Velja seðlabankastjóra Hagfræðing ársins Atli Ísleifsson skrifar 8. apríl 2021 09:28 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. FVH Ásgeir Jónsson hefur verið valinn hagfræðingur ársins 2021 af Félagi viðskipta- og hagfræðinga. Verðlaunin hafa verið afhent árlega frá árinu 2000, og verða að þessu sinni afhent á Þekkingardaginn 2021 sem verður streymt beint á Vísi þann 13. apríl. Í mati dómnefndar segir að á liðnu ári hafi mikið mætt á Ásgeiri og Seðlabanka Íslands sem hafi leikið lykilhlutverk í viðbrögðum og viðspyrnu efnahagslífsins í heimsfaraldri COVID-19. „Snör viðbrögð Seðlabankans meðal annars með lækkun stýrivaxta, afnámi sveiflujöfnunarauka, sölu á gjaldeyrisvaraforða til að vinna gegn gengissveiflum og verðbólgu á fordæmalausum tímum skiptu sköpum í baráttunni við efnahagslegu afleiðingar veirunnar. Það er mat dómnefndar að Ásgeir hafi í starfi sínu sem seðlabankastjóri sýnt mikla stillingu og beitt viðeigandi aðgerðum á krefjandi tímum. Félagi viðskipta- og hagfræðinga er mikil ánægja að verðlauna Ásgeir fyrir hans frábæru störf,“ segir í mati dómnefndar. Ásgeir var skipaður seðlabankastjóri árið 2019. Hann lauk meistaraprófi í hagfræði frá Indianaháskóla í Bandaríkjunum árið 1997 og doktorsprófi árið 2001 frá sama skóla með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. „Í doktorsritgerð sinni fjallaði Ásgeir um peningastefnu í litlum opnum hagkerfum. Ásgeir hefur starfaði við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent. Hann var deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015 til2019. Ásgeir var aðalhagfræðingur og forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings og síðar Arion banka 2004-2011 og síðar efnahagsráðgjafi Virðingar og GAMMA. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og formaður yfirfasteignamatsnefndar. Hann er einnig höfundur margra bóka og greina um hagfræði og söguleg efni,“ segir í tilkynningunni frá félaginu. Í dómnefnd sátu Telma Eir Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri FVH ásamt stjórn FVH en hana skipa Lilja Gylfadóttir formaður, Lára Hrafnsdóttir varaformaður, Brynja Jónbjarnardóttir, Hálfdán Steinþórsson, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, Tryggvi Másson og Þórarinn Hjálmarsson. Seðlabankinn Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira
Í mati dómnefndar segir að á liðnu ári hafi mikið mætt á Ásgeiri og Seðlabanka Íslands sem hafi leikið lykilhlutverk í viðbrögðum og viðspyrnu efnahagslífsins í heimsfaraldri COVID-19. „Snör viðbrögð Seðlabankans meðal annars með lækkun stýrivaxta, afnámi sveiflujöfnunarauka, sölu á gjaldeyrisvaraforða til að vinna gegn gengissveiflum og verðbólgu á fordæmalausum tímum skiptu sköpum í baráttunni við efnahagslegu afleiðingar veirunnar. Það er mat dómnefndar að Ásgeir hafi í starfi sínu sem seðlabankastjóri sýnt mikla stillingu og beitt viðeigandi aðgerðum á krefjandi tímum. Félagi viðskipta- og hagfræðinga er mikil ánægja að verðlauna Ásgeir fyrir hans frábæru störf,“ segir í mati dómnefndar. Ásgeir var skipaður seðlabankastjóri árið 2019. Hann lauk meistaraprófi í hagfræði frá Indianaháskóla í Bandaríkjunum árið 1997 og doktorsprófi árið 2001 frá sama skóla með alþjóðafjármál, peningamálahagfræði og hagsögu sem aðalsvið. „Í doktorsritgerð sinni fjallaði Ásgeir um peningastefnu í litlum opnum hagkerfum. Ásgeir hefur starfaði við hagfræðideild Háskóla Íslands frá árinu 2004, fyrst sem lektor og síðan dósent. Hann var deildarforseti við hagfræðideild frá árinu 2015 til2019. Ásgeir var aðalhagfræðingur og forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings og síðar Arion banka 2004-2011 og síðar efnahagsráðgjafi Virðingar og GAMMA. Hann hefur gegnt öðrum ábyrgðarstörfum, meðal annars sem formaður starfshóps um endurskoðun peningastefnu og formaður yfirfasteignamatsnefndar. Hann er einnig höfundur margra bóka og greina um hagfræði og söguleg efni,“ segir í tilkynningunni frá félaginu. Í dómnefnd sátu Telma Eir Aðalsteinsdóttir framkvæmdastjóri FVH ásamt stjórn FVH en hana skipa Lilja Gylfadóttir formaður, Lára Hrafnsdóttir varaformaður, Brynja Jónbjarnardóttir, Hálfdán Steinþórsson, Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, Tryggvi Másson og Þórarinn Hjálmarsson.
Seðlabankinn Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Sjá meira