Hyggst ekki endurskoða umdeilda reglugerð um sóttkvíarhótel Eiður Þór Árnason skrifar 3. apríl 2021 21:34 Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segir það ekki koma til greina eins og er að endurskoða reglugerð sína um takmarkanir á landamærum. Reglugerðin sem tók gildi síðasta fimmtudag skyldar alla sem koma til landsins frá hááhættusvæðum til að dvelja í sóttkví eða í einangrun í sóttvarnahúsi. Ákvæðið hefur reynst umdeilt og hafa þrír gestir sóttkvíarhótelsins í Þórunnartúni leitað réttar síns. Vilja þeir meðal annars láta reyna á það hvort stjórnvöldum hafi verið heimilt að neyða þá til dvalar í sóttkvíarhóteli þegar þeir gátu verið sóttkví í eigin húsnæði. Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld vegna málanna. Byggi á traustum lagagrunni Svandís Svavarsdóttir bregst við gagnrýninni í samtali við Fréttablaðið en hún hefur ekki gefið kost á viðtali þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í dag. Í frétt blaðsins er haft eftir Svandísi að hún hafi ekki séð neitt að svo stöddu sem kalli á endurskoðun reglugerðarinnar. „Ég held að það sé mikilvægt að fólk gleymi því ekki um hvað þetta snýst. Þetta snýst um heimsfaraldur og að ná tökum á heimsfaraldri og koma í veg fyrir útbreiðslu hans.“ Aðspurð um þær efasemdir sem sumir hafa haft um að ákvæðið eigi sér stoð í lögum segir Svandís að ráðuneytið telji reglugerðina byggja á traustum lagagrunni. Segir úrræðið nauðungarvistun Jón Magnússon, lögmaður konu, sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu kallaði úrræðið nauðungarvistun í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Konan sem fór erlendis ásamt þrettán ára dóttur sinni til að vera viðstödd jarðarför hefur gert kröfu um að fá að taka út sóttkví á heimili sínu. Jón telur að ný reglugerð heilbrigðisráðherra byggi á veikri lagastoð þar sem gildandi sóttvarnalög heimili stjórnvöldum einungis að skylda fólk í sóttvarnahús þegar einstaklingar hafi ekki önnur úrræði. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fund velferðarnefndar vegna efasemda nokkurra þingmanna um lögmæti sóttkvíarhótelsins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00 Von á kröfugerð sóttvarnalæknis í kvöld vegna kærumála Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld en þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. 3. apríl 2021 17:42 Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. 3. apríl 2021 15:48 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Ákvæðið hefur reynst umdeilt og hafa þrír gestir sóttkvíarhótelsins í Þórunnartúni leitað réttar síns. Vilja þeir meðal annars láta reyna á það hvort stjórnvöldum hafi verið heimilt að neyða þá til dvalar í sóttkvíarhóteli þegar þeir gátu verið sóttkví í eigin húsnæði. Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld vegna málanna. Byggi á traustum lagagrunni Svandís Svavarsdóttir bregst við gagnrýninni í samtali við Fréttablaðið en hún hefur ekki gefið kost á viðtali þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fréttastofu í dag. Í frétt blaðsins er haft eftir Svandísi að hún hafi ekki séð neitt að svo stöddu sem kalli á endurskoðun reglugerðarinnar. „Ég held að það sé mikilvægt að fólk gleymi því ekki um hvað þetta snýst. Þetta snýst um heimsfaraldur og að ná tökum á heimsfaraldri og koma í veg fyrir útbreiðslu hans.“ Aðspurð um þær efasemdir sem sumir hafa haft um að ákvæðið eigi sér stoð í lögum segir Svandís að ráðuneytið telji reglugerðina byggja á traustum lagagrunni. Segir úrræðið nauðungarvistun Jón Magnússon, lögmaður konu, sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu kallaði úrræðið nauðungarvistun í samtali við fréttastofu fyrr í dag. Konan sem fór erlendis ásamt þrettán ára dóttur sinni til að vera viðstödd jarðarför hefur gert kröfu um að fá að taka út sóttkví á heimili sínu. Jón telur að ný reglugerð heilbrigðisráðherra byggi á veikri lagastoð þar sem gildandi sóttvarnalög heimili stjórnvöldum einungis að skylda fólk í sóttvarnahús þegar einstaklingar hafi ekki önnur úrræði. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur verið boðuð á fund velferðarnefndar vegna efasemda nokkurra þingmanna um lögmæti sóttkvíarhótelsins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00 Von á kröfugerð sóttvarnalæknis í kvöld vegna kærumála Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld en þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. 3. apríl 2021 17:42 Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. 3. apríl 2021 15:48 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Dvelur á sóttkvíarhóteli á Íslandi og aftur í Noregi eftir nokkra daga Það er svolítið hart að mega ekki fara út, segir kona sem dvelur á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Hún segir ekkert væsa um sig en hefði þó frekar verið til í að verja sóttkvínni á heimili sínu í Hafnarfirði. Hún mun þurfa að fara aftur á sóttkvíarhóteli þegar hún fer aftur heim til Noregs. 3. apríl 2021 19:00
Von á kröfugerð sóttvarnalæknis í kvöld vegna kærumála Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld en þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. 3. apríl 2021 17:42
Sóttkvíarhótelið enginn lúxus: „Maður upplifir innilokunarkennd og þetta er skrítið“ Dagarnir hafa aldrei verið jafn lengi að líða og erfiðast er að komast ekkert út segir Eva Björk Benediktsdóttir, íþróttafréttakona á RÚV, sem er ein þeirra sem nú dvelja á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Eva Björk kom til landsins 1. apríl eftir að hafa fylgt U21 karlalandsliði Íslands í knattspyrnu sem spilaði leik á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku. 3. apríl 2021 15:48