Örlar á óanægju með „fávitavarpið í Geldingadölum“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2021 14:57 Ætla má að þessi maður sé ekki ýkja vinsæll hjá meðlimum hins nýja Facebook-hóps. RÚV Ólína Þorvarðardóttir, fyrrverandi Alþingismaður, er ekki par sátt þegar fólk treður sér í mynd á beinu streymi Ríkisútvarpsins frá gossvæðinu í Geldingadölum. Í Facebook-færslu sem Ólína birti í gær sagði hún að um óþolandi yfirgang og misnotkun á þjónustu RÚV væri að ræða. „Mikið væri nú gott ef fólk gæti stillt sig um að stilla sér upp fyrir framan vefmyndavél RÚV af gosinu og troða andlitinu eða (sem er enn verra) auglýsingum eins og vörumerkjum inn á myndina. Rétt í þessu er ég að horfa á konu sem er með einvhern bévítans poka í höndunum sem hún glennir framan í skjáinn til þess að merkið sjáist. Hún þykist vera að tala í símann. Látum vera þó að börn freistist til þess að veifa í vélina - en fullorðið fólk sem hangir fyrir framan hana mínútum saman og eyðileggur útsýnið frá gosinu,“ skrifar Ólína. Mikið væri nú gott ef fólk gæti stillt sig um að stilla sér upp fyrir framan vefmyndavél RÚV af gosinu og troða...Posted by Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir on Thursday, 1 April 2021 Hún kveðst hafa haft vefstreymið á skjánum í stofunni hjá sér síðan gosið hófst. „Flíruleg andlit ferðamanna sem geta ekki hamið athyglissýkina eða stillt sig um að misnota þennan glugga að gosinu er óþolandi yfirgangur og í raun misnotkun á annars frábærri þjónustu RÚV að sýna beint frá þessum einstæða viðburði.“ „Fávitarnir sem halda að slow TV sé þáttur um slow people“ Ljóst er að Ólína er ekki ein um þess skoðun. Facebook-hópurinn „Fávitavarpið í Geldingahrauni“ gengur út á nákvæmlega þetta. Þar eru saman komnir yfir þúsund fésbókarmeðlimir sem telja það hinn mesta ruddaskap að ryðjast fram fyrir myndavélina og skyggja þannig á útsýnið yfir gosið. Í lýsingu hópsins segir: „Hér söfnum við inn skjáskotum af fávitunum sem halda að slow TV sé þáttur um slow people eins og það sjálft. Endilega skellið inn skjáskotum af fólki sem er að skemma útsendinguna frá eldgosinu með sínum beljusmettum.“ Þá segir í fyrstu reglu hópsins að fólk sem lendi í því að myndir af því rati inn á hópinn eigi það „svo sannarlega skilið.“ Vert er þó að taka fram að í reglum hópsins er einnig tekið fram að börn séu undanþegin. Því er óheimilt að birta myndir af þeim í hópnum. Ríkisútvarpið Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira
Í Facebook-færslu sem Ólína birti í gær sagði hún að um óþolandi yfirgang og misnotkun á þjónustu RÚV væri að ræða. „Mikið væri nú gott ef fólk gæti stillt sig um að stilla sér upp fyrir framan vefmyndavél RÚV af gosinu og troða andlitinu eða (sem er enn verra) auglýsingum eins og vörumerkjum inn á myndina. Rétt í þessu er ég að horfa á konu sem er með einvhern bévítans poka í höndunum sem hún glennir framan í skjáinn til þess að merkið sjáist. Hún þykist vera að tala í símann. Látum vera þó að börn freistist til þess að veifa í vélina - en fullorðið fólk sem hangir fyrir framan hana mínútum saman og eyðileggur útsýnið frá gosinu,“ skrifar Ólína. Mikið væri nú gott ef fólk gæti stillt sig um að stilla sér upp fyrir framan vefmyndavél RÚV af gosinu og troða...Posted by Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir on Thursday, 1 April 2021 Hún kveðst hafa haft vefstreymið á skjánum í stofunni hjá sér síðan gosið hófst. „Flíruleg andlit ferðamanna sem geta ekki hamið athyglissýkina eða stillt sig um að misnota þennan glugga að gosinu er óþolandi yfirgangur og í raun misnotkun á annars frábærri þjónustu RÚV að sýna beint frá þessum einstæða viðburði.“ „Fávitarnir sem halda að slow TV sé þáttur um slow people“ Ljóst er að Ólína er ekki ein um þess skoðun. Facebook-hópurinn „Fávitavarpið í Geldingahrauni“ gengur út á nákvæmlega þetta. Þar eru saman komnir yfir þúsund fésbókarmeðlimir sem telja það hinn mesta ruddaskap að ryðjast fram fyrir myndavélina og skyggja þannig á útsýnið yfir gosið. Í lýsingu hópsins segir: „Hér söfnum við inn skjáskotum af fávitunum sem halda að slow TV sé þáttur um slow people eins og það sjálft. Endilega skellið inn skjáskotum af fólki sem er að skemma útsendinguna frá eldgosinu með sínum beljusmettum.“ Þá segir í fyrstu reglu hópsins að fólk sem lendi í því að myndir af því rati inn á hópinn eigi það „svo sannarlega skilið.“ Vert er þó að taka fram að í reglum hópsins er einnig tekið fram að börn séu undanþegin. Því er óheimilt að birta myndir af þeim í hópnum.
Ríkisútvarpið Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Sjá meira