Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. apríl 2021 12:05 Fosshótel Reykjavík er notað sem sóttkvíarhótel. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir erfitt að leggja mat á hversu margir flugfarþegar verði skikkaðir til dvalar á hótelinu í dag. Í dag eru þrjú flug áætluð hingað til lands. Frá Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Barcelona. Af þessum þremur er Stokkhólmur eina borgin sem skilgreind er inni á hááhættusvæði. Gunnlaugur segir þá brögð að því að fólk sé ósátt við að vera skikkað til að taka út sína sóttkví á hótelinu, þegar það hafi í önnur hús að venda. Starfsfólk sýni því skilning. „En á móti finnst mér okkar gestir langflestir vera að sýna stöðunni líka skilning, og okkar starfsfólki. Við vitum að margir eru kannski ósáttir, en flestir eru yfirvegaðir og vilja bara gera gott úr þessu saman.“ Eitt tilvik hefur verið tilkynnt til lögreglu, þar sem gestur á hótelinu ákvað að yfirgefa hótelið. Gunnlaugur segir það mál vera á borði lögreglu. Hann segir þá að umræða síðustu daga, um mögulegt ólögmæti þess að skikka fólk til sóttkvíar á hótelinu hafi ekki haft teljandi áhrif á starfsfólk. Hann segir þó að gott verði að fá úr því skorið hvort reglugerðin sem starfsemi hótelsins byggir á standist lög. Opnanlegir gluggar en engin útivera Gunnlaugur áréttar að hægt sé að opna glugga hótelherbergjanna, þrátt fyrir orðróm um annað. „Það er alrangt. Ég efast einhvern veginn um að þetta væri fjögurra stjörnu hótel ef gluggar í herbergjum væru ekki opnanlegir.“ Tekið hefur verið fyrir alla útivist gesta á hótelinu, en óljóst var í fyrstu hvort reglugerðin heimilaði útivist gesta eða ekki. Gunnlaugur segir það hafa reynst mörgum gestum erfitt að fá ekki að fara í stuttar gönguferðir, líkt og leyfilegt er þegar fólk er í heimasóttkví. „Menn töldu að um þessa sóttkví myndi gilda það sama og um heimasóttkví. Að fólk hefði frelsi til að fara í stutta göngutúra. Svo í rauninni þegar túlkun á reglugerðinni frá heilbrigðisráðherra lá fyrir, þá tekur hún alveg fyrir að fólk í sóttvarnarhúsi fari út fyrir hússins dyr meðan á sóttkví stendur," segir Gunnlaugur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja ekki dvelja á sóttkvíarhótelinu með þriggja mánaða barn sitt Hjón með þriggja mánaða gamalt barn eru á meðal þeirra sem hafa leitað til lögmanns í því skyni að bera ákvörðun stjórnvalda um skyldudvöl þeirra á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni undir dómstóla. 4. apríl 2021 14:28 Hvorki heimild né vilji til þess að hindra för fólks Ein tilkynning hefur verið send til lögreglu vegna einstaklings sem ákvað að yfirgefa sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni, þar sem fólki er gert að dvelja eftir komuna til landsins. Það heyrir til undantekninga að fólk vilji yfirgefa hótelið að sögn upplýsingafulltrúa Rauða krossins, sem segir heilt yfir hafa gengið mjög vel að taka á móti gestum. 4. apríl 2021 14:14 Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir erfitt að leggja mat á hversu margir flugfarþegar verði skikkaðir til dvalar á hótelinu í dag. Í dag eru þrjú flug áætluð hingað til lands. Frá Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Barcelona. Af þessum þremur er Stokkhólmur eina borgin sem skilgreind er inni á hááhættusvæði. Gunnlaugur segir þá brögð að því að fólk sé ósátt við að vera skikkað til að taka út sína sóttkví á hótelinu, þegar það hafi í önnur hús að venda. Starfsfólk sýni því skilning. „En á móti finnst mér okkar gestir langflestir vera að sýna stöðunni líka skilning, og okkar starfsfólki. Við vitum að margir eru kannski ósáttir, en flestir eru yfirvegaðir og vilja bara gera gott úr þessu saman.“ Eitt tilvik hefur verið tilkynnt til lögreglu, þar sem gestur á hótelinu ákvað að yfirgefa hótelið. Gunnlaugur segir það mál vera á borði lögreglu. Hann segir þá að umræða síðustu daga, um mögulegt ólögmæti þess að skikka fólk til sóttkvíar á hótelinu hafi ekki haft teljandi áhrif á starfsfólk. Hann segir þó að gott verði að fá úr því skorið hvort reglugerðin sem starfsemi hótelsins byggir á standist lög. Opnanlegir gluggar en engin útivera Gunnlaugur áréttar að hægt sé að opna glugga hótelherbergjanna, þrátt fyrir orðróm um annað. „Það er alrangt. Ég efast einhvern veginn um að þetta væri fjögurra stjörnu hótel ef gluggar í herbergjum væru ekki opnanlegir.“ Tekið hefur verið fyrir alla útivist gesta á hótelinu, en óljóst var í fyrstu hvort reglugerðin heimilaði útivist gesta eða ekki. Gunnlaugur segir það hafa reynst mörgum gestum erfitt að fá ekki að fara í stuttar gönguferðir, líkt og leyfilegt er þegar fólk er í heimasóttkví. „Menn töldu að um þessa sóttkví myndi gilda það sama og um heimasóttkví. Að fólk hefði frelsi til að fara í stutta göngutúra. Svo í rauninni þegar túlkun á reglugerðinni frá heilbrigðisráðherra lá fyrir, þá tekur hún alveg fyrir að fólk í sóttvarnarhúsi fari út fyrir hússins dyr meðan á sóttkví stendur," segir Gunnlaugur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja ekki dvelja á sóttkvíarhótelinu með þriggja mánaða barn sitt Hjón með þriggja mánaða gamalt barn eru á meðal þeirra sem hafa leitað til lögmanns í því skyni að bera ákvörðun stjórnvalda um skyldudvöl þeirra á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni undir dómstóla. 4. apríl 2021 14:28 Hvorki heimild né vilji til þess að hindra för fólks Ein tilkynning hefur verið send til lögreglu vegna einstaklings sem ákvað að yfirgefa sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni, þar sem fólki er gert að dvelja eftir komuna til landsins. Það heyrir til undantekninga að fólk vilji yfirgefa hótelið að sögn upplýsingafulltrúa Rauða krossins, sem segir heilt yfir hafa gengið mjög vel að taka á móti gestum. 4. apríl 2021 14:14 Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Vilja ekki dvelja á sóttkvíarhótelinu með þriggja mánaða barn sitt Hjón með þriggja mánaða gamalt barn eru á meðal þeirra sem hafa leitað til lögmanns í því skyni að bera ákvörðun stjórnvalda um skyldudvöl þeirra á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni undir dómstóla. 4. apríl 2021 14:28
Hvorki heimild né vilji til þess að hindra för fólks Ein tilkynning hefur verið send til lögreglu vegna einstaklings sem ákvað að yfirgefa sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni, þar sem fólki er gert að dvelja eftir komuna til landsins. Það heyrir til undantekninga að fólk vilji yfirgefa hótelið að sögn upplýsingafulltrúa Rauða krossins, sem segir heilt yfir hafa gengið mjög vel að taka á móti gestum. 4. apríl 2021 14:14
Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16