Örlar á óanægju með „fávitavarpið í Geldingadölum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2021 14:57 Ætla má að þessi maður sé ekki ýkja vinsæll hjá meðlimum hins nýja Facebook-hóps. RÚV Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi Alþingismaður, er ekki par sátt þegar fólk treður sér í mynd á beinu streymi Ríkisútvarpsins frá gossvæðinu í Geldingadölum. Í Facebook-færslu sem Ólína birti í gær sagði hún að um óþolandi yfirgang og misnotkun á þjónustu RÚV væri að ræða. „Mikið væri nú gott ef fólk gæti stillt sig um að stilla sér upp fyrir framan vefmyndavél RÚV af gosinu og troða andlitinu eða (sem er enn verra) auglýsingum eins og vörumerkjum inn á myndina. Rétt í þessu er ég að horfa á konu sem er með einvhern bévítans poka í höndunum sem hún glennir framan í skjáinn til þess að merkið sjáist. Hún þykist vera að tala í símann. Látum vera þó að börn freistist til þess að veifa í vélina - en fullorðið fólk sem hangir fyrir framan hana mínútum saman og eyðileggur útsýnið frá gosinu,“ skrifar Ólína. Mikið væri nú gott ef fólk gæti stillt sig um að stilla sér upp fyrir framan vefmyndavél RÚV af gosinu og troða...Posted by Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir on Thursday, 1 April 2021 Hún kveðst hafa haft vefstreymið á skjánum í stofunni hjá sér síðan gosið hófst. „Flíruleg andlit ferðamanna sem geta ekki hamið athyglissýkina eða stillt sig um að misnota þennan glugga að gosinu er óþolandi yfirgangur og í raun misnotkun á annars frábærri þjónustu RÚV að sýna beint frá þessum einstæða viðburði.“ „Fávitarnir sem halda að slow TV sé þáttur um slow people“ Ljóst er að Ólína er ekki ein um þess skoðun. Facebook-hópurinn „Fávitavarpið í Geldingahrauni“ gengur út á nákvæmlega þetta. Þar eru saman komnir yfir þúsund fésbókarmeðlimir sem telja það hinn mesta ruddaskap að ryðjast fram fyrir myndavélina og skyggja þannig á útsýnið yfir gosið. Í lýsingu hópsins segir: „Hér söfnum við inn skjáskotum af fávitunum sem halda að slow TV sé þáttur um slow people eins og það sjálft. Endilega skellið inn skjáskotum af fólki sem er að skemma útsendinguna frá eldgosinu með sínum beljusmettum.“ Þá segir í fyrstu reglu hópsins að fólk sem lendi í því að myndir af því rati inn á hópinn eigi það „svo sannarlega skilið.“ Vert er þó að taka fram að í reglum hópsins er einnig tekið fram að börn séu undanþegin. Því er óheimilt að birta myndir af þeim í hópnum. Ríkisútvarpið Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
Í Facebook-færslu sem Ólína birti í gær sagði hún að um óþolandi yfirgang og misnotkun á þjónustu RÚV væri að ræða. „Mikið væri nú gott ef fólk gæti stillt sig um að stilla sér upp fyrir framan vefmyndavél RÚV af gosinu og troða andlitinu eða (sem er enn verra) auglýsingum eins og vörumerkjum inn á myndina. Rétt í þessu er ég að horfa á konu sem er með einvhern bévítans poka í höndunum sem hún glennir framan í skjáinn til þess að merkið sjáist. Hún þykist vera að tala í símann. Látum vera þó að börn freistist til þess að veifa í vélina - en fullorðið fólk sem hangir fyrir framan hana mínútum saman og eyðileggur útsýnið frá gosinu,“ skrifar Ólína. Mikið væri nú gott ef fólk gæti stillt sig um að stilla sér upp fyrir framan vefmyndavél RÚV af gosinu og troða...Posted by Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir on Thursday, 1 April 2021 Hún kveðst hafa haft vefstreymið á skjánum í stofunni hjá sér síðan gosið hófst. „Flíruleg andlit ferðamanna sem geta ekki hamið athyglissýkina eða stillt sig um að misnota þennan glugga að gosinu er óþolandi yfirgangur og í raun misnotkun á annars frábærri þjónustu RÚV að sýna beint frá þessum einstæða viðburði.“ „Fávitarnir sem halda að slow TV sé þáttur um slow people“ Ljóst er að Ólína er ekki ein um þess skoðun. Facebook-hópurinn „Fávitavarpið í Geldingahrauni“ gengur út á nákvæmlega þetta. Þar eru saman komnir yfir þúsund fésbókarmeðlimir sem telja það hinn mesta ruddaskap að ryðjast fram fyrir myndavélina og skyggja þannig á útsýnið yfir gosið. Í lýsingu hópsins segir: „Hér söfnum við inn skjáskotum af fávitunum sem halda að slow TV sé þáttur um slow people eins og það sjálft. Endilega skellið inn skjáskotum af fólki sem er að skemma útsendinguna frá eldgosinu með sínum beljusmettum.“ Þá segir í fyrstu reglu hópsins að fólk sem lendi í því að myndir af því rati inn á hópinn eigi það „svo sannarlega skilið.“ Vert er þó að taka fram að í reglum hópsins er einnig tekið fram að börn séu undanþegin. Því er óheimilt að birta myndir af þeim í hópnum.
Ríkisútvarpið Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira