Segja áhættuna af AstraZeneca mjög litla Heimir Már Pétursson skrifar 7. apríl 2021 19:21 Lyfjaeftirlitsstofnanir Evrópu og Bretlands segja blóðtappa aukaverkanir vegna AstraZeneca mjög sjaldgæfar. Vísir/Vilhelm Fólk er í mun meiri hættu að fá blóðtappa veikist það af Covid 19 en ef það er bólusett með AstraZeneca bóluefninu samkvæmt ítarlegum rannsóknum bæði evrópsku og bresku lyfjastofnanna sem kynntar voru í dag. Ábatinn af notkun efnisins sé til mikilla muna meiri en áhættan sem fylgi því að veikjast af Covid. Lyfjaeftirlitsstofnanir Evrópu og Bretlands kynntu báðar niðurstöður viðamikilla rannsókna á notkun AstraZenece bóluefninu í dag og komust báðar að sams konar niðurstöðu. Samkvæmt bresku niðurstöðunum eru fjórir af milljón líklegir til að fá blóðtappa eftir bólusetningu með efninu. Áhættan á að fá blóðtappa sé aftur á móti mun meiri hjá þeim sem veikist af Covid 19 en þeim sem eru bólusettir með AstraZeneca. Til að greina mjög sjaldgæfar hliðaverkanir eins og blóðtappa hjá þeim sem hafi verið bólusettir með AstraZeneca þurfi að gefa miklum fjölda efnið. Dr. June Raine forstjóri Lyfjaeftirlitsstofnunar Bretlands. Dr. June Raine forstjóri Lyfjaeftirlitsstofnunar Bretlands segir að í Bretlandi hafi tuttugu milljónum manna verið gefið AstraZeneca. „Á grunni rannsóknargagna vegur virkni bóluefnisins AstraZeneca gegn COVID-19 og tengdri áhættu, sjúkrahúsinnlögn og dauðsföllum þyngra hvað varðar áhættu hjá miklum meirihluta fólks. Rannsókn okkar hefur staðfest enn enn frekar að áhættan sem fylgir þessum meintu, sjaldgæfu aukaverkunum er afar lítil," segir Dr. Raine. Báðar stofnanir segja ábatan af efninu mestan hjá eldri aldurshópum en í öllum aldurshópum frá tuttugu og upp úr komi bóluefnið í veg fyrir að fólk veikist illa af Covid 19. Óhætt ætti að vera að gefa öllum aldurshópum og fólki af báðum kynjum AstraZeneca bóluefnið. Þórólfur Guðnason segir hvert ríki fyrir sig verða að meta hvort og þá fyrir hverja AstraZeneca bóluefnið verði notað.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta í samræmi við fyrri niðurstöður. Þessar aukaverkanir sjáist hjá yngra fólki og einkum konum yngri en sextugt. Þess vegna sé efnið aðeins gefið sjötugum og eldri og hugsanlega megi færa aldurinn niður í sextíu og fimm. „Það verður að leggja mat á þetta í ljósi faraldursins í hverju landi. Þar sem faraldurinn er í miklum vexti og miklum gangi er ávinningurinn miklu meiri en áhættan. Í löndum eins og hér þar sem faraldurinn er í lágmarki er áhættan jafnvel meiri en ávinningurinn þannig að ég held að við þurfum að fara varlega í það," segir Þórólfur. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sjá meira
Lyfjaeftirlitsstofnanir Evrópu og Bretlands kynntu báðar niðurstöður viðamikilla rannsókna á notkun AstraZenece bóluefninu í dag og komust báðar að sams konar niðurstöðu. Samkvæmt bresku niðurstöðunum eru fjórir af milljón líklegir til að fá blóðtappa eftir bólusetningu með efninu. Áhættan á að fá blóðtappa sé aftur á móti mun meiri hjá þeim sem veikist af Covid 19 en þeim sem eru bólusettir með AstraZeneca. Til að greina mjög sjaldgæfar hliðaverkanir eins og blóðtappa hjá þeim sem hafi verið bólusettir með AstraZeneca þurfi að gefa miklum fjölda efnið. Dr. June Raine forstjóri Lyfjaeftirlitsstofnunar Bretlands. Dr. June Raine forstjóri Lyfjaeftirlitsstofnunar Bretlands segir að í Bretlandi hafi tuttugu milljónum manna verið gefið AstraZeneca. „Á grunni rannsóknargagna vegur virkni bóluefnisins AstraZeneca gegn COVID-19 og tengdri áhættu, sjúkrahúsinnlögn og dauðsföllum þyngra hvað varðar áhættu hjá miklum meirihluta fólks. Rannsókn okkar hefur staðfest enn enn frekar að áhættan sem fylgir þessum meintu, sjaldgæfu aukaverkunum er afar lítil," segir Dr. Raine. Báðar stofnanir segja ábatan af efninu mestan hjá eldri aldurshópum en í öllum aldurshópum frá tuttugu og upp úr komi bóluefnið í veg fyrir að fólk veikist illa af Covid 19. Óhætt ætti að vera að gefa öllum aldurshópum og fólki af báðum kynjum AstraZeneca bóluefnið. Þórólfur Guðnason segir hvert ríki fyrir sig verða að meta hvort og þá fyrir hverja AstraZeneca bóluefnið verði notað.Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þetta í samræmi við fyrri niðurstöður. Þessar aukaverkanir sjáist hjá yngra fólki og einkum konum yngri en sextugt. Þess vegna sé efnið aðeins gefið sjötugum og eldri og hugsanlega megi færa aldurinn niður í sextíu og fimm. „Það verður að leggja mat á þetta í ljósi faraldursins í hverju landi. Þar sem faraldurinn er í miklum vexti og miklum gangi er ávinningurinn miklu meiri en áhættan. Í löndum eins og hér þar sem faraldurinn er í lágmarki er áhættan jafnvel meiri en ávinningurinn þannig að ég held að við þurfum að fara varlega í það," segir Þórólfur.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það var reitt hátt til höggs“ Innlent „Lærið af mistökum okkar!“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Innlent Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Innlent Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Sá hvítt eftir árás með járnkarli Innlent Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Innlent Fleiri fréttir Vaxtalækkun, símabann og mandarínuskortur Kallaði kynferðisbrot gegn stjúpdóttur djók og leik Ein sleppur en mæðgurnar skulda tugi milljóna Fyrsta skóflustungan að nýrri Ölfusárbrú „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Bíll fór á hliðina á Suðurlandsvegi Bann við dvöl í bústað og aðgerðir sem bitnuðu á börnum ósanngjarnastar „Lærið af mistökum okkar!“ „Ég get ekki séð að það sé einokun þegar samkeppnin kemur erlendis frá“ Pallborðið: Er harka að færast í leikinn? Krefst undanbragðalausra skýringa á því hversvegna Vestfirðir voru snuðaðir Sérfræðingar fengnir til að liðka fyrir viðræðum Vaxtalækkun fellur í góðan jarðveg Fundu heitt vatn á Kjalarnesi og Geldingarnesi Sá hvítt eftir árás með járnkarli Brugðist við vaxtalækkun: „Ævintýralegur halli“ og „verðbólga í frjálsu falli“ Samþykktu að strætó stoppi við Egilsstaðaflugvöll Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Festist undir þili milli klósettbása en slapp með sært stolt „Það var reitt hátt til höggs“ Skallaði lögreglumann sem hugðist hafa af honum afskipti Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sjá meira