Tveir bólusettir greinst með breska afbrigðið á Íslandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2021 19:32 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir landsmenn þurfa að búa sig undir fjölgun tilfella. Vísir/vilhelm Tvö tilvik hafa komið upp þar sem bólusettir einstaklingar hafa greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar á Íslandi. Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru fimm voru utan sóttkvíar. Ekki er hægt að sjá tengsl milli þeirra fimm einstaklinga sem greindust utan sóttkvíar og á upplýsingafundi dagsins kom fram að þetta væri merki um að ekki væri búið að ná utan um það samfélagssmit sem er í gangi. „Við þurfum að vera undir það búin að við fáum fjölgun á tilfellum því veiran er komin út í samfélagið og við vitum aldrei hversu mikil útbreiðslan er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er búið að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví vegna þeirra fimm sem voru utan sóttkvíar. Ekki er þó vitað hvar þeir smituðust. Þórólfur segir að bólusetning gangi vel og útlit sé fyrir að framleiðendur muni auka sendingar til Íslands á næstunni. Í lok apríl verði komið bóluefni fyrir 80 þúsund manns miðað við fulla bólusetningu. „Það er mjög ánægjulegt og vonandi munu bólusetningar ganga hratt fyrir sig á næstu vikum og mánuðum,“ segir Þórólfur. Þá gerði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bólusetningar að umræðuefni í því sem mætti kalla páskapistli sínum á Facebook. Henni telst til að í lok júní verði komið hingað til lands bóluefni fyrir 240 þúsund manns. Nú hafa hins vegar tveir bólusettir einstaklingar greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur segir að bólusetning veiti aldrei hundrað prósent vörn. Bóluefnin séu þó góð til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við vitum ekki hvort bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í sig og borið með sér þó þeir veikist ekki alvarlega og þannig smitað aðra og við erum allavega með tvö dæmi þess núna að bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í nefkokið. Við vitum ekki nákvæmlega hver smithættan er en það er mikilvægt að vera á varðbergi,“ segir Þórólfur. Annar hinna bólusettu einstaklinga, sem fékk veiruna, sé einkennalaus en hinn með væg einkenni. Þetta sé áhyggjuefni og sýni mikilvægi þess að þeir sem komi til landsins með vottorð um bólusetningu séu skimaðir en frá og með morgundeginum verður það raunin. „Til þess að tryggja það að við séum ekki að fá veiruna hér inn með bólusettum einstaklingum,“ segir Þórólfur. Uppfært: Upphaflega kom fram í fréttinni að tveir bólusettir einstaklingar hafi flutt breska afbrigði veirunnar með sér til landsins. Hið rétta er að annar einstaklinganna sem um ræðir var erlendur ferðamaður sem kann að hafa smitast af fjölskyldu sinni annað hvort hér á landi eða á leiðinni til landsins. Hinn einstaklingurinn er Íslendingur sem smitaðist innanlands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru fimm voru utan sóttkvíar. Ekki er hægt að sjá tengsl milli þeirra fimm einstaklinga sem greindust utan sóttkvíar og á upplýsingafundi dagsins kom fram að þetta væri merki um að ekki væri búið að ná utan um það samfélagssmit sem er í gangi. „Við þurfum að vera undir það búin að við fáum fjölgun á tilfellum því veiran er komin út í samfélagið og við vitum aldrei hversu mikil útbreiðslan er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er búið að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví vegna þeirra fimm sem voru utan sóttkvíar. Ekki er þó vitað hvar þeir smituðust. Þórólfur segir að bólusetning gangi vel og útlit sé fyrir að framleiðendur muni auka sendingar til Íslands á næstunni. Í lok apríl verði komið bóluefni fyrir 80 þúsund manns miðað við fulla bólusetningu. „Það er mjög ánægjulegt og vonandi munu bólusetningar ganga hratt fyrir sig á næstu vikum og mánuðum,“ segir Þórólfur. Þá gerði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bólusetningar að umræðuefni í því sem mætti kalla páskapistli sínum á Facebook. Henni telst til að í lok júní verði komið hingað til lands bóluefni fyrir 240 þúsund manns. Nú hafa hins vegar tveir bólusettir einstaklingar greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur segir að bólusetning veiti aldrei hundrað prósent vörn. Bóluefnin séu þó góð til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við vitum ekki hvort bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í sig og borið með sér þó þeir veikist ekki alvarlega og þannig smitað aðra og við erum allavega með tvö dæmi þess núna að bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í nefkokið. Við vitum ekki nákvæmlega hver smithættan er en það er mikilvægt að vera á varðbergi,“ segir Þórólfur. Annar hinna bólusettu einstaklinga, sem fékk veiruna, sé einkennalaus en hinn með væg einkenni. Þetta sé áhyggjuefni og sýni mikilvægi þess að þeir sem komi til landsins með vottorð um bólusetningu séu skimaðir en frá og með morgundeginum verður það raunin. „Til þess að tryggja það að við séum ekki að fá veiruna hér inn með bólusettum einstaklingum,“ segir Þórólfur. Uppfært: Upphaflega kom fram í fréttinni að tveir bólusettir einstaklingar hafi flutt breska afbrigði veirunnar með sér til landsins. Hið rétta er að annar einstaklinganna sem um ræðir var erlendur ferðamaður sem kann að hafa smitast af fjölskyldu sinni annað hvort hér á landi eða á leiðinni til landsins. Hinn einstaklingurinn er Íslendingur sem smitaðist innanlands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira