Kári vill skikka alla farþega í sóttkví Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. apríl 2021 18:40 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, vill að reglur á landamærunum verði endurskoðaðar. vísir/Vilhelm Hópsmit kom upp í vinnuhóp á Suðurlandi í gær og talið er að það megi rekja til einstaklings með mótefni sem smitaðist aftur af veirunni. Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar telur að allir sem koma hingað til lands eigi að fara í sóttkví. Ellefu greindust með veiruna innanlands í gær, flestir á einum degi í rúmar tvær vikur. Sex voru utan sóttkvíar og þar af tengjast fimm hópsmiti sem kom upp í vinnuhópi á Suðurlandi. „Það er einstaklingur sem er með vottorð um fyrri sýkingu erlendis frá og kom áður en núverandi fyrirkomulag með sýnatöku á landamærunum tók gildi,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um málið í dag. Þar vísar hann í fyrirkomulag sem felst í að fólk með vottorð þarf nú að fara í eina sýnatöku við landamærin. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þennan einstakling hafa greinst með mikið af veirunni í sér þrátt fyrir að vera með mótefni eftir fyrri sýkingu. Þetta hafi verið stökkbreyting af breska afbrigðinu sem ekki hafi áður sést hér á landi. Það bendi til þess að hann hafi komið með veiruna til landsins en ekki smitast hér. „Þetta er alvarleg áminning um mikilvægi þess að vera ekki að létta á aðgerðum á landamærum og því miður sitjum við núna uppi með það að fólk frá hinum ýmsu landsvæðum getur komið til Íslands án þess að þurfa að lenda í sóttkví, sem er einfaldlega með hin og þessi vottorð. Og ég held að það sé full ástæða til þes að endurskoða það,“ segir Kári. Kári telur að allir þeir sem koma til landsins eigi að fara í sóttkví.vísir/Vilhelm Reglur á landamærum voru rýmkaðar í gær og getur fólk frá löndum utan Schengen nú einnig komið til landsins með vottorð um mótefni. Kári telur ekki duga að farþegar fari í eina sýnatöku á meðan staðan í faraldrinum sé viðkvæm á heimsvísu. Allir eigi að fara í sóttkví. „Það þarf ekki nema einn einstakling til þess að koma af stað faraldri. Við skulum segja að mótefnin, bólusetningar, veiti 90% vörn eins og niðurstöður rannsókna sýna. Þá er sá möguleiki að 10% af þeim sem koma inn í landið geti verið sýktir,“ segir Kári. „Það er alveg ljóst að fólk getur smitast á leiðinni í vélinni. Við vitum ekki hvert ferlið er hjá þeim sem sýkjast sem hafa verið bólusettir eða hafa sýkst áður. Það má vera að það taki lengri tíma fyrir veiruna að fjölga sér í nefkoki þess fólks heldur en fólks sem ekki hefur verið bólusett. Þannig það gæti hafa sýkst mörgum dögum áður en það leggur í þessa ferð og samt verið neikvætt á landamærunum.“ Aðspurður hversu lengi eigi að halda þessu til streitu segir Kári að það eigi að ráðast af því hvenær tökum verði náð á faraldrinum í löndunum í kringum okkur. „Þetta er heimsfaraldur og við komum aldrei til með að geta kveðið þennan faraldur í kútinn án þess að hann sé kveðinn í kútinn annars staðar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ellefu greindust með veiruna innanlands í gær, flestir á einum degi í rúmar tvær vikur. Sex voru utan sóttkvíar og þar af tengjast fimm hópsmiti sem kom upp í vinnuhópi á Suðurlandi. „Það er einstaklingur sem er með vottorð um fyrri sýkingu erlendis frá og kom áður en núverandi fyrirkomulag með sýnatöku á landamærunum tók gildi,“ sagði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um málið í dag. Þar vísar hann í fyrirkomulag sem felst í að fólk með vottorð þarf nú að fara í eina sýnatöku við landamærin. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þennan einstakling hafa greinst með mikið af veirunni í sér þrátt fyrir að vera með mótefni eftir fyrri sýkingu. Þetta hafi verið stökkbreyting af breska afbrigðinu sem ekki hafi áður sést hér á landi. Það bendi til þess að hann hafi komið með veiruna til landsins en ekki smitast hér. „Þetta er alvarleg áminning um mikilvægi þess að vera ekki að létta á aðgerðum á landamærum og því miður sitjum við núna uppi með það að fólk frá hinum ýmsu landsvæðum getur komið til Íslands án þess að þurfa að lenda í sóttkví, sem er einfaldlega með hin og þessi vottorð. Og ég held að það sé full ástæða til þes að endurskoða það,“ segir Kári. Kári telur að allir þeir sem koma til landsins eigi að fara í sóttkví.vísir/Vilhelm Reglur á landamærum voru rýmkaðar í gær og getur fólk frá löndum utan Schengen nú einnig komið til landsins með vottorð um mótefni. Kári telur ekki duga að farþegar fari í eina sýnatöku á meðan staðan í faraldrinum sé viðkvæm á heimsvísu. Allir eigi að fara í sóttkví. „Það þarf ekki nema einn einstakling til þess að koma af stað faraldri. Við skulum segja að mótefnin, bólusetningar, veiti 90% vörn eins og niðurstöður rannsókna sýna. Þá er sá möguleiki að 10% af þeim sem koma inn í landið geti verið sýktir,“ segir Kári. „Það er alveg ljóst að fólk getur smitast á leiðinni í vélinni. Við vitum ekki hvert ferlið er hjá þeim sem sýkjast sem hafa verið bólusettir eða hafa sýkst áður. Það má vera að það taki lengri tíma fyrir veiruna að fjölga sér í nefkoki þess fólks heldur en fólks sem ekki hefur verið bólusett. Þannig það gæti hafa sýkst mörgum dögum áður en það leggur í þessa ferð og samt verið neikvætt á landamærunum.“ Aðspurður hversu lengi eigi að halda þessu til streitu segir Kári að það eigi að ráðast af því hvenær tökum verði náð á faraldrinum í löndunum í kringum okkur. „Þetta er heimsfaraldur og við komum aldrei til með að geta kveðið þennan faraldur í kútinn án þess að hann sé kveðinn í kútinn annars staðar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira