Tveir bólusettir greinst með breska afbrigðið á Íslandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2021 19:32 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir landsmenn þurfa að búa sig undir fjölgun tilfella. Vísir/vilhelm Tvö tilvik hafa komið upp þar sem bólusettir einstaklingar hafa greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar á Íslandi. Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru fimm voru utan sóttkvíar. Ekki er hægt að sjá tengsl milli þeirra fimm einstaklinga sem greindust utan sóttkvíar og á upplýsingafundi dagsins kom fram að þetta væri merki um að ekki væri búið að ná utan um það samfélagssmit sem er í gangi. „Við þurfum að vera undir það búin að við fáum fjölgun á tilfellum því veiran er komin út í samfélagið og við vitum aldrei hversu mikil útbreiðslan er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er búið að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví vegna þeirra fimm sem voru utan sóttkvíar. Ekki er þó vitað hvar þeir smituðust. Þórólfur segir að bólusetning gangi vel og útlit sé fyrir að framleiðendur muni auka sendingar til Íslands á næstunni. Í lok apríl verði komið bóluefni fyrir 80 þúsund manns miðað við fulla bólusetningu. „Það er mjög ánægjulegt og vonandi munu bólusetningar ganga hratt fyrir sig á næstu vikum og mánuðum,“ segir Þórólfur. Þá gerði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bólusetningar að umræðuefni í því sem mætti kalla páskapistli sínum á Facebook. Henni telst til að í lok júní verði komið hingað til lands bóluefni fyrir 240 þúsund manns. Nú hafa hins vegar tveir bólusettir einstaklingar greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur segir að bólusetning veiti aldrei hundrað prósent vörn. Bóluefnin séu þó góð til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við vitum ekki hvort bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í sig og borið með sér þó þeir veikist ekki alvarlega og þannig smitað aðra og við erum allavega með tvö dæmi þess núna að bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í nefkokið. Við vitum ekki nákvæmlega hver smithættan er en það er mikilvægt að vera á varðbergi,“ segir Þórólfur. Annar hinna bólusettu einstaklinga, sem fékk veiruna, sé einkennalaus en hinn með væg einkenni. Þetta sé áhyggjuefni og sýni mikilvægi þess að þeir sem komi til landsins með vottorð um bólusetningu séu skimaðir en frá og með morgundeginum verður það raunin. „Til þess að tryggja það að við séum ekki að fá veiruna hér inn með bólusettum einstaklingum,“ segir Þórólfur. Uppfært: Upphaflega kom fram í fréttinni að tveir bólusettir einstaklingar hafi flutt breska afbrigði veirunnar með sér til landsins. Hið rétta er að annar einstaklinganna sem um ræðir var erlendur ferðamaður sem kann að hafa smitast af fjölskyldu sinni annað hvort hér á landi eða á leiðinni til landsins. Hinn einstaklingurinn er Íslendingur sem smitaðist innanlands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira
Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru fimm voru utan sóttkvíar. Ekki er hægt að sjá tengsl milli þeirra fimm einstaklinga sem greindust utan sóttkvíar og á upplýsingafundi dagsins kom fram að þetta væri merki um að ekki væri búið að ná utan um það samfélagssmit sem er í gangi. „Við þurfum að vera undir það búin að við fáum fjölgun á tilfellum því veiran er komin út í samfélagið og við vitum aldrei hversu mikil útbreiðslan er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er búið að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví vegna þeirra fimm sem voru utan sóttkvíar. Ekki er þó vitað hvar þeir smituðust. Þórólfur segir að bólusetning gangi vel og útlit sé fyrir að framleiðendur muni auka sendingar til Íslands á næstunni. Í lok apríl verði komið bóluefni fyrir 80 þúsund manns miðað við fulla bólusetningu. „Það er mjög ánægjulegt og vonandi munu bólusetningar ganga hratt fyrir sig á næstu vikum og mánuðum,“ segir Þórólfur. Þá gerði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bólusetningar að umræðuefni í því sem mætti kalla páskapistli sínum á Facebook. Henni telst til að í lok júní verði komið hingað til lands bóluefni fyrir 240 þúsund manns. Nú hafa hins vegar tveir bólusettir einstaklingar greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur segir að bólusetning veiti aldrei hundrað prósent vörn. Bóluefnin séu þó góð til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við vitum ekki hvort bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í sig og borið með sér þó þeir veikist ekki alvarlega og þannig smitað aðra og við erum allavega með tvö dæmi þess núna að bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í nefkokið. Við vitum ekki nákvæmlega hver smithættan er en það er mikilvægt að vera á varðbergi,“ segir Þórólfur. Annar hinna bólusettu einstaklinga, sem fékk veiruna, sé einkennalaus en hinn með væg einkenni. Þetta sé áhyggjuefni og sýni mikilvægi þess að þeir sem komi til landsins með vottorð um bólusetningu séu skimaðir en frá og með morgundeginum verður það raunin. „Til þess að tryggja það að við séum ekki að fá veiruna hér inn með bólusettum einstaklingum,“ segir Þórólfur. Uppfært: Upphaflega kom fram í fréttinni að tveir bólusettir einstaklingar hafi flutt breska afbrigði veirunnar með sér til landsins. Hið rétta er að annar einstaklinganna sem um ræðir var erlendur ferðamaður sem kann að hafa smitast af fjölskyldu sinni annað hvort hér á landi eða á leiðinni til landsins. Hinn einstaklingurinn er Íslendingur sem smitaðist innanlands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Sjá meira