Innlent

Hvetja ekki til páskaferðalaga og biðja fólk að sinna erindum í heimabyggð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur skilning á því að fólk vilji komast í bústað yfir páskana.
Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hefur skilning á því að fólk vilji komast í bústað yfir páskana. Vísir/vilhelm

Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, beinir þeim tilmælum til fólk að hugsa vel um hvaða fólk það ætli að hitta yfir páskana.

Tíu manna samkomutakmarkanir séu í gildi hér á landi og fólk eigi að hugsa og velja það fólk sem það ætli að njóta páskanna með.

Rögnvaldur var spurður að því á upplýsingafundi Almannavarna og Embættis landlæknis í morgun hvort tilmælin fyrir páskana nú væru þau sömu og í fyrra. Þá var fólk beðið um að ferðast innanhúss. Rögnvaldur segir blæbrigðamun á tilmælum í fyrra og nú.

„Við erum ekki að hvetja til ferðalaga en höfum skilning á því að fólk vilji fara í bústað,“ sagði Rögnvaldur á fundinum.

Hann hvatti þó fólk til að sinna erindum sínum á borð við innkaupum í heimabyggð. Og velja fólk í sínar páskakúlur.

Víða var uppbókað á hótelum úti á landi yfir páskana en afbókanir hafa hrannast inn eftir hertar samkomutakmarkanir. Fréttastofa tók púlsinn á nokkrum höfuðborgarsvæðisbúum í gær og spurði um plön fyrir páskana.


Tengdar fréttir

Hættu snarlega við öll páskaplön

Landsmenn aflýstu margir páskafrísplönum strax og samkomutakmarkanir voru hertar í síðustu viku. Allt stefnir nú í rólega páska heima við, líkt og í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×