Donna Cruz: „Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 5. apríl 2021 11:14 Leikkonan Donna Cruz svarar spurningum í viðtalsliðnum Ást er. „Ég hélt alltaf að ást væri eins og maður sá í rómantískum bíómyndum frá Bandaríkjunum en svo er hún bara svo miklu meira en það,“ segir leikkonan Donna Cruz í viðtali við Makamál. Donna vakti mikla athygli fyrir leik sinni í myndinni Agnes Joy sem er þroskasaga mæðgna af Skaganum. Myndin kom út árið 2019 og fékk hún einróma lof gagnrýnenda. Þetta voru fyrstu skref Donnu á hvíta tjaldinu svo greinilegt er að hér er ung og hæfileikarík kona á ferð með framtíðina fyrir sér. Þessa dagana er Donna í námi í félagsfræði með viðskiptafræði sem aukagrein í Háskóla Íslands. Hún segir námið eiga hug hennar allan þessa dagana þó hún sé alltaf opin fyrir nýjum spennandi verkefnum. Í dag er Donna í Háskóla Íslands en þrátt fyrir annir segist hún alltaf opin fyrir spennandi verkefnum. „Námið hefur alltaf verið krefjandi en kannski extra mikið núna vegna Covid. Faraldurinn hefur því miður haft frekar neikvæð áhrif á andlegu hliðina mína en sem betur fer hef ég gott stuðningsnet. Fjölskyldu, vini og auðvitað hann Ara minn.“ Donna er í sambandi með Ara Steini Skarphéðinssyni en parið kynntist á stefnumótaforritinu Tinder. „Eftir að við mötchuðum á Tinder á laugardagskvöldi þá hittumst við á Hverfisbarnum síðar um kvöldið. Þetta var alveg litríkt kvöld og í fyrstu var ég að reyna fá hann að til að reyna við vinkonu mína sem var með mér þetta kvöld. Eitt leiddi svo af öðru og við endum á því að fara heim saman, svo bauð hann mér á deit í vikunni eftir.“ Ég viðurkenni að þetta átti nú bara að vera eitt skipta dæmi. Í dag höfum við verið saman í 3 ár og nokkra mánuði og höfum gengið í gegnum svo margt og allt bara frekar skemmtilegt. Eruð þið dugleg að rækta sambandið? „Já mjög svo. Ég á það til að vera upptekin og segi oftar já en nei við allskonar verkefnum þannig að verkefnin hrúgast inn og það koma svona tímabil þar sem það er stundum alltof mikið í gangi. Við reynum samt alltaf að finna tíma til að rækta sambandið. Hvort sem það sé að horfa á þátt uppi í rúmi, að gúffa í okkur eðlu og snakk, fara fínt út að borða eða hlaupa saman þegar veður leyfir.“ Tinder-ást. Donna og Ari kynntust á Tinder fyrir rúmum þremur árum síðan. Hér fyrir neðan svarar Donna spurningum í viðtalsliðnum Ást er. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Flipped - Skemmtileg, heilnæm, „coming of age“ bíómynd. Fyrsti kossinn: Fyrsti kærastinn minn þegar ég var fjórtán ára á körfuboltavelli fyrir utan Hólabrekkuskóla. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Too Good at Goodbyes - Sam smith . Litla lagið maður. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Það skiptir í rauninni ekki máli svo lengi sem að þú sért með rétta aðilanum. Lykilatriði að vera með góðan mat. Uppáhaldsmaturinn minn: Indverskur tikkamasala + lauk pakodas og Thai kjúlla Massaman. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Rós, 66°Norður derhúfu (því ég var alltaf að stela hans) og bíómiða á Black Panther en við erum bæði rosa ofurhetju aðdáendur. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Við erum frekar dugleg að gefa gjafir þannig að þetta rennur allt í eitt en ég gaf honum fótboltaskó í fyrra sumar sem ég var mjög ánægð með. Lagið „okkar“ er: Paradise - Derik Fein. Ég elska að: Ferðast og hvað þá að ferðast með einhverjum sem ég elska. Það er eitthvað við það að upplifa ólíka menningu saman, það finnst mér mjög gaman. Kærastinn minn er: Hann er einfaldlega bestur. Ég veit að allir segja þetta um maka sinn en hann er í alvörunni bestur. Hann er þolinmóður (honum veitir ekki af ef hann ætlar að vera í sambandi með mér), fyndinn, ótrúlega hlýr og er með sterka samkennd. Donna segist vera leyni-rómó-væmin. Rómantískasti staður á landinu er: Ég vil meina að ég sé ekkert rosa væmin en ég hugsa að ég sé alveg svona leyni-rómó-væmin. Rómantískasti staður fyrir okkur væri sennilega rooftop-bar í Barcelona - geggjað útsýni, enn betri matur og svo væri lifandi tónlist eitthvað sem myndi toppa þetta allt. Ást er: Ég hélt alltaf að ást væri eins og maður sá í rómantískum bíómyndum frá Bandaríkjunum en svo er hún bara svo miklu meira en það. Snýst um það þegar einhver tekur manni eins og maður er. Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju. Donna segist elska að ferðast með þeim sem hún elskar. Fyrir þá sem hafa áhuga á því að fylgjast með Donnu er hægt að nálgast Instagram-prófílinn hennar hér. Ástin og lífið Ást er... Tengdar fréttir Margmenni á hátíðarforsýningu Agnesar Joy Íslenska kvikmyndin Agnes Joy eftir leikstjórann Silju Hauksdóttur var forsýnd í Háskólabíói í gærkvöldi og það fyrir framan fullan aðalsal. 17. október 2019 12:30 Sautján ára reyndi Donna Cruz að fyrirfara sér en í dag er hún að upplifa drauminn Donna Cruz kom til Íslands fjögurra ára með foreldrum sínum frá Filippseyjum. Hún varð fyrir miklu aðkasti og einelti sem krakki af erlendum uppruna í skólanum og stundum hreinlega henti hún nesti sínu í ruslið af skömm því henni var strítt svo mikið og kölluð öllum illum nöfnum. 25. október 2019 10:30 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Donna vakti mikla athygli fyrir leik sinni í myndinni Agnes Joy sem er þroskasaga mæðgna af Skaganum. Myndin kom út árið 2019 og fékk hún einróma lof gagnrýnenda. Þetta voru fyrstu skref Donnu á hvíta tjaldinu svo greinilegt er að hér er ung og hæfileikarík kona á ferð með framtíðina fyrir sér. Þessa dagana er Donna í námi í félagsfræði með viðskiptafræði sem aukagrein í Háskóla Íslands. Hún segir námið eiga hug hennar allan þessa dagana þó hún sé alltaf opin fyrir nýjum spennandi verkefnum. Í dag er Donna í Háskóla Íslands en þrátt fyrir annir segist hún alltaf opin fyrir spennandi verkefnum. „Námið hefur alltaf verið krefjandi en kannski extra mikið núna vegna Covid. Faraldurinn hefur því miður haft frekar neikvæð áhrif á andlegu hliðina mína en sem betur fer hef ég gott stuðningsnet. Fjölskyldu, vini og auðvitað hann Ara minn.“ Donna er í sambandi með Ara Steini Skarphéðinssyni en parið kynntist á stefnumótaforritinu Tinder. „Eftir að við mötchuðum á Tinder á laugardagskvöldi þá hittumst við á Hverfisbarnum síðar um kvöldið. Þetta var alveg litríkt kvöld og í fyrstu var ég að reyna fá hann að til að reyna við vinkonu mína sem var með mér þetta kvöld. Eitt leiddi svo af öðru og við endum á því að fara heim saman, svo bauð hann mér á deit í vikunni eftir.“ Ég viðurkenni að þetta átti nú bara að vera eitt skipta dæmi. Í dag höfum við verið saman í 3 ár og nokkra mánuði og höfum gengið í gegnum svo margt og allt bara frekar skemmtilegt. Eruð þið dugleg að rækta sambandið? „Já mjög svo. Ég á það til að vera upptekin og segi oftar já en nei við allskonar verkefnum þannig að verkefnin hrúgast inn og það koma svona tímabil þar sem það er stundum alltof mikið í gangi. Við reynum samt alltaf að finna tíma til að rækta sambandið. Hvort sem það sé að horfa á þátt uppi í rúmi, að gúffa í okkur eðlu og snakk, fara fínt út að borða eða hlaupa saman þegar veður leyfir.“ Tinder-ást. Donna og Ari kynntust á Tinder fyrir rúmum þremur árum síðan. Hér fyrir neðan svarar Donna spurningum í viðtalsliðnum Ást er. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Flipped - Skemmtileg, heilnæm, „coming of age“ bíómynd. Fyrsti kossinn: Fyrsti kærastinn minn þegar ég var fjórtán ára á körfuboltavelli fyrir utan Hólabrekkuskóla. Uppáhalds brake-up power ballaðan mín er: Too Good at Goodbyes - Sam smith . Litla lagið maður. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Það skiptir í rauninni ekki máli svo lengi sem að þú sért með rétta aðilanum. Lykilatriði að vera með góðan mat. Uppáhaldsmaturinn minn: Indverskur tikkamasala + lauk pakodas og Thai kjúlla Massaman. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Rós, 66°Norður derhúfu (því ég var alltaf að stela hans) og bíómiða á Black Panther en við erum bæði rosa ofurhetju aðdáendur. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Við erum frekar dugleg að gefa gjafir þannig að þetta rennur allt í eitt en ég gaf honum fótboltaskó í fyrra sumar sem ég var mjög ánægð með. Lagið „okkar“ er: Paradise - Derik Fein. Ég elska að: Ferðast og hvað þá að ferðast með einhverjum sem ég elska. Það er eitthvað við það að upplifa ólíka menningu saman, það finnst mér mjög gaman. Kærastinn minn er: Hann er einfaldlega bestur. Ég veit að allir segja þetta um maka sinn en hann er í alvörunni bestur. Hann er þolinmóður (honum veitir ekki af ef hann ætlar að vera í sambandi með mér), fyndinn, ótrúlega hlýr og er með sterka samkennd. Donna segist vera leyni-rómó-væmin. Rómantískasti staður á landinu er: Ég vil meina að ég sé ekkert rosa væmin en ég hugsa að ég sé alveg svona leyni-rómó-væmin. Rómantískasti staður fyrir okkur væri sennilega rooftop-bar í Barcelona - geggjað útsýni, enn betri matur og svo væri lifandi tónlist eitthvað sem myndi toppa þetta allt. Ást er: Ég hélt alltaf að ást væri eins og maður sá í rómantískum bíómyndum frá Bandaríkjunum en svo er hún bara svo miklu meira en það. Snýst um það þegar einhver tekur manni eins og maður er. Þegar ástin er alvöru þá gerir hún þig að betri manneskju. Donna segist elska að ferðast með þeim sem hún elskar. Fyrir þá sem hafa áhuga á því að fylgjast með Donnu er hægt að nálgast Instagram-prófílinn hennar hér.
Ástin og lífið Ást er... Tengdar fréttir Margmenni á hátíðarforsýningu Agnesar Joy Íslenska kvikmyndin Agnes Joy eftir leikstjórann Silju Hauksdóttur var forsýnd í Háskólabíói í gærkvöldi og það fyrir framan fullan aðalsal. 17. október 2019 12:30 Sautján ára reyndi Donna Cruz að fyrirfara sér en í dag er hún að upplifa drauminn Donna Cruz kom til Íslands fjögurra ára með foreldrum sínum frá Filippseyjum. Hún varð fyrir miklu aðkasti og einelti sem krakki af erlendum uppruna í skólanum og stundum hreinlega henti hún nesti sínu í ruslið af skömm því henni var strítt svo mikið og kölluð öllum illum nöfnum. 25. október 2019 10:30 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Einhleypan: Æfir sig í að láta ekkert stoppa sig Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Viltu gifast Beta? Makamál „Falleg, fluggáfuð og fáránlega fyndin“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert á ævinni Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Margmenni á hátíðarforsýningu Agnesar Joy Íslenska kvikmyndin Agnes Joy eftir leikstjórann Silju Hauksdóttur var forsýnd í Háskólabíói í gærkvöldi og það fyrir framan fullan aðalsal. 17. október 2019 12:30
Sautján ára reyndi Donna Cruz að fyrirfara sér en í dag er hún að upplifa drauminn Donna Cruz kom til Íslands fjögurra ára með foreldrum sínum frá Filippseyjum. Hún varð fyrir miklu aðkasti og einelti sem krakki af erlendum uppruna í skólanum og stundum hreinlega henti hún nesti sínu í ruslið af skömm því henni var strítt svo mikið og kölluð öllum illum nöfnum. 25. október 2019 10:30