Lögreglumaður drepinn í árásinni á þinghúsið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. apríl 2021 20:47 Yogananda Pittman, lögreglustjóri í þinghúsinu, tilkynnir andlát Evans. Drew Angerer/Getty William Evans, lögreglumaður hjá bandaríska þinghúsinu, var drepinn í árás sem gerð var fyrir utan þinghúsið í dag. Hann, ásamt öðrum lögreglumanni, varð fyrir bíl sem ekið var á þá við öryggistálma fyrir utan þinghúsið í dag. Evans hafði starfað sem lögreglumaður hjá þinghúsinu í átján ár þegar hann var drepinn. Evans og annar lögreglumaður urðu fyrir fólksbíl sem keyrt var á þá við þinghúsið á öðrum tímanum, að staðar tíma, í dag. Árásarmaðurinn var skotinn af lögreglu í árásinni og liggur nú í lífshættu á sjúkrahúsi. Eftir að tilkynnt var um dauða Evans stóðu lögreglumenn heiðursvörð um göturnar í kring um þinghúsið til að heiðra Evans. Here's more of the procession for the fallen Capitol Police officer. The Secret Service were emotional in a way I have never seen before. Incredibly sad. pic.twitter.com/9rKyb915Lq— Hunter Walker (@hunterw) April 2, 2021 Árásarmaðurinn er karlmaður og virðist hafa verið einn að verki í árásinni. Hann hefur aldrei fyrr komið við sögu lögreglu samkvæmt frétt CBS News. Þinghúsinu og nærliggjandi svæði var lokað í kjölfar árásarinnar og var starfsmönnum bæði bannað að fara inn og út úr byggingum. Um tveimur tímum síðar var lokuninni aflétt en löggæsluaðilar eru í viðbragðsstöðu við húsið. Þjóðvarðliðið og Alríkislögreglan eru í viðbragðsstöðu við þinghúsið.AP Photo/J. Scott Applewhite Bæði Alríkislögreglan og þjóðvarðliðið voru kölluð út í kjölfar árásarinnar. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan ráðist var á þinghúsið síðast. Múgur fólks réðst inn í þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn og dóu fimm í þeirri árás, þar á meðal lögreglumaðurinn Brian Sicknick sem dó eftir að hafa tekist á við árásarmenn. Miklar öryggisráðstafanir hafa verið við þinghúsið síðan árásin var gerð í janúar en farið var að slaka á þeim eftir því sem tíminn leið. Mikill viðbúnaður er í Washingtonborg og hafa tugir lögreglusveita og þjóðvarðlið verið kölluð út til þess að ganga um göturnar og rannsaka vettvang glæpsins. Þjóðvarðlið ýmissa ríkja Bandaríkjanna voru stödd í Washington eftir árásina 6. janúar og er talið að enn séu um 2.300 þjóðvarðliðar í borginni. Áætlað var að þeir yrðu hægt og bítandi sendir aftur heim en óljóst er hvort atburðir dagsins muni breyta þeim áætlunum. Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Þinghúsi Bandaríkjanna lokað vegna árásar Þinghúsi Bandaríkjanna og aðliggjandi svæði í Washington DC hefur verið lokað eftir að bifreið var ekið á tvo lögreglumenn við öryggistálma fyrir utan þinghúsið. Hinn grunaði var skotinn af lögreglumönnum eftir að hann steig út úr bifreiðinni með kuta á lofti. 2. apríl 2021 17:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Evans hafði starfað sem lögreglumaður hjá þinghúsinu í átján ár þegar hann var drepinn. Evans og annar lögreglumaður urðu fyrir fólksbíl sem keyrt var á þá við þinghúsið á öðrum tímanum, að staðar tíma, í dag. Árásarmaðurinn var skotinn af lögreglu í árásinni og liggur nú í lífshættu á sjúkrahúsi. Eftir að tilkynnt var um dauða Evans stóðu lögreglumenn heiðursvörð um göturnar í kring um þinghúsið til að heiðra Evans. Here's more of the procession for the fallen Capitol Police officer. The Secret Service were emotional in a way I have never seen before. Incredibly sad. pic.twitter.com/9rKyb915Lq— Hunter Walker (@hunterw) April 2, 2021 Árásarmaðurinn er karlmaður og virðist hafa verið einn að verki í árásinni. Hann hefur aldrei fyrr komið við sögu lögreglu samkvæmt frétt CBS News. Þinghúsinu og nærliggjandi svæði var lokað í kjölfar árásarinnar og var starfsmönnum bæði bannað að fara inn og út úr byggingum. Um tveimur tímum síðar var lokuninni aflétt en löggæsluaðilar eru í viðbragðsstöðu við húsið. Þjóðvarðliðið og Alríkislögreglan eru í viðbragðsstöðu við þinghúsið.AP Photo/J. Scott Applewhite Bæði Alríkislögreglan og þjóðvarðliðið voru kölluð út í kjölfar árásarinnar. Aðeins tæpir þrír mánuðir eru liðnir síðan ráðist var á þinghúsið síðast. Múgur fólks réðst inn í þinghúsið þann 6. janúar síðastliðinn og dóu fimm í þeirri árás, þar á meðal lögreglumaðurinn Brian Sicknick sem dó eftir að hafa tekist á við árásarmenn. Miklar öryggisráðstafanir hafa verið við þinghúsið síðan árásin var gerð í janúar en farið var að slaka á þeim eftir því sem tíminn leið. Mikill viðbúnaður er í Washingtonborg og hafa tugir lögreglusveita og þjóðvarðlið verið kölluð út til þess að ganga um göturnar og rannsaka vettvang glæpsins. Þjóðvarðlið ýmissa ríkja Bandaríkjanna voru stödd í Washington eftir árásina 6. janúar og er talið að enn séu um 2.300 þjóðvarðliðar í borginni. Áætlað var að þeir yrðu hægt og bítandi sendir aftur heim en óljóst er hvort atburðir dagsins muni breyta þeim áætlunum.
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Þinghúsi Bandaríkjanna lokað vegna árásar Þinghúsi Bandaríkjanna og aðliggjandi svæði í Washington DC hefur verið lokað eftir að bifreið var ekið á tvo lögreglumenn við öryggistálma fyrir utan þinghúsið. Hinn grunaði var skotinn af lögreglumönnum eftir að hann steig út úr bifreiðinni með kuta á lofti. 2. apríl 2021 17:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þinghúsi Bandaríkjanna lokað vegna árásar Þinghúsi Bandaríkjanna og aðliggjandi svæði í Washington DC hefur verið lokað eftir að bifreið var ekið á tvo lögreglumenn við öryggistálma fyrir utan þinghúsið. Hinn grunaði var skotinn af lögreglumönnum eftir að hann steig út úr bifreiðinni með kuta á lofti. 2. apríl 2021 17:47