni heldur en gegn COVID-19. Upplýsingar vantar um áhrif bólusetninga með tiltækum bóluefnum á sýkingu af völdum meira smitandi afbrigða veirunnar, og eins og því breska, nema fyrir Pfizer bóluefnið. Einnig vantar upplýsingar um vernd gegn smiti af völdum afbrigða, sem eru minna næm fyrir ónæmssvari, sem tiltæk bóluefni vekja, eins og gegn suður-afríska afbrigðinu. Bólusetning dregur úr dreifingu SARS-CoV-2 veirunnar í samfélaginu og smiti milli einstaklinga, þegar 60-80% íbúa hafa verið bólusettir, en áhrifin eru háð afbrigðum veirunnar. Meðan við höfum ekki náð hjarðónæmi með bólusetningu 60-80% þjóðarinnar þurfum við skima alla á landamærunum, líka þá sem eru bólusettir, þar sem við höfum takmarkaðar upplýsingar um hvort og hve mikið bólusetningar vernda gegn því að bera veiruna og smita aðra. Bólusetningavottorð tryggir engan veginn að fólk beri ekki veiruna og geti ekki smitað. Við þurfum að hindra að ný smit berist inn í landið, ekki síst meira smitandi veiruafbrigði, sem sýkja yngra fólk, og afbrigði sem núverandi bóluefni vernda verr gegn. Gleymum því ekki að öll börn undir 18 ára aldri verða væntanlega enn óbólusett og óvarin út árið, en við sjáum nú hve auðveldlega breska afbrigðið sýkir þennan aldurshóp. Við þurfum að raðgreina öll smit á landamærum til að kortleggja þá ógn sem okkur stafar af nýjum afbrigðum SARS-CoV-2 veirunnar, ef henni yrði hleypt óhindrað inn í landið. Höfundur er prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar