Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð Atli Ísleifsson skrifar 6. apríl 2021 08:39 Þórólfur segir ljóst að sumir meti frelsi einstaklinga meira heldur en áhættuna fyrir þjóðina alla og lýðheilsuna. Vísir/Vilhelm „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að gengið hafi lengra en sóttvarnalög heimiluðu þegar ákveðið var að skikka fólk að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Taldi dómurinn að til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. „Ég tel að þarna sé verið að koma í veg fyrir eina áhrifaríkustu aðgerðina sem verið er að gera til að reyna að koma í veg fyrir að þessi blessuð veira komist inn í landið og fari hérna yfir. Við höfum verið að byggja þessar aðgerðir á staðreyndum, hvað við sjáum að er að, og reyna þannig að koma í veg fyrir að það geti gerst, að veiran komist hingað inn. Því miður hefur það verið þannig að fólk hefur ekki verið að halda sóttkví. Það er á þeim grunni að ég lagði þetta til að við myndum reyna að efla þetta eins og hægt væri,“ sagði Þórólfur. Vill sjá að lögum verði breytt Þórólfur segir að hann og fleiri hafi rætt málin og farið yfir stöðuna eftir að niðurstaða héraðsdóms lá fyrir. Hann segist sjálfur vilja að lögum verði breytt þannig að áfram verði hægt að grípa til þessara aðgerða. „Það myndi ég halda að væri raunhæfa leiðin frá mínum sjónarhóli, að gera það. Þannig að við gætum haldið áfram á þessari braut að reyna að tryggja það að á meðan við erum að ná meiri útbreiðslu bólusetningar hér innanlands, að við reynum að koma í veg fyrir þetta. Ég held að þarna sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni, alveg klárlega, að mínu mati.“ Hlusta má á viðtal Bítismanna við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Sumir metið frelsi einstaklingsins meira Þórólfur segist ekki hneykslaður á því að fólk hafi ákveðið að fara þá leið að leita til dómstóla eftir að hafa verið gert að sæta sóttkví á sóttkvíarhóteli. „Fólk lítur bara misjafnlega á málin og fólk metur hluti. Það eru sumir sem meta frelsi einstaklinga meira heldur en áhættuna fyrir þjóðina alla og lýðheilsuna. Það sýnist mér koma fram stundum. Ég held að [þetta] sé eina færa leiðin. Það er alveg vonlaust að fylgjast með fólki í sóttkví fyrir hið opinbera. Mörg hundruð manns. Það gengur ekki upp. Auðvitað er vonlaust að tékka á því hvort að fólk muni búa við viðunandi aðstæður fyrirfram. Það er heldur ekki hægt. Þannig að ég held að hafi verið langbesta leiðin og öruggasta leiðin. Auðvitað er hún ekki 100 prósent frekar en annað sem við erum að gera. En þetta held ég að hafi verið skásta leiðin. Ég held að það þurfi að skoða mjög vel, en auðvitað þarf lagagrundvöllurinn að vera í lagi. Það segir sig sjálft.“ Greinast enn utan sóttkvíar Þórólfur segir að fjöldi tilfella hafi greinst nú yfir páskana. „Í heildina, á hverjum degi hafa verið svona fjórir, fimm sem hafa greinst. Langflestir í sóttkví, enda hafa margir verið í sóttkví. Við erum ennþá að greina fólk utan sóttkvíar, því miður. Það er ákveðið áhyggjuefni.“ Hann hafi miklar áhyggjur af þeirri staðreynd að fólki brjóti sóttkví sem mögulega leiði til nýrrar bylgju faraldurins hér á landi. „Já, ég hef miklar áhyggjur af því. Auðvitað er það þannig að langflestir sem halda sína sóttkví og fara eftir þeim leiðbeiningum sem eru í gangi um sóttkví, en því miður þá er það þannig að við erum búin að sannreyna það að það þarf ekki nema nokkra, ekki nema einn, tvo, til að þetta gerist. Þá getum við fengið aðra bylgju í bakið. Við sáum það með þriðju bylgjuna að það voru tveir einstaklingar sem héldu ekki sóttkví þar. Þá fengum við alla þriðju bylgjuna yfir okkur. Við höfum séð aðdragandann að því núna að nokkrir aðilar hafa ekki haldið sóttkvína og þá höfum við fengið dreifingu út í samfélagið. Við höfum fram að þessu verið að sjá dreifingu í kringum nánasta umhverfi þeirra sem eru að koma inn í landið og hafa veri í sóttkví heima, þá höfum við séð tilfelli í kringum þau. Í nánustu fjölskyldu og ekki náð að dreifa sig mikið meira. Núna erum við komin með meira smitandi afbrigði þannig að við erum að sjá meiri útbreiðslu og hættan er miklu meiri. Ef þetta fær að standa svona þá held ég að hættan sé mjög mikil að við fáum meiri útbreiðslu,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. 5. apríl 2021 22:49 Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57 Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í gær að gengið hafi lengra en sóttvarnalög heimiluðu þegar ákveðið var að skikka fólk að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Taldi dómurinn að til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. „Ég tel að þarna sé verið að koma í veg fyrir eina áhrifaríkustu aðgerðina sem verið er að gera til að reyna að koma í veg fyrir að þessi blessuð veira komist inn í landið og fari hérna yfir. Við höfum verið að byggja þessar aðgerðir á staðreyndum, hvað við sjáum að er að, og reyna þannig að koma í veg fyrir að það geti gerst, að veiran komist hingað inn. Því miður hefur það verið þannig að fólk hefur ekki verið að halda sóttkví. Það er á þeim grunni að ég lagði þetta til að við myndum reyna að efla þetta eins og hægt væri,“ sagði Þórólfur. Vill sjá að lögum verði breytt Þórólfur segir að hann og fleiri hafi rætt málin og farið yfir stöðuna eftir að niðurstaða héraðsdóms lá fyrir. Hann segist sjálfur vilja að lögum verði breytt þannig að áfram verði hægt að grípa til þessara aðgerða. „Það myndi ég halda að væri raunhæfa leiðin frá mínum sjónarhóli, að gera það. Þannig að við gætum haldið áfram á þessari braut að reyna að tryggja það að á meðan við erum að ná meiri útbreiðslu bólusetningar hér innanlands, að við reynum að koma í veg fyrir þetta. Ég held að þarna sé verið að fórna meiri hagsmunum fyrir minni, alveg klárlega, að mínu mati.“ Hlusta má á viðtal Bítismanna við Þórólf í heild sinni í spilaranum að neðan. Sumir metið frelsi einstaklingsins meira Þórólfur segist ekki hneykslaður á því að fólk hafi ákveðið að fara þá leið að leita til dómstóla eftir að hafa verið gert að sæta sóttkví á sóttkvíarhóteli. „Fólk lítur bara misjafnlega á málin og fólk metur hluti. Það eru sumir sem meta frelsi einstaklinga meira heldur en áhættuna fyrir þjóðina alla og lýðheilsuna. Það sýnist mér koma fram stundum. Ég held að [þetta] sé eina færa leiðin. Það er alveg vonlaust að fylgjast með fólki í sóttkví fyrir hið opinbera. Mörg hundruð manns. Það gengur ekki upp. Auðvitað er vonlaust að tékka á því hvort að fólk muni búa við viðunandi aðstæður fyrirfram. Það er heldur ekki hægt. Þannig að ég held að hafi verið langbesta leiðin og öruggasta leiðin. Auðvitað er hún ekki 100 prósent frekar en annað sem við erum að gera. En þetta held ég að hafi verið skásta leiðin. Ég held að það þurfi að skoða mjög vel, en auðvitað þarf lagagrundvöllurinn að vera í lagi. Það segir sig sjálft.“ Greinast enn utan sóttkvíar Þórólfur segir að fjöldi tilfella hafi greinst nú yfir páskana. „Í heildina, á hverjum degi hafa verið svona fjórir, fimm sem hafa greinst. Langflestir í sóttkví, enda hafa margir verið í sóttkví. Við erum ennþá að greina fólk utan sóttkvíar, því miður. Það er ákveðið áhyggjuefni.“ Hann hafi miklar áhyggjur af þeirri staðreynd að fólki brjóti sóttkví sem mögulega leiði til nýrrar bylgju faraldurins hér á landi. „Já, ég hef miklar áhyggjur af því. Auðvitað er það þannig að langflestir sem halda sína sóttkví og fara eftir þeim leiðbeiningum sem eru í gangi um sóttkví, en því miður þá er það þannig að við erum búin að sannreyna það að það þarf ekki nema nokkra, ekki nema einn, tvo, til að þetta gerist. Þá getum við fengið aðra bylgju í bakið. Við sáum það með þriðju bylgjuna að það voru tveir einstaklingar sem héldu ekki sóttkví þar. Þá fengum við alla þriðju bylgjuna yfir okkur. Við höfum séð aðdragandann að því núna að nokkrir aðilar hafa ekki haldið sóttkvína og þá höfum við fengið dreifingu út í samfélagið. Við höfum fram að þessu verið að sjá dreifingu í kringum nánasta umhverfi þeirra sem eru að koma inn í landið og hafa veri í sóttkví heima, þá höfum við séð tilfelli í kringum þau. Í nánustu fjölskyldu og ekki náð að dreifa sig mikið meira. Núna erum við komin með meira smitandi afbrigði þannig að við erum að sjá meiri útbreiðslu og hættan er miklu meiri. Ef þetta fær að standa svona þá held ég að hættan sé mjög mikil að við fáum meiri útbreiðslu,“ sagði Þórólfur í Bítinu í morgun.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. 5. apríl 2021 22:49 Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57 Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05
Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. 5. apríl 2021 22:49
Gestum sóttkvíarhótels frjálst að ljúka sóttkví annars staðar Öllum sem dvelja á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni er frjálst að ljúka sóttkví annars staðar, hafi þeir viðunandi aðstöðu til þess. Þetta kemur fram í tilkynningu sem send var frá Heilbrigðisráðuneytinu fyrir stuttu. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði síðdegis í dag að ekki teldist lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. 5. apríl 2021 19:57
Ekki má skikka fólk í sóttkvíarhús Héraðsdómur Reykjavíkur hefur úrskurðað að ekki sé lögmætt að skikka komufarþega frá áhættusvæðum í sóttkvíarhús. Þrjár kærur voru teknar fyrir í héraðsdómi í dag og voru þær byggðar á því að um ólögmæta frelsissviptingu væri að ræða. 5. apríl 2021 18:08