Viðraði hugmyndir um sérstakan „pott“ fyrir fjárfestingar hins opinbera Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2021 16:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Heimis Más í Víglínunni á sunnudag. Vísir/Einar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir fjárfestingu hins opinbera ekki hafa vaxið og að rekja megi það til samdráttar hjá sveitarfélögum. Hann sér fyrir sér að hægt væri að breyta fjárfestingarfyrirkomulagi hjá hinu opinbera, til að mynda með opinberum potti fyrir fjárfestingar. „Jafnvel þó við höfum veitt fjárheimildirnar í fyrra, þá hefur stjórnkerfinu okkar ekki tekist alveg nægilega vel að koma öllum þessum fjármunum í vinnu. Ég hefði viljað sjá meiri vöxt. Það var vöxtur í fyrra og ég hef trú á því að það geti orðið töluvert mikill vöxtur í ár. Við verðum að spyrja okkur spurninga, hvort við séum nægilega skilvirk, þegar svona háar fjárhæðir eru í lok árs ónýttar og þurfa að flytjast yfir á árið 2021 núna,“ sagði Bjarni í Víglínunni um liðna helgi. Hann segir að um sé að ræða fjármuni sem ríkisstjórnin hafi viljað sjá fara í vinnu í fyrra. Verkefni hafi verið handvalin út frá þáttum á borð við þjóðhagslegri hagkvæmni, hvað væri mannaflsfrekt og hvað væri tilbúið. „Þessir listar voru byggðir á svörum innan úr stjórnkerfinu um þessi atriði,“ segir Bjarni og bætir því við að hann hefði viljað sjá meiri fjárfestingar á síðasta ári og hann hefði væntingar um að „töluvert mikill sláttur“ á þeim á þessu ári. Seðlabanki og ríki hafi ekki verið nógu samstíga Bjarni segir þá að velta megi því upp hvort breyta eigi fyrirkomulaginu, líkt og tæpt var á í nýrri fjármálaáætlun. „Hvort við ættum mögulega að vera með pott, til þess að vera sveigjanleg. Um leið og við sjáum að eitthvað er að frestast getum við brugðist strax við og breytt forgangsröðun. Þarna erum við að tala um atriði sem er gríðarlega mikilvægt í hagstjórnarlegu tilliti, vegna þess að sögulega þá hefur skort á að ríki og sveitarfélög annars vegar, og Seðlabankinn hins vegar, væru að ganga í takt,“ segir Bjarni. Hann segir að með fjármálaáætluninni sé gerð tilraun til að sjá hlutina betur fyrir og ná betri yfirsýn. Stilla saman strengi, eins og hann orðar það. „Þannig að þegar Seðlabankinn er að reyna að kæla hagkerfið, þá sé ekki ríkið einmitt nýbyrjað að valda þenslu.“ Ríkið geti gert betur í fasteignamálum Bjarni segir þá að ríkið sé „ekkert sérstaklega góður eigandi að mörgum fasteignum.“ Fasteignir ríkisins liggi víða undir skemmdum. „Við settum sérstakt viðbótarfjármagn til að gera bragarbót á þessu og erum í slíkum endurbótum. Margar eignir eru ýmist beint undir ríkiseignum, og við höfum ekki verið að fjármagna nægilega vel viðhald og endurbætur, en erum að gera bragarbót á því, eins og ég segi.“ Þá segir Bjarni að mikið af eignum sé í stofnunum sem mögulega séu lítið sem ekkert að nota umræddar eignir. Hann tekur dæmi úr sínum heimabæ, Garðabæ. „Við erum með Vífilsstaði og Vífilsstaðaspítala. Þar er gamli yfirlæknabústaðurinn bara í algerri niðurníðslu,“ segir Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
„Jafnvel þó við höfum veitt fjárheimildirnar í fyrra, þá hefur stjórnkerfinu okkar ekki tekist alveg nægilega vel að koma öllum þessum fjármunum í vinnu. Ég hefði viljað sjá meiri vöxt. Það var vöxtur í fyrra og ég hef trú á því að það geti orðið töluvert mikill vöxtur í ár. Við verðum að spyrja okkur spurninga, hvort við séum nægilega skilvirk, þegar svona háar fjárhæðir eru í lok árs ónýttar og þurfa að flytjast yfir á árið 2021 núna,“ sagði Bjarni í Víglínunni um liðna helgi. Hann segir að um sé að ræða fjármuni sem ríkisstjórnin hafi viljað sjá fara í vinnu í fyrra. Verkefni hafi verið handvalin út frá þáttum á borð við þjóðhagslegri hagkvæmni, hvað væri mannaflsfrekt og hvað væri tilbúið. „Þessir listar voru byggðir á svörum innan úr stjórnkerfinu um þessi atriði,“ segir Bjarni og bætir því við að hann hefði viljað sjá meiri fjárfestingar á síðasta ári og hann hefði væntingar um að „töluvert mikill sláttur“ á þeim á þessu ári. Seðlabanki og ríki hafi ekki verið nógu samstíga Bjarni segir þá að velta megi því upp hvort breyta eigi fyrirkomulaginu, líkt og tæpt var á í nýrri fjármálaáætlun. „Hvort við ættum mögulega að vera með pott, til þess að vera sveigjanleg. Um leið og við sjáum að eitthvað er að frestast getum við brugðist strax við og breytt forgangsröðun. Þarna erum við að tala um atriði sem er gríðarlega mikilvægt í hagstjórnarlegu tilliti, vegna þess að sögulega þá hefur skort á að ríki og sveitarfélög annars vegar, og Seðlabankinn hins vegar, væru að ganga í takt,“ segir Bjarni. Hann segir að með fjármálaáætluninni sé gerð tilraun til að sjá hlutina betur fyrir og ná betri yfirsýn. Stilla saman strengi, eins og hann orðar það. „Þannig að þegar Seðlabankinn er að reyna að kæla hagkerfið, þá sé ekki ríkið einmitt nýbyrjað að valda þenslu.“ Ríkið geti gert betur í fasteignamálum Bjarni segir þá að ríkið sé „ekkert sérstaklega góður eigandi að mörgum fasteignum.“ Fasteignir ríkisins liggi víða undir skemmdum. „Við settum sérstakt viðbótarfjármagn til að gera bragarbót á þessu og erum í slíkum endurbótum. Margar eignir eru ýmist beint undir ríkiseignum, og við höfum ekki verið að fjármagna nægilega vel viðhald og endurbætur, en erum að gera bragarbót á því, eins og ég segi.“ Þá segir Bjarni að mikið af eignum sé í stofnunum sem mögulega séu lítið sem ekkert að nota umræddar eignir. Hann tekur dæmi úr sínum heimabæ, Garðabæ. „Við erum með Vífilsstaði og Vífilsstaðaspítala. Þar er gamli yfirlæknabústaðurinn bara í algerri niðurníðslu,“ segir Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira