Innlent

Einhverjir mættu fyrr í von um að fá Pfizer en ekki AstraZeneca

Jakob Bjarnar skrifar
Bólusetningar í Laugardalshöll í dag.
Bólusetningar í Laugardalshöll í dag. vísir/sigurjón

Spurst hafði að í dag sé verið að bólusetja með Pfizer og vildu því einhverjir skjóta sér fram fyrir röðina í bólusetninguna.

Nú er verið að bólusetja eldri borgara í stórum stíl í Laugardalshöll og gengur verkið afar vel að sögn Jórlaugar Heimisdóttur verkefnastjóra.

Samkvæmt heimildum Vísis hafa verið brögð að því að fólk sem hefur verið boðað til komu á morgun hafi freistað þess að mæta fyrr, eða í dag og fá bólusetninguna nú. Ástæðan er sú að spurst hafið að í dag sé verið að bólusetja með Pfizer en á morgun verði bólusett með AstraZeneca-bóluefninu.

Jórlaug segir alvanalegt að fólk ruglist á dagsetningu og kannast ekki við neina dramatík í tengslum við bólusetninguna nú í dag. En rétt sé að nú sé bólusett með Pfizer en að á morgun verði bólusett með AstraZeneca. Ástæðan fyrir því er sú að efnið barst ekki til landsins fyrr en í gær.

Fólk ræður því ekki sjálft með hvaða efni það er bólusett en samkvæmt þessu sækist fólk fremur eftir því að fá Pfizer en AstraZeneca. Hvorki náðist í Kamillu Jósepsdóttir lækni né Önnu Maríu Snorradóttur hjá Landlækni sem stýrir bólusetningunum til að spyrja nánar út í það hvernig þessu er háttað.


Tengdar fréttir

Blóðtappar skulu skráðir sem „afar sjaldgæf aukaverkun“ af AstraZeneca

Evrópska lyfjastofnunin (EMA) telur að möguleg tengsl séu á milli sjaldgæfra tilfella blóðtappa og bólusetningar með bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Slíkir blóðtappar skuli nú skráðir sem afar sjaldgæf aukaverkun af efninu. Ávinningur af notkun efnisins vegi þó áfram þyngra en áhættan af aukaverkunum þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×