Árásin í gær vekur spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2021 11:42 Árásarmaðurinn keyrði niður öryggistálma við þinghúsið og hljóp að lögreglumönnum sem þar voru staddir vopnaður hnífi. EPA/JIM LO SCALZO Árásin sem gerð var við bandaríska þinghúsið í Washington DC í gær, þar sem einn lögreglumaður lést og annar særðist, hefur vakið nýjar spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins þrír mánuðir eru liðnir síðan æstur múgur gerði atlögu að þinghúsinu en þá létust fimm og enn fleiri særðust. Flaggað var í hálfa stöng við Hvíta húsið og þinghúsið í minningu Billy Evans, lögreglumannsins sem lést, en ástand hins lögreglumannsins er sagt stöðugt að því er New York Times greinir frá. Atburðir gærdagsin við þinghúsið eru vitnisburður um að þeir sem starfa við þinghúsið búa enn við hættu og hugsanleg skotmörk árásarmanna að því er segir í frétt CNN. Ekki liggur fyrir hvað vakti fyrir árásarmanninum, hinum 25 ára Noah Green, sem keyrði á öryggistálma við þinghúsið þar sem lögreglumennirnir tveir stóðu vörð fyrir. Green steig síðan út úr bílnum vopnaður hnífi og réðist til atlögu í átt að lögreglumönnum á svæðinu áður en hann var skotinn til bana. Færslur á samfélagsmiðlum Green gefa til kynna að hann hafi átt við andleg veikindi að stríða. Þá mun hann vera diggur aðdáandi trúarleiðtogans Lois Farrakhan, sem fer fyrir söfnuði trúarsamtakanna Þjóðar Íslam (e. Nation of Islam). Green hafði birt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hafði skrifað við færsluna að „bandaríska ríkið væri aðal óvinur svartra!“ og að „hrikalegar þjáningar“ sínar væru opinberum bandarískum stofnunum á borð við leyniþjónustuna CIA og alríkislögregluna FBI að kenna. Ekki er litið á árásina sem hryðjuverk. Atburðir gærdagsins hafa þó vakið spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins eru liðnar þrjár vikur síðan gaddavírsgirðing var tekin niður sem sett hafði verið upp tímabundið í kjölfar atburðanna þann 6. janúar. Árásin í byrjun janúar hefur vakið ótta um að öryggismálum sé ábótavant við þinghúsið og hefur verið tekist á um það hvernig skuli ráðast í úrbætur. Þingmenn, aðstoðarfólk, öryggisverðir og annað starfsfólk þinghússins hefur upplifað óöryggi frá því árásin í janúar var gerð en engir þingmenn voru í húsinu þegar árásin var gerð á föstudag, enda flestir farnir heim í páskafrí. Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Flaggað var í hálfa stöng við Hvíta húsið og þinghúsið í minningu Billy Evans, lögreglumannsins sem lést, en ástand hins lögreglumannsins er sagt stöðugt að því er New York Times greinir frá. Atburðir gærdagsin við þinghúsið eru vitnisburður um að þeir sem starfa við þinghúsið búa enn við hættu og hugsanleg skotmörk árásarmanna að því er segir í frétt CNN. Ekki liggur fyrir hvað vakti fyrir árásarmanninum, hinum 25 ára Noah Green, sem keyrði á öryggistálma við þinghúsið þar sem lögreglumennirnir tveir stóðu vörð fyrir. Green steig síðan út úr bílnum vopnaður hnífi og réðist til atlögu í átt að lögreglumönnum á svæðinu áður en hann var skotinn til bana. Færslur á samfélagsmiðlum Green gefa til kynna að hann hafi átt við andleg veikindi að stríða. Þá mun hann vera diggur aðdáandi trúarleiðtogans Lois Farrakhan, sem fer fyrir söfnuði trúarsamtakanna Þjóðar Íslam (e. Nation of Islam). Green hafði birt myndband á samfélagsmiðlum þar sem hann hafði skrifað við færsluna að „bandaríska ríkið væri aðal óvinur svartra!“ og að „hrikalegar þjáningar“ sínar væru opinberum bandarískum stofnunum á borð við leyniþjónustuna CIA og alríkislögregluna FBI að kenna. Ekki er litið á árásina sem hryðjuverk. Atburðir gærdagsins hafa þó vakið spurningar um stöðu öryggismála við þinghúsið. Aðeins eru liðnar þrjár vikur síðan gaddavírsgirðing var tekin niður sem sett hafði verið upp tímabundið í kjölfar atburðanna þann 6. janúar. Árásin í byrjun janúar hefur vakið ótta um að öryggismálum sé ábótavant við þinghúsið og hefur verið tekist á um það hvernig skuli ráðast í úrbætur. Þingmenn, aðstoðarfólk, öryggisverðir og annað starfsfólk þinghússins hefur upplifað óöryggi frá því árásin í janúar var gerð en engir þingmenn voru í húsinu þegar árásin var gerð á föstudag, enda flestir farnir heim í páskafrí.
Bandaríkin Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira