Ný brýn tegund vegabréfsáritana Ole Anton Bieltvedt skrifar 3. apríl 2021 10:01 Vegabréfið er eitt tryggasta skjalið, sem gefið er út og notað til að sanna, hver handhafi er, bæði við löggjörninga, hvers konar aðgang og nýtingu sinna réttinda og þá sérstaklega á ferðalögum, heima og heiman. Það hefur verið lengi í þróun og telst af flestum eitt öruggasta gagn, sem í notkun er, alla vega í hinum vestræna heima, en, raunar, um mest allan heim. Til vegabréfa er þannig vandað, með bæði hönnun, prentun, útgáfu og frágang umfram það, sem gerist með flest önnur skjöl eða opinber gögn. Ýmis lönd eða ríkjasambönd þessa heims hafa í gegnum tíðina viljað takmarka aðgang að sínu landi, og hafa þau þá sett vegabréfsáritun, útgefna af þeim sjálfum eða þeirra eigin fulltrúum, sendiráðum eða konsúlötum, að skilyrði fyrir aðgangi; heimild til að fara inn í landið og fara þar um. En vegabréfið hefur verið og er grunngagnið. Svo mikið traust er borið til vegabréfa og svona vegbréfsáritana, að jafnvel einræðis- og harðræðisríki hafa treyst þeim, auðvitað ásamt með eigin vegabréfsáritun, fyrir því, að þau tryggi, að rétt peróna sé handhafi - auðvitað á mynd að sýna og sanna það -, og hefur þannig orðið til grundvöllur fyrir heimsóknum landa og svæða, samskiptum manna, þar sem mikið og strangt eftirlit gildir, frjálsræði er takmarkað og gestir vart velkomnir. COVID-19 hefur í för með sér ný vandkvæði, hvað varðar ýmis konar aðgang og heimsóknir annarra svæða og landa. Uppi eru ýms áform um að stjórna þeim, einkum með sérstökum bólusetningarvottorðum eða sérstökum staðfestingum á því, að menn hafi fengið veikina, séu orðnir ónæmir og geti ekki smitað. Innan ákveðins tímaramma. Í huga undirritaðs væri skynsamlegt að hugleiða notkun hins hefðbundna vegabréfs (Visum), líka til að tryggja mest mögulegt öryggi og réttar upplýsingar við aðgengi húsnæðis, þjónustu, atburða og staða og heimsóknir svæða og landa á COVID-tímum. Í stað mest pólitískrar vegabréfsáritunar, kæmi vegabréfsáritun stjórnvalda - líklega helzt sömu stjórnvalda og gefa bréfin sjálf út, eða heilbriðisyfirvalda -, þar sem COVID-staða handhafa væri staðfest og viðeigandi tímarammi færður inn. Kannske í 6 eða 12 mánuði, eftir atvikum. Kannske í lengri tíma, ef slíkt stenzt. Við margvíslegan aðgang og einkum við landamæragæzlu í mörgum ríkjum eru yfirvöld hrædd við fölsuð gögn og skjöl á þessu sviði. Þetta óöryggi veldur óþægindum og óvissu bæði ferðamanna og stjórnvalda. Ef við tökum því tryggasta almenna gagnið, sem í gangi og gildi er, hefðbundna vegabréfið, og útfærum það fyrir aðgang, hreyfingar manna milli svæða, ferðalög og dvalir, ætti það að einfalda þetta kerfi, tryggja það og gera útfærslu einfalda, lipra og þjála. Þá væri líka bara eitt grunngagn áfram í gangi, sem menn kæmust af með, við allan aðgang, heimsóknir, hreyfingar og ferðalög. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Sjá meira
Vegabréfið er eitt tryggasta skjalið, sem gefið er út og notað til að sanna, hver handhafi er, bæði við löggjörninga, hvers konar aðgang og nýtingu sinna réttinda og þá sérstaklega á ferðalögum, heima og heiman. Það hefur verið lengi í þróun og telst af flestum eitt öruggasta gagn, sem í notkun er, alla vega í hinum vestræna heima, en, raunar, um mest allan heim. Til vegabréfa er þannig vandað, með bæði hönnun, prentun, útgáfu og frágang umfram það, sem gerist með flest önnur skjöl eða opinber gögn. Ýmis lönd eða ríkjasambönd þessa heims hafa í gegnum tíðina viljað takmarka aðgang að sínu landi, og hafa þau þá sett vegabréfsáritun, útgefna af þeim sjálfum eða þeirra eigin fulltrúum, sendiráðum eða konsúlötum, að skilyrði fyrir aðgangi; heimild til að fara inn í landið og fara þar um. En vegabréfið hefur verið og er grunngagnið. Svo mikið traust er borið til vegabréfa og svona vegbréfsáritana, að jafnvel einræðis- og harðræðisríki hafa treyst þeim, auðvitað ásamt með eigin vegabréfsáritun, fyrir því, að þau tryggi, að rétt peróna sé handhafi - auðvitað á mynd að sýna og sanna það -, og hefur þannig orðið til grundvöllur fyrir heimsóknum landa og svæða, samskiptum manna, þar sem mikið og strangt eftirlit gildir, frjálsræði er takmarkað og gestir vart velkomnir. COVID-19 hefur í för með sér ný vandkvæði, hvað varðar ýmis konar aðgang og heimsóknir annarra svæða og landa. Uppi eru ýms áform um að stjórna þeim, einkum með sérstökum bólusetningarvottorðum eða sérstökum staðfestingum á því, að menn hafi fengið veikina, séu orðnir ónæmir og geti ekki smitað. Innan ákveðins tímaramma. Í huga undirritaðs væri skynsamlegt að hugleiða notkun hins hefðbundna vegabréfs (Visum), líka til að tryggja mest mögulegt öryggi og réttar upplýsingar við aðgengi húsnæðis, þjónustu, atburða og staða og heimsóknir svæða og landa á COVID-tímum. Í stað mest pólitískrar vegabréfsáritunar, kæmi vegabréfsáritun stjórnvalda - líklega helzt sömu stjórnvalda og gefa bréfin sjálf út, eða heilbriðisyfirvalda -, þar sem COVID-staða handhafa væri staðfest og viðeigandi tímarammi færður inn. Kannske í 6 eða 12 mánuði, eftir atvikum. Kannske í lengri tíma, ef slíkt stenzt. Við margvíslegan aðgang og einkum við landamæragæzlu í mörgum ríkjum eru yfirvöld hrædd við fölsuð gögn og skjöl á þessu sviði. Þetta óöryggi veldur óþægindum og óvissu bæði ferðamanna og stjórnvalda. Ef við tökum því tryggasta almenna gagnið, sem í gangi og gildi er, hefðbundna vegabréfið, og útfærum það fyrir aðgang, hreyfingar manna milli svæða, ferðalög og dvalir, ætti það að einfalda þetta kerfi, tryggja það og gera útfærslu einfalda, lipra og þjála. Þá væri líka bara eitt grunngagn áfram í gangi, sem menn kæmust af með, við allan aðgang, heimsóknir, hreyfingar og ferðalög.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun