Sjáðu ótrúlega sigurkörfu Gonzaga sem á enn möguleika á hinu fullkomna tímabili Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2021 10:01 Jalen Suggs mun líklega aldrei skora aðra eins körfu og hann gerði í nótt. Tim Nwachukwu/Getty Images Gonzaga Bulldogs er komið í úrslitaleik marsfársins í körfubolta. Flautukarfa Jalen Suggs sem tryggði Gonzaga sigur gegn UCLA í framlengdum leik var ekkert annað en stórkostleg, hana má sjá hér að neðan ásamt öllu því helsta úr leiknum. Marsfárið [e. March Madness] er einn stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna. Þar mætast bestu háskólalið landsins í útsláttarkeppni sem mun skera úr um hvað sé besta lið landsins. Áhorfið er gríðarlegt og slær flestum NBA-viðureignum við. Hvað þá þegar áhorfendur eru ekki leyfðir á leikjunum. Baylor Bears höfðu þegar tryggt sér farseðilinn í úrslit en í nótt fór leikur Gonzaga Bulldogs og UCLA Bruins fram. Sigurvegarinn myndi mæta Baylor í úrslitum. Fyrir fram voru Gonzaga sigurstranglegri en liðið hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu. Gonzaga hefur leikið 31 leik og landað 31 sigri. Takist þeim að vinna Baylor á þriðjudaginn verða þeir fyrsta liðið í karlaflokki til að fara taplaust í gegnum tímabil síðan 1976. Leikurinn í nótt var mögnuð skemmtun, sóknarleikur beggja liða var til fyrirmyndar og eftir venjulegan leiktíma þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn, 81-81. Það virtist sem UCLA hefði tryggt sér aðra framlengingu með því að jafna metin í 90-90 þegar 3.3 sekúndur voru eftir á klukkunni. Jalen Suggs hafði lítinn áhuga á að fara í aðra framlengingu, hann fékk boltann og óð yfir miðju. Hann tók skot rétt fyrir framan miðju sem small í glerinu og ofan í körfuna er lokaflautið gall. „Ég hef alltaf viljað stökkva upp á borð eins og Kobe og D-Wade,“ sagði Suggs að leik loknum. Fagnið má sjá hér að neðan sem og hvaðan hann fékk hugmyndina. .@JalenSuggs2020 had his Kobe/D-Wade moment tonight. pic.twitter.com/Vhk8QH49fD— Bleacher Report (@BleacherReport) April 4, 2021 Hér að neðan má sjá það helsta úr leiknum sem var virkilega góð skemmtun. Jalen Suggs skoraði 16 stig í leiknum fyrir Gonzaga en Drew Timme var stigahæstur með 25 stig, þar á eftir kom Joel Ayayi með 22 stig. Hjá UCLA var Johnny Juzang stigahæstur með 29 stig. Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Marsfárið [e. March Madness] er einn stærsti íþróttaviðburður Bandaríkjanna. Þar mætast bestu háskólalið landsins í útsláttarkeppni sem mun skera úr um hvað sé besta lið landsins. Áhorfið er gríðarlegt og slær flestum NBA-viðureignum við. Hvað þá þegar áhorfendur eru ekki leyfðir á leikjunum. Baylor Bears höfðu þegar tryggt sér farseðilinn í úrslit en í nótt fór leikur Gonzaga Bulldogs og UCLA Bruins fram. Sigurvegarinn myndi mæta Baylor í úrslitum. Fyrir fram voru Gonzaga sigurstranglegri en liðið hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu. Gonzaga hefur leikið 31 leik og landað 31 sigri. Takist þeim að vinna Baylor á þriðjudaginn verða þeir fyrsta liðið í karlaflokki til að fara taplaust í gegnum tímabil síðan 1976. Leikurinn í nótt var mögnuð skemmtun, sóknarleikur beggja liða var til fyrirmyndar og eftir venjulegan leiktíma þurfti að framlengja þar sem staðan var jöfn, 81-81. Það virtist sem UCLA hefði tryggt sér aðra framlengingu með því að jafna metin í 90-90 þegar 3.3 sekúndur voru eftir á klukkunni. Jalen Suggs hafði lítinn áhuga á að fara í aðra framlengingu, hann fékk boltann og óð yfir miðju. Hann tók skot rétt fyrir framan miðju sem small í glerinu og ofan í körfuna er lokaflautið gall. „Ég hef alltaf viljað stökkva upp á borð eins og Kobe og D-Wade,“ sagði Suggs að leik loknum. Fagnið má sjá hér að neðan sem og hvaðan hann fékk hugmyndina. .@JalenSuggs2020 had his Kobe/D-Wade moment tonight. pic.twitter.com/Vhk8QH49fD— Bleacher Report (@BleacherReport) April 4, 2021 Hér að neðan má sjá það helsta úr leiknum sem var virkilega góð skemmtun. Jalen Suggs skoraði 16 stig í leiknum fyrir Gonzaga en Drew Timme var stigahæstur með 25 stig, þar á eftir kom Joel Ayayi með 22 stig. Hjá UCLA var Johnny Juzang stigahæstur með 29 stig.
Körfubolti Bandaríski háskólakörfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira