Sex sóttu um starfið. Guðmundur J. Óskarsson sviðsstjóri, Guðmundur Þórðarson sviðsstjóri, Marcin Zembroski sérfræðingur, Soffía Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri og Sigurður Guðjónsson forstjóri til síðustu fimm ára auk Þorsteins.
Kristján Þór ákvað á síðasta ári að auglýsa starfið til umsóknar en mikið hefur gengið á hjá Hafró undanfarin misseri. Meðal annars hafa fyrrverandi starfsmenn fengið dæmdar bætur vegna ólögmætra uppsagna
Þorsteinn Sigurðsson er með BS gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og Cand. Scient gráðu frá Háskólanum í Bergen. Þorsteinn hóf störf sem sérfræðingur hjá Hafrannsóknastofnun árið 1994.
Árin 2005 til 2016 starfaði hann sem forstöðumaður nytjastofnasviðs og frá árinu 2016 til 2019 var hann forstöðumaður sviðs uppsjávarlífríkis. Árið 2020 hóf hann störf sem sérfræðingur á skrifstofu sjávarútvegs og fiskeldis í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, nú skrifstofa sjávarútvegsmála.
Alls bárust sex umsóknir um embætti forstjóra Hafrannsóknarstofnunar, en umsóknarfrestur rann út þann 19. janúar 2021 og mat hæfnisnefnd þrjá umsækjendur vel hæfa til þess að gegna embættinu.
Ráðherra var sammála mati nefndarinnar og boðaði í kjölfarið þá þrjá sem metnir voru hæfastir í viðtal þar sem ítarlega var farið ofan í einstaka þætti starfsins. Var það mat ráðherra, að Þorsteinn væri hæfastur umsækjenda til að stýra Hafrannsóknastofnun til næstu fimm ára.
Fréttin er í vinnslu.