Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. apríl 2021 15:48 Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. „Ég er náttúrlega ekki að upplifa mikla stemningu hérna inni hjá mér, við erum öll náttúrlega ein,“ segir Eva í samtali við Vísi, spurð um stemninguna í húsinu. „Það er svona frekar súrt að fá ekki að fara út. Okkur var sagt það fyrsta kvöldið að við fengjum hálftíma á dag en svo var tekið fyrir það í gær, einhvern tímann seinni partinn. Það er svona ákveðin innilokunarkennd sem fylgir þessu eðlilega, en það myndi breyta öllu að fá að fara aðeins út, “ segir Eva. Kaldur matur og langir dagar „Það kemur matur hérna á morgnanna, í hádeginu og á kvöldin. Það er bankað og ef maður svarar ekki þá er hann skilinn eftir fyrir utan. Kvöldmaturinn og hádegismaturinn er búinn að vera kaldur í bæði skiptin sem ég er búin að fá hann. En við getum náttúrlega pantað okkur hvað sem er,“ segir Eva. Eva dvelur á sömu hæð á hótelinu og allir hinir sem voru í hópnum með KSÍ. Þegar hópurinn kom til landsins fengu þau upplýsingar í rútunni á leiðinni á hótelið um að þau fengju að fara út einu sinni á dag í hálftíma. Það hefur breyst síðan. „Ég fór út í gærmorgun og það breytti öllu aðeins að fá eitthvað uppbrot frá því að liggja upp í rúmi. Þetta er pínulítið herbergi og þetta er ekki alveg þannig, eins og fólk vill meina, að þetta sé dvöl á lúxushóteli, manni líður ekki þannig,“ segir Eva. Hátt í tíu skimanir og öll sýni neikvæð „Síðan er það þetta, að það séu allir að velta því upp hvort að þetta sé lögmætt og það er ekki að hjálpa varðandi hvort maður sé sáttur við að vera hérna endilega. Ég á dóttur og var búin að senda hana norður til pabba síns og ætlaði að vera ein heima í sóttkví og ég bý hérna rétt hjá. Það er svo skrítið að þurfa að vera hér,“ segir Eva. Hún játar að henni þyki skrítið að fá ekki að vera í sóttkví heima hjá sér en hópurinn sætti ströngum sóttvarnareglum á meðan á ferðinni stóð. „Við fórum í tvær skimanir áður en við fórum, við fórum í sex skimanir úti og svo náttúrlega á landamærunum og allt neikvætt þannig að manni finnst ekkert voðalega mikill grundvöllur fyrir því að loka mann inni þegar maður ætlaði hvort eð er að virða sóttkví. Mér finnst alla veganna allt í lagi að það sé verið að velta því upp,“ útskýrir Eva. Hún kveðst þó sjálf ekki vera í hugleiðingum um að láta reyna á lögmæti aðgerðanna en segist munu fylgjast grannt með framvindu mála hjá þeim sem þegar hafa lagt fram kæru. Farin úr landi áður en reglur breyttust „Við heyrum af þessu úti. Þetta var ekki þannig að við förum út eftir að þetta er ákveðið. Þá hélt ég að þetta yrði kannski smá næs að vera inni á hótelherbergi og reyna að hvíla sig eftir langa vinnuferð. En síðan er það ekkert þannig þegar maður er kominn hingað og er svona lokaður inni. Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið. En ég reyni bara að lesa og horfa á eitthvað.“ Hefur þú eitthvað heyrt í landsliðshópnum, hvernig stemningin er hjá þeim? „Ég veit að þeir voru ósáttir með að komast ekki út í gær. Það eru fimm sem að spila fótbolta að atvinnu og þeir vildu fá að fara út að hlaupa en þeir náðu ekki þessum morgungöngutúr eins og ég náði í gær. Ég get ekki sagt að fólk sé hoppandi kátt hérna en það er heldur enginn með vesen af þessu fólki sem er hérna með mér. En ég held að það finnist bara öllum skrítið, við eigum öll heima í Reykjavík, að við megum ekki vera heima hjá okkur af því að mögulega gæti einhver brotið sóttkví,“ segir Eva. Að óbreyttu ætti hún að losna af sóttkvíarhótelinu á þriðjudagskvöldið en hún fer aftur í sýnatöku á þriðjudagsmorgun. „Það sem truflar kannski flesta hérna er að það eru rosalega lítil samskipti. Sem er kannski eðlilegt, en þegar við komum þá vissum við ekki neitt. Ég vaknaði daginn eftir til að reyna að fá einhverjar upplýsingar. Við heyrðum auðvitað bara af þessu úti og vissum ekki alveg hvort að þetta væri orðið að veruleika. Svo er lítið talað við mann og síðan eru allir að velta fyrir sér hvort að þetta sé í lagi og maður veit í raun og veru ekkert. En annars bara stuð,“ segir Eva Björk. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Sjá meira
„Ég er náttúrlega ekki að upplifa mikla stemningu hérna inni hjá mér, við erum öll náttúrlega ein,“ segir Eva í samtali við Vísi, spurð um stemninguna í húsinu. „Það er svona frekar súrt að fá ekki að fara út. Okkur var sagt það fyrsta kvöldið að við fengjum hálftíma á dag en svo var tekið fyrir það í gær, einhvern tímann seinni partinn. Það er svona ákveðin innilokunarkennd sem fylgir þessu eðlilega, en það myndi breyta öllu að fá að fara aðeins út, “ segir Eva. Kaldur matur og langir dagar „Það kemur matur hérna á morgnanna, í hádeginu og á kvöldin. Það er bankað og ef maður svarar ekki þá er hann skilinn eftir fyrir utan. Kvöldmaturinn og hádegismaturinn er búinn að vera kaldur í bæði skiptin sem ég er búin að fá hann. En við getum náttúrlega pantað okkur hvað sem er,“ segir Eva. Eva dvelur á sömu hæð á hótelinu og allir hinir sem voru í hópnum með KSÍ. Þegar hópurinn kom til landsins fengu þau upplýsingar í rútunni á leiðinni á hótelið um að þau fengju að fara út einu sinni á dag í hálftíma. Það hefur breyst síðan. „Ég fór út í gærmorgun og það breytti öllu aðeins að fá eitthvað uppbrot frá því að liggja upp í rúmi. Þetta er pínulítið herbergi og þetta er ekki alveg þannig, eins og fólk vill meina, að þetta sé dvöl á lúxushóteli, manni líður ekki þannig,“ segir Eva. Hátt í tíu skimanir og öll sýni neikvæð „Síðan er það þetta, að það séu allir að velta því upp hvort að þetta sé lögmætt og það er ekki að hjálpa varðandi hvort maður sé sáttur við að vera hérna endilega. Ég á dóttur og var búin að senda hana norður til pabba síns og ætlaði að vera ein heima í sóttkví og ég bý hérna rétt hjá. Það er svo skrítið að þurfa að vera hér,“ segir Eva. Hún játar að henni þyki skrítið að fá ekki að vera í sóttkví heima hjá sér en hópurinn sætti ströngum sóttvarnareglum á meðan á ferðinni stóð. „Við fórum í tvær skimanir áður en við fórum, við fórum í sex skimanir úti og svo náttúrlega á landamærunum og allt neikvætt þannig að manni finnst ekkert voðalega mikill grundvöllur fyrir því að loka mann inni þegar maður ætlaði hvort eð er að virða sóttkví. Mér finnst alla veganna allt í lagi að það sé verið að velta því upp,“ útskýrir Eva. Hún kveðst þó sjálf ekki vera í hugleiðingum um að láta reyna á lögmæti aðgerðanna en segist munu fylgjast grannt með framvindu mála hjá þeim sem þegar hafa lagt fram kæru. Farin úr landi áður en reglur breyttust „Við heyrum af þessu úti. Þetta var ekki þannig að við förum út eftir að þetta er ákveðið. Þá hélt ég að þetta yrði kannski smá næs að vera inni á hótelherbergi og reyna að hvíla sig eftir langa vinnuferð. En síðan er það ekkert þannig þegar maður er kominn hingað og er svona lokaður inni. Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið. En ég reyni bara að lesa og horfa á eitthvað.“ Hefur þú eitthvað heyrt í landsliðshópnum, hvernig stemningin er hjá þeim? „Ég veit að þeir voru ósáttir með að komast ekki út í gær. Það eru fimm sem að spila fótbolta að atvinnu og þeir vildu fá að fara út að hlaupa en þeir náðu ekki þessum morgungöngutúr eins og ég náði í gær. Ég get ekki sagt að fólk sé hoppandi kátt hérna en það er heldur enginn með vesen af þessu fólki sem er hérna með mér. En ég held að það finnist bara öllum skrítið, við eigum öll heima í Reykjavík, að við megum ekki vera heima hjá okkur af því að mögulega gæti einhver brotið sóttkví,“ segir Eva. Að óbreyttu ætti hún að losna af sóttkvíarhótelinu á þriðjudagskvöldið en hún fer aftur í sýnatöku á þriðjudagsmorgun. „Það sem truflar kannski flesta hérna er að það eru rosalega lítil samskipti. Sem er kannski eðlilegt, en þegar við komum þá vissum við ekki neitt. Ég vaknaði daginn eftir til að reyna að fá einhverjar upplýsingar. Við heyrðum auðvitað bara af þessu úti og vissum ekki alveg hvort að þetta væri orðið að veruleika. Svo er lítið talað við mann og síðan eru allir að velta fyrir sér hvort að þetta sé í lagi og maður veit í raun og veru ekkert. En annars bara stuð,“ segir Eva Björk.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent