Vill vita hvort Svandís njóti áfram trausts Snorri Másson skrifar 6. apríl 2021 11:14 Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, segir stjórnmálamenn ábyrga fyrir ólögmætri sóttkvíarskyldu. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, telur að stjórnvöld þurfi að falla frá stefnu sinni um að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. Gunnar kallar eftir því að samstarfsflokkar Vinstri grænna í ríkisstjórn svari því hvort heilbrigðisráðherra njóti enn trausts, í kjölfar þess að héraðsdómur dæmdi sóttkvíarskyldu á hóteli ólögmæta í gær. Að mati Gunnars ætti að sæta lagi og breyta um stefnu í kjölfar dómsins. „Mér finnst það mjög langt gengið að skylda fólk til að vera í fangelsi. Ég held að við ættum ekki að fara þessa leið,“ segir Gunnar Bragi. „Með ólíkindum“ Reglugerðin sem hlaut ekki blessun dómstóls í gær var samþykkt í ríkisstjórn 30. mars. Málið var á vegum heilbrigðisráðherra en byggt á tillögum sóttvarnalæknis. „Klúðrið“ segir Gunnar Bragi að skrifist á ríkisstjórnina, en ekki embættismenn. „Það er með ólíkindum að fara fram með svona ráðstafanir án þess að hafa fyrir þeim lagastoð,“ segir Gunnar. „Heilbrigðisráðherra er búinn að klúðra þessum málum frá upphafi en að hún byggi ekki ákvarðanir á lögum kallar á að menn endurskoði svolítið hvort hún nýtur stuðnings samstarfsflokkanna. Við vitum að hún nýtur stuðnings forsætisráðherra en hvað með hina flokkana?“ spyr Gunnar. „Við hljótum að kalla eftir því hvort samstarfsflokkarnir bakki þessar aðgerðir upp og hvort hún njóti áfram trausts.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að hann telji úrskurðinn vonbrigði fyrir íslenska þjóð, enda séu meiri líkur á að smit rati inn í samfélagið ef skyldudvalar á sóttkvíarhóteli nýtur ekki við. Fimm einstaklingar greindust á landamærunum í gær og fjórir innanlands, allir í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjórir greindust með veiruna innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta. 6. apríl 2021 10:50 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Gunnar kallar eftir því að samstarfsflokkar Vinstri grænna í ríkisstjórn svari því hvort heilbrigðisráðherra njóti enn trausts, í kjölfar þess að héraðsdómur dæmdi sóttkvíarskyldu á hóteli ólögmæta í gær. Að mati Gunnars ætti að sæta lagi og breyta um stefnu í kjölfar dómsins. „Mér finnst það mjög langt gengið að skylda fólk til að vera í fangelsi. Ég held að við ættum ekki að fara þessa leið,“ segir Gunnar Bragi. „Með ólíkindum“ Reglugerðin sem hlaut ekki blessun dómstóls í gær var samþykkt í ríkisstjórn 30. mars. Málið var á vegum heilbrigðisráðherra en byggt á tillögum sóttvarnalæknis. „Klúðrið“ segir Gunnar Bragi að skrifist á ríkisstjórnina, en ekki embættismenn. „Það er með ólíkindum að fara fram með svona ráðstafanir án þess að hafa fyrir þeim lagastoð,“ segir Gunnar. „Heilbrigðisráðherra er búinn að klúðra þessum málum frá upphafi en að hún byggi ekki ákvarðanir á lögum kallar á að menn endurskoði svolítið hvort hún nýtur stuðnings samstarfsflokkanna. Við vitum að hún nýtur stuðnings forsætisráðherra en hvað með hina flokkana?“ spyr Gunnar. „Við hljótum að kalla eftir því hvort samstarfsflokkarnir bakki þessar aðgerðir upp og hvort hún njóti áfram trausts.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt að hann telji úrskurðinn vonbrigði fyrir íslenska þjóð, enda séu meiri líkur á að smit rati inn í samfélagið ef skyldudvalar á sóttkvíarhóteli nýtur ekki við. Fimm einstaklingar greindust á landamærunum í gær og fjórir innanlands, allir í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fjórir greindust með veiruna innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta. 6. apríl 2021 10:50 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Fjórir greindust með veiruna innanlands Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og voru allir í sóttkví. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á Covid.is. Fimm greindust á landamærum, þar af greindust fjórir með virk smit í seinni skimun en beðið er niðurstöðu mótefnamælingar hjá þeim fimmta. 6. apríl 2021 10:50
Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05